Ekki samstaða um sameiginleg skuldabréf

Evrópusambandið | 30. mars 2020

Ekki samstaða um sameiginleg skuldabréf

Ekki er samstaða meðal Evrópusambandsríkja um útgáfu sameiginlegra ríkisskuldabréfa til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. Paolo Gentiloni efnahagsstjóri í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, segir ljóst að slík samstaða muni aldrei nást, en að málamiðlun við Þjóðverja sé nauðsynleg Evrópusambandinu.

Ekki samstaða um sameiginleg skuldabréf

Evrópusambandið | 30. mars 2020

Leiðtogar Evrópusambandsríkja ræða málin á fjarfundi fyrir G20-fundinn í síðustu …
Leiðtogar Evrópusambandsríkja ræða málin á fjarfundi fyrir G20-fundinn í síðustu viku. AFP

Ekki er samstaða meðal Evr­ópu­sam­bands­ríkja um út­gáfu sam­eig­in­legra rík­is­skulda­bréfa til að bregðast við kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Paolo Gentiloni efna­hags­stjóri í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, seg­ir ljóst að slík samstaða muni aldrei nást, en að mála­miðlun við Þjóðverja sé nauðsyn­leg Evr­ópu­sam­band­inu.

Ekki er samstaða meðal Evr­ópu­sam­bands­ríkja um út­gáfu sam­eig­in­legra rík­is­skulda­bréfa til að bregðast við kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Paolo Gentiloni efna­hags­stjóri í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, seg­ir ljóst að slík samstaða muni aldrei nást, en að mála­miðlun við Þjóðverja sé nauðsyn­leg Evr­ópu­sam­band­inu.

„Ein þeirra leiða sem rædd hef­ur verið til að örva hag­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins nú á kreppu­tím­um er út­gáfa rík­is­skulda­bréfa, en þó ekki að sam­ræma skuld­ir. Það verður aldrei samþykkt,“ seg­ir Gentiloni.

Um­mæli Gentiloni féllu eft­ir að Ítal­íu, Frakklandi, Spani og öðrum aðild­ar­ríkj­um í suður­hluta álf­unn­ar mistókst að sann­færa önn­ur aðild­ar­ríki í norðri um út­gáfu slíkra bréfa. Hann ótt­ast að ágrein­ing­ur­inn geti haft af­leiðing­ar fyr­ir evr­ópskt sam­starf. „Það er ljóst að ef efna­hags­vand­ræði verða til þess að auka á efna­hags­lega mis­skipt­ingu í álf­unni frek­ar en að draga úr henni, þá er Evr­ópu­sam­starfið í hættu.“

Giu­seppe Conte, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, er meðal þeirra sem hef­ur talað fyr­ir út­gáfu sam­eig­in­legra bréfa. „Eng­inn er að biðja Evr­ópu að taka yfir gaml­ar skuld­ir, held­ur aðeins að grípa til aðgerða nú sem gagn­ast í bar­átt­unni við þessa fé­lags- og efna­hags­legu flóðbylgju,“ sagði Conte í sam­tali við spænska blaðið El País og vísaði til kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

mbl.is