Björn Ingi fékk andlega leiðsögn hjá Söru

Leiðir til að lifa af | 31. mars 2020

Björn Ingi fékk andlega leiðsögn hjá Söru

Sara Oddsdóttir markþjálfi opnaði nýlega vefinn www.saraodds.is. Hún segist brenna fyrir auknum vexti og sjálfsþekkingu samferðafólks og segist hafa reynt margar ólíkar leiðir. Einn af hennar viðskiptavinum er Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans en á heimasíðunni segir hann frá sinni upplifun af því að fá leiðsögn Söru. 

Björn Ingi fékk andlega leiðsögn hjá Söru

Leiðir til að lifa af | 31. mars 2020

Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans.
Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans. Ljósmynd/Facebook

Sara Odds­dótt­ir markþjálfi opnaði ný­lega vef­inn www.sara­odds.is. Hún seg­ist brenna fyr­ir aukn­um vexti og sjálfsþekk­ingu sam­ferðafólks og seg­ist hafa reynt marg­ar ólík­ar leiðir. Einn af henn­ar viðskipta­vin­um er Björn Ingi Hrafns­son rit­stjóri Vilj­ans en á heimasíðunni seg­ir hann frá sinni upp­lif­un af því að fá leiðsögn Söru. 

Sara Odds­dótt­ir markþjálfi opnaði ný­lega vef­inn www.sara­odds.is. Hún seg­ist brenna fyr­ir aukn­um vexti og sjálfsþekk­ingu sam­ferðafólks og seg­ist hafa reynt marg­ar ólík­ar leiðir. Einn af henn­ar viðskipta­vin­um er Björn Ingi Hrafns­son rit­stjóri Vilj­ans en á heimasíðunni seg­ir hann frá sinni upp­lif­un af því að fá leiðsögn Söru. 

„Með aldr­in­um nær maður aukn­um þroska og fer að meta lífið út frá fleiri hliðum en áður. Maður átt­ar sig á þeim lífs­gæðum sem fel­ast í bæn­um og íhug­un; slök­un og hug­leiðslu og því að ná sátt­um við sjálf­an sig, vinna að góðri heilsu með því að kom­ast í gott lík­am­legt form og sinna and­legu hliðinni. For­gangsraða rétt og vera til staðar í nú­inu.

Ég hef unnið ræki­lega í þess­um hlut­um und­an­far­in miss­eri og notið þess að vera í and­legri leiðsögn hjá Söru Odds­dótt­ur. Ég get ekki mælt nóg­sam­lega með því að taka þátt í slíkri vinnu, sem er sam­bland af sjálf­skoðun, skemmti­leg­um pæl­ing­um um lífið og til­ver­una og leiðbein­ing­um og ráðgjöf sem nýt­ast manni í leik og starfi.

Sara gef­ur manni ekk­ert eft­ir — set­ur fyr­ir og fylg­ir eft­ir og vega­nestið úr sam­töl­um við hana nýt­ist manni vel í krefj­andi verk­efn­um. Þetta er and­leg einkaþjálf­un (fyr­ir haus­inn og sál­ina), nokkuð sem marg­ir gleyma að huga að fyrr en allt er komið í óefni, og hef­ur gert mjög mikið fyr­ir mig,“ seg­ir Björn Ingi í um­sögn inni á vefn­um www.sara­odds.is. 

Sara Oddsdóttir markþjálfi og lögfræðingur opnaði nýlega vefinn www.saraodds.is.
Sara Odds­dótt­ir markþjálfi og lög­fræðing­ur opnaði ný­lega vef­inn www.sara­odds.is. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Sjálf seg­ist Sara hafa metnað fyr­ir krefj­andi verk­um og að lausn­in og svarið sé alltaf til staðar. 

„Ég brenn fyr­ir aukn­um vexti og sjálfsþekk­ingu sam­ferðafólks míns og hef sjálf reynt marg­ar ólík­ar, hefðbundn­ar og óhefðbundn­ar, leiðir til að betra sjálfa mig og aðra. Ég hef leitt bæði ein­stak­linga og hópa fólks í átt að auk­inni sjálfsþekk­ingu, ávallt með sjálfsmildi og hug­rekki að leiðarljósi.

Ég hef metnað fyr­ir krefj­andi verk­efn­um og tel að lausn­in eða svarið sé alltaf til staðar, það þarf bara að finna það. Starfs­reynsla mín og mennt­un úr bæði skap­andi grein­um, viðskipta­líf­inu sem og lög­fræði ger­ir mig hæfa til að geta sett mig inn í fjöl­breytt og flók­in viðfangs­efni.  

Ég er með M.A. gráðu í lög­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og markþjálfi frá sama skóla, Sham­an frá Otter Wom­an Earth Medic­ine School, lærði Fashi­on Design with Mar­ket­ing hjá Uni­versity of the Arts í Central Saint Mart­ins og diplómu í marg­miðlun frá Tækni­skól­an­um. Ég hef tekið að mér ýmis krefj­andi verk­efni í gegn­um tíðina sem og stjórn­ar­setu í fé­lög­um, starfað fyr­ir bæði fjár­fest­ing­ar­fé­lag og fast­eignaþró­un­ar­fé­lag, auk þess að hafa reynslu af stofn­un, rekstri og stjórn­un eig­in fyr­ir­tæk­is,“ seg­ir hún inni á vefn­um. 

mbl.is