Segja Sóttvarnastofnun ESB hafa brugðist hlutverki sínu

Evrópusambandið | 11. apríl 2020

Segja Sóttvarnastofnun ESB hafa brugðist hlutverki sínu

Tveimur mánuðum áður en Evrópa varð að þungamiðju kórónuveirufaraldursins sagði Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins að aðildarríki sambandsins væru vel í stakk búin fyrir faraldurinn. Í dag telja margir að stofnunin hafi brugðist hlutverki sínu. 

Segja Sóttvarnastofnun ESB hafa brugðist hlutverki sínu

Evrópusambandið | 11. apríl 2020

AFP

Tveim­ur mánuðum áður en Evr­ópa varð að þunga­miðju kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins sagði Sótt­varna­stofn­un Evr­ópu­sam­bands­ins að aðild­ar­ríki sam­bands­ins væru vel í stakk búin fyr­ir far­ald­ur­inn. Í dag telja marg­ir að stofn­un­in hafi brugðist hlut­verki sínu. 

Tveim­ur mánuðum áður en Evr­ópa varð að þunga­miðju kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins sagði Sótt­varna­stofn­un Evr­ópu­sam­bands­ins að aðild­ar­ríki sam­bands­ins væru vel í stakk búin fyr­ir far­ald­ur­inn. Í dag telja marg­ir að stofn­un­in hafi brugðist hlut­verki sínu. 

Í grein EU Obser­ver kem­ur fram að stofn­un­in hafði til umráða tæp­lega 60 millj­ón­ir evra á síðasta ári. Þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hafði dreifst út frá Kína til Ástr­al­íu, Jap­ans, Suður-Kór­eu, Taívans og Taí­lands sagði stofn­un­in að Evr­ópu­sam­bandið hefði umráð yfir nægj­an­leg­um úrræðum til að tak­ast á við far­ald­ur­inn. 

Þegar til­kynnt var um fyrsta staðfesta smitið í Frakklandi stóð Sótt­varna­stofn­un­in áfram við fyrri yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar. Stofn­un­in sagði skimun franskra stjórn­valda vera „vott um fyrsta flokks viðbúnað“ vegna veirunn­ar.

Það kom þó fljótt í ljós að mörg ríki Evr­ópu voru illa búin und­ir far­ald­ur­inn, en rúm­lega 70% dauðsfalla á heimsvísu hafa orðið þar. Ítal­ía og Spánn hafa komið sér­stak­lega illa út úr far­aldr­in­um, en sam­an­lagður fjöldi dauðsfalla í ríkj­un­um tveim­ur er tæp­lega 35.000. Skort­ur á búnaði og öðrum úrræðum var víða mik­ill, en það er hlut­verk Sótt­varna­stofn­un­ar­inn­ar að tryggja að slík­ur skort­ur sé fyr­ir­sjá­an­leg­ur svo hægt sé að bregðast við í tæka tíð. 

Viðbrögð stofn­un­ar­inn­ar við gagn­rýni á vinnu­brögð henn­ar í upp­hafi far­ald­urs­ins hafa ekki verið mik­il. Stofn­un­in sagði í yf­ir­lýs­ingu sinni í mars að í Evr­ópu væru heil­brigðis­stoðir vel bún­ar en skort­ur hefði verið á starfs­fólki, hlífðarfat­anaði og ýmsu öðru. Þótti mörg­um yf­ir­lýs­ing­in vera tví­skinn­ung­ur.

mbl.is