Missti vinnuna og ákvað að láta drauminn rætast

Leiðir til að lifa af | 27. mars 2020

Missti vinnuna og ákvað að láta drauminn rætast

Íris Gunnarsdóttir hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu en fyrir ári síðan missti hún vinnuna sem markaðsstjóri Lyfju. Hún ákvað að nýta tækifærið og láta drauma sína rætast og stofna fyrirtækið Fulier Fortis sem selur dýrindis ilmkjarnaolíur sem efla líkamlega og andlega heilsu að sögn Írisar. 

Missti vinnuna og ákvað að láta drauminn rætast

Leiðir til að lifa af | 27. mars 2020

Íris Gunnarsdóttir hefur víðtæka reynslu í atvinnulífinu.
Íris Gunnarsdóttir hefur víðtæka reynslu í atvinnulífinu.

Íris Gunn­ars­dótt­ir hef­ur víðtæka reynslu úr at­vinnu­líf­inu en fyr­ir ári síðan missti hún vinn­una sem markaðsstjóri Lyfju. Hún ákvað að nýta tæki­færið og láta drauma sína ræt­ast og stofna fyr­ir­tækið Fulier Fort­is sem sel­ur dýr­ind­is ilm­kjarna­ol­í­ur sem efla lík­am­lega og and­lega heilsu að sögn Íris­ar. 

Íris Gunn­ars­dótt­ir hef­ur víðtæka reynslu úr at­vinnu­líf­inu en fyr­ir ári síðan missti hún vinn­una sem markaðsstjóri Lyfju. Hún ákvað að nýta tæki­færið og láta drauma sína ræt­ast og stofna fyr­ir­tækið Fulier Fort­is sem sel­ur dýr­ind­is ilm­kjarna­ol­í­ur sem efla lík­am­lega og and­lega heilsu að sögn Íris­ar. 

Sjálf hóf hún störf hjá Lyfju sem vöru­stjóri árið 2013, gegndi síðar stöðu verk­efna­stjóra og starfaði sem markaðsstjóri fyr­ir­tæk­is­ins til árs­ins 2019. 

„Mér finnst ein­stak­lega skemmti­legt að vinna með vör­ur sem hafa áhrif á betri líðan og skipta máli í lífi fólks, það gef­ur mér mikið.

Nikura er lítið fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki staðsett í Bretlandi. Nikura eru 100% hrein­ar ilm­kjarna­ol­í­ur með háan gæðastaðal. Við fund­um strax og við prófuðum Nikura að gæðin voru mik­il og mik­il­vægt þótti okk­ur að Nikura er aðili að ATC sem eru bresk sam­tök sem gæta hags­muna neyt­enda og fram­leiðanda ilm­kjarna­ol­ía þar í landi og það fannst okk­ur mik­il­vægt. Það er ein­hver ólýs­an­lega já­kvæð orka sem fylg­ir því að nota ol­í­urn­ar.“

Um til­drög þess að Íris fór í eig­in rekst­ur seg­ir hún ástæðuna megi rekja til breyt­inga á eign­ar­haldi og stjórn­un­art­eymi Lyfju.

„Ég starfaði hjá Lyfju í sex ár og hætti þar í mars í fyrra en þá var ég á loka­sprett­in­um að klára tveggja ára MBA stjórn­un­ar­nám við Há­skóla Íslands sem ég stundaði sam­hliða starfi mínu sem markaðsstjóri Lyfju.  Breyt­ing­ar voru á eign­ar­haldi og í stjórn­un­art­eymi Lyfju í upp­hafi síðasta árs og í mars í fyrra fékk ég ásamt fleir­um upp­sagn­ar­bréf og minna starfs­krafta ekki óskað leng­ur. Á þess­um tíma­punkti átti ég tvo mánuði eft­ir af mínu námi og gat því ein­blínt á loka­sprett­inn af full­um krafti á námið. Ég er mjög þakk­lát fyr­ir þá reynslu sem ég öðlaðist í starfi mínu sem markaðsstjóri og hafa tekið þá ákvörðun að hafa drifið mig í námið. Með þessa reynslu og mennt­un að baki ákvað ég fara útí sjálf­stæðan rekst­ur ásamt Ingu Kristjáns­dótt­ur nær­ingaþerap­ista.“

Góður vinnu­fé­lagi gulls ígildi

Þær Íris og Inga eru báðar eig­end­ur Mulier Fort­is ehf, en sam­an störfuðu þær áður hjá Lyfju. 

„Við erum nú þegar komn­ar með nokk­ur vörumerki á markað og í dreif­ingu í stór­markaði og Apó­tek. Nikura er eitt þeirra. Veg­ums er annað en það er víta­mín og það sem er ein­stakt við það fyr­ir utan frá­bæra vöru, er að pakkn­ing­arn­ar utan um vör­una eru al­gjör­lega um­hverf­i­s­væn­ar. Þriðja vörumerkið sem við erum komn­ar með á markað er Membras­in en það er sér­stak­lega ætlað kon­um á breyt­inga­skeiði,“ seg­ir Íris og bæt­ir því við að ým­is­legt fleira spenn­andi sé vænt­an­legt á markað frá fyr­ir­tæk­inu. 

Íris seg­ir ilm­kjarna­ol­í­ur hafa verið til í árþúsund­ir og það sem er heill­andi við þær séu eig­in­leik­ar þeirra til að hafa já­kvæð áhrif á heils­una og ekki síst á and­lega líðan.

„Það er eitt­hvað sér­stakt við að nota ilm­kjarna­ol­í­ur. Ég nota ilm­kjarna­ol­í­ur dag­lega á ýmsa vegu og hef gert í mörg ár. Sem dæmi nota ég þær í ilmolíulampa, en ég er með tvo slíka í gangi á heim­il­inu. Þannig skapa ég mína eig­in stemm­ingu sem end­ur­spegl­ar mína líðan dag frá degi. Það er þannig með ilm­kjarna­ol­í­ur að einn ilm­ur á bet­ur við í dag og ann­ar á morg­un, en það fer eft­ir minni eig­in líðan þann dag­inn. Ég dregst að þeim ilmi sem hent­ar þann dag­inn. Ég nota alltaf ilm­kjarna­ol­í­ur í þvotta­vél­ina með því að bæta 10 – 15 drop­um út í ilm­efna­laust þvotta­efni. Einnig set ég nokkra dropa í aðrar hrein­lætis­vör­ur. Lavend­er ol­í­una er svo dá­sam­legt að blanda í baðvatnið sem og að setja nokkra dropa í sturtu- og handsáp­una. Dá­sam­legt er að setja nokkra dropa á kodd­ann fyr­ir svefn, en Lavend­er olí­an er tal­in hafa ró­andi áhrif á lík­ama og sál.“

Íris notar alltaf ilmkjarnaolíur í þvottavélina. Hún mælir með að …
Íris not­ar alltaf ilm­kjarna­ol­í­ur í þvotta­vél­ina. Hún mæl­ir með að setja 10 - 15 dropa út í ilm­efna­laust þvotta­efni. mbl.is/​Colour­box

Mögu­leik­ar ilm­kjarna­ol­ía mik­ill

Íris seg­ir mögu­leik­ana í notk­un á ilm­kjarna­ol­í­um ótelj­andi. 

„En ég hef trú á því að notk­un þeirra hafi já­kvæð áhrif á um­hverfið, stemn­ing­una á heim­il­inu og ýti und­ir gott and­legt jafn­vægi og líðan hverju sinni. Í raun er það fyrsta sem ég geri á hverj­um morgni að anda að mér dá­sam­legri ilm­kjarna­ol­íu.

Ég mæli ein­fald­lega með að fólk finni sinn ilm og verði ófeimið við að nota á ýmsa vegu, ekki er þó mælt með að setja óblandaða ilm­kjarna­ol­íu beint á húðina held­ur ávallt blanda nokkr­um drop­um í aðra olíu en þá má nota hana beint á húð og sem nuddol­íu.“

Íris seg­ir sum­ar ol­í­urn­ar vera sótt­hreins­andi, aðrar ró­andi og þar mætti lengi áfram telja. 

„Það er mik­ill mun­ur á milli virkni ilm­kjarn­anna. Tea tree, Lavend­er og Lemon eru til dæm­is bakt­eríu­drep­andi og sótt­hreins­andi, en t.d. Lemong­rass er ofboðslega upp­lífg­andi, hress­andi og ein­mitt góð fyr­ir sjálfs­traustið. Lavend­er hef­ur líka þessa dá­sam­legu ró­andi eig­in­leika og get­ur stuðlað að betri svefni og slök­un. Pip­armint­an er svo mjög góð fyr­ir ein­beit­ing­una. Það er gott fyr­ir alla þá sem sitja heima að vinna núna að nýta sér hana. Hún hef­ur einnig verið tal­in hafa góð áhrif á höfuðverk. Svo er „sweet orange“ svo dá­sam­lega ljúf og svo góð fyr­ir geðheils­una.“

Nú er tím­inn til að hlúa bet­ur að eig­in heilsu

Íris er á því að mann­fólkið hef­ur ekki alltaf farið vel með móður nátt­úru. 

„Ég tel ekki ólík­legt að verið sé að minna okk­ur á það í dag. Ég hef trú á því að ef við minn­um notk­un á vör­um sem inni­halda kemísk efni að það muni skila sér í betri and­legri liðan og um­hverfi.“

Íris seg­ir þær Ingu hafa sett sér það að mark­miði í upp­hafi stofn­un fyr­ir­tæk­is­ins að hafa alltaf gam­an í vinn­unni. 

„Slag­orð okk­ar er Þín heilsa- okk­ar ástríða, en þetta slag­orð höf­um við að leiðarljósi þegar við velj­um vör­ur fyr­ir fyr­ir­tækið okk­ar. Við höf­um lengi haft mik­inn áhuga á heilsu­vör­um og  mikla ástríðu fyr­ir því að geta boðið vör­ur á markaði sem á ein­hvern hátt get­ur bætt heilsu fólks og haft já­kvæð áhrif á sam­fé­lagið sem við búum í. Það skemmti­lega er að það er eins og vörumerk­in sem við erum með á markaði í dag hafi fundið okk­ur en við ekki þau og fyr­ir það erum við afar þakk­lát­ar.“ 

Íris er á því að framtíðin sé björt, þó svo Íslend­ing­ar og fólk um víða ver­öld sé að ganga í gegn­um erfitt tíma­bil. 

„Ég hef trú á því að okk­ur sé ætlað að draga ein­hvern lær­dóm af þess­um aðstæðum og ástandi. Get­ur verið að þetta sé ekki til­vilj­un held­ur fyr­ir­fram ákveðið og áminn­ing til okk­ar allra að nú sé tím­inn til að hlúa bet­ur að eig­in heilsu, sín­um nán­ustu og móður nátt­úru?

Hraði, spenna  og streita hef­ur verið að að taka yf­ir­hönd­ina í þjóðfé­lag­inu og við höf­um öll tekið þátt í þeirri þróun með ein­hverj­um hætti og ómeðvitað jafn­vel. Ég er þess­vegna á því að við ætt­um að nota tæki­færið núna, staldra við og spyrja okk­ur hvað það er sem raun­veru­lega skipt­ir máli. Þá ætt­um við alltaf að byrja á okk­ur sjálf­um. Hverju þarf ég að breyta? Hvað get ég bætt? Hvernig get ég haft já­kvæð ár­hif á heils­una mína og nærum­hverfi?“

Íris seg­ist sjálf nota upp­skrift sem ilm­kjarna­olíu­fræðing­ur setti sam­an fyr­ir hana að til­lögu fyr­ir sótt­hreinsi­blönu. Upp­skrift­in nýt­ist vel fyr­ir síma, spjald­tölv­ur, posa og tölvu­skjái sem og á alla aðra fleti. 

Upp­skrift:

                    300 ml Vatn

                    60 ml Edik

                    60 ml Vod­ka

                    15 drop­ar af Lavend­er ilm­kjarna­ol­íu frá Nikura

                    15 drop­ar af Lemon ilm­kjarna­ol­íu frá Nikura

Það má líka nota Pepp­erm­int ilm­kjarna­ol­íu í staðinn fyr­ir Lavend­er.  Þitt er valið.

Inni­halds­efni er síðan sett í sprey­brúsa, hægt að spreyja í klút eða beint á flet­ina. 

mbl.is