Óþolandi fólk á samfélagsmiðlum

Miðaldra konan | 13. apríl 2020

Óþolandi fólk á samfélagsmiðlum

„Margir virðast lenda í því að vera með óþolandi fólk á samfélagsmiðlunum sínum og það virðist engin leið til að losna við það. Ég heyri reglulega, Jesús minn Ásdís, þessi facebook live sem þú ert að gera eru svo leiðinleg. Þú ert nú eitthvað alvarlega athyglissjúk. Mikið svakalega eru þessi eignamyndbönd sem þú ert að gera ömurleg,“ segir Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali og miðaldra kona í sínum nýjasta pistli: 

Óþolandi fólk á samfélagsmiðlum

Miðaldra konan | 13. apríl 2020

Ásdís Ósk Valsdóttir, miðaldra kona og fasteignasali.
Ásdís Ósk Valsdóttir, miðaldra kona og fasteignasali.

„Marg­ir virðast lenda í því að vera með óþolandi fólk á sam­fé­lags­miðlun­um sín­um og það virðist eng­in leið til að losna við það. Ég heyri reglu­lega, Jesús minn Ásdís, þessi face­book live sem þú ert að gera eru svo leiðin­leg. Þú ert nú eitt­hvað al­var­lega at­hygl­is­sjúk. Mikið svaka­lega eru þessi eigna­mynd­bönd sem þú ert að gera öm­ur­leg,“ seg­ir Ásdís Ósk Vals­dótt­ir fast­eigna­sali og miðaldra kona í sín­um nýj­asta pistli: 

„Marg­ir virðast lenda í því að vera með óþolandi fólk á sam­fé­lags­miðlun­um sín­um og það virðist eng­in leið til að losna við það. Ég heyri reglu­lega, Jesús minn Ásdís, þessi face­book live sem þú ert að gera eru svo leiðin­leg. Þú ert nú eitt­hvað al­var­lega at­hygl­is­sjúk. Mikið svaka­lega eru þessi eigna­mynd­bönd sem þú ert að gera öm­ur­leg,“ seg­ir Ásdís Ósk Vals­dótt­ir fast­eigna­sali og miðaldra kona í sín­um nýj­asta pistli: 

Þetta fólk virðist lenda í því að allskon­ar óum­beðið efni birt­ist á sam­fé­lags­miðlun­um þeirra og það er eng­in leið til að stoppa þetta áreiti. Löng og leiðin­leg vi­deo fara sjálf­krafa í gang og fólk er til­neytt til að horfa á þau til enda. Það er eng­in leið til að stöðva þetta. 

Það get­ur auðvitað tekið á taug­arn­ar fyr­ir marga að lenda í þessu. Ég skil það full­kom­lega. Hver vill hafa uppáþrengj­andi, at­hygl­is­sjúk­ar og óþolandi mann­eskj­ur á tíma­lín­unni sinni? Mann­eskj­ur sem eru eins tölvu­vírus sem eng­in leið er að losna við. 

Ég ákvað því að taka sam­an nokk­ur góð ráð til að koma í veg fyr­ir svona vanda­mál. Leið 1 er skot­held en ef þetta ger­ist óvart og þú veist ekk­ert hvernig á að leysa þetta þá eru nokkr­ar leiðir til að lág­marka skaðann. 

  1. Ekki senda fólki sem þú þolir ekki vina­beiðni.
  2. Velja un­follow: Þá eruð þið ennþá vin­ir og viðkom­andi fatt­ar ekki að það sé verið að hunsa hann. Með því að gera un­follow sérðu enga pósta frá viðkom­andi nema þú velj­ir að sjá þá aft­ur.
  3. Velja Snooze for 30 days: Þá færðu pásu frá viðkom­andi í 30 daga. Ef þú færð bakþanka þá get­ur þú alltaf valið Unsnooze.
  4. Blokka (block): Það er frek­ar af­ger­andi aðgerð en þá lend­ir þú ekki í þessu áreiti. Þessi aðgerð er samt ekki al­veg skot­held því stund­um bogn­ar þú og bug­ast og hleyp­ir viðkom­andi aft­ur á sam­fé­lags­miðlana þína.
  5. Biðja viðkom­andi að blokka þig. Þá lend­ir þú ekki í þess­ari stöðu að verða fyr­ir þessu stöðuga áreiti. Þessi aðgerð er langáhrifa­rík­ust þannig að ef þú klikk­ar á leið 1 þá er 5 al­veg skot­held. 

Ég út­skrifaðist sem kerf­is­fræðing­ur um síðustu öld og síðan þá hef­ur ansi margt breyst. Ég þekki ein­fald­lega ekki þessa nú­tíma­tækni nógu vel. Ég skil til dæm­is ekki hvernig fólk get­ur lent í því að þurfa að spila öm­ur­leg vi­deo ít­rekað. Mín­ir sam­fé­lags­miðlar virka þannig að ég horfi ein­göngu á það sem ég vel að horfa á. Kannski er þetta eitt­hvað sniðugt still­ing­ar­atriði sem ég slysaðist til að velja.

Þess vegna hef ég alltaf lúmskt gam­an að því þegar fólk er að hafa fyr­ir því að láta aðra vita hvað þeir séu öm­ur­leg­ir og uppáþrengj­andi á sam­fé­lags­miðlum. Þetta sé al­veg hrika­lega leiðin­legt og trufl­andi fyr­ir þau. Er þetta teg­und af masók­isma? Þú horf­ir á eitt­hvað sem þú hat­ar og læt­ur það fara í taug­arn­ar á þér en þú stopp­ar það ekki. Þarna verð ég að viður­kenna að sér­fræðiþekk­ing mín nær ekki nógu langt. Kannski þarf að leita til þar­til­bærra sér­fræðinga til að greina vand­ann.

Get­ur þú ekki verið aðeins öðru­vísi en þú ert?

Ég passa ekk­ert alltaf inn í kass­ann og ansi oft hef ég fengið að heyra að ég sé OF eitt­hvað. Ég er of há­vær. Ég hef of mikl­ar skoðanir. Það væri betra ef ég væri eitt­hvað öðru­vísi. Það er yf­ir­leitt ekki búið að skil­greina hvernig ég ætti frek­ar að vera en það væri pottþétt betra ef ég væri öðru­vísi en ég er.

Hér að neðan má sjá sýn­is­horn af at­huga­semd­um í gegn­um tíðina

Þegar ég átti ekki börn:

Eruð þið virki­lega að fara að gifta ykk­ur, þið eigið eng­in börn!

Þegar ég varð ólétt:

Hvað ertu eig­in­lega kom­in langt á leið? þú ert svaka­lega stór!

Frænka mín sem er kom­in miklu lengra en þú ert miklu nett­ari en þú!

Ætlarðu í al­vöru að borða þessa kara­mellu, ertu ekki með nógu stóra bumbu?

Þegar ég átti börn:

Þegar fyrsta barnið var fætt, á ekki að fara að koma með annað!

Hvað ætlið þið eig­in­lega að hafa langt á milli?

Það er miklu betra að hafa 2 ár á milli.

Það er miklu betra að hafa 4 ár á milli.

Hvenær á eig­in­lega að koma með næsta?

Þegar ég var orðin of göm­ul:

Ertu virki­lega ólétt?

Var þetta slysa­barn?

Veistu ekki ör­ugg­lega hver á það? (jú eig­inmaður minn sem ég á 2 önn­ur börn með)

Ertu ekki full göm­ul til að vera að koma með eitt núna?

Til hvers ertu að eiga fleiri börn?

  1. þú hef­ur nú eng­an tíma til að sinna þess­um sem þú átt nú þegar.
  2. þú ert aldrei heima hjá þér.
  3. þú ert alltaf í vinn­unni.

þegar ég var 40 ára, gift sama manni og ég átti strák­ana með.

Þegar ég var gift:

Mikið svaka­lega vor­kenni ég mann­in­um þínum, það hlýt­ur að vera svaka­lega erfitt að vera gift­ur þér.

Þú ert rosa­leg gribba.

Þú ert svo ákveðin.

Þú ert svo stjórn­söm.

Mikið ertu vel gift.

Þegar ég skildi:

Það er svo gott að vera ein­hleyp í smá tíma og finna sig.

Hvað ætl­ar þú eig­in­lega að vera ein­hleyp lengi?

Hvers vegna get­ur þú ekki fundið þér kær­asta?

Hvers vegna geng­ur þú ekki út?

Er eitt­hvað að þér?

Þú verður að lækka stand­ar­dinn ann­ars geng­ur þú aldrei út!

Þú ert alltof kröfu­hörð.

Þú get­ur ekki ...

Þegar ég var of feit:

Ég skil ekki hvers vegna þú get­ur ekki grennt þig, þú ert svo klár og dug­leg.

Hvað ertu kom­in langt á leið?

Hvenær áttu að eiga?

Þú get­ur ekki mátað þessi stíg­vél, þau eru ekki til í nógu stórri stærð.

Nei þú mátt ekki máta þessi föt.

Við eig­um ekk­ert í þinni stærð.

Það er ekki sj­ens að þessi kjóll hafi verið gallaður, þú ert svaka­lega stór, þú hef­ur sprengt alla saum­ana.

Hvers vegna ferðu ekki í jóga, í zumba, í einkaþjálf­un, út að hlaupa.

HVERS VEGNA GER­IR ÞÚ EKKI EITT­HVAÐ?

Þegar ég grennt­ist:

Fáðu þér nú eina kökusneið, það drep­ur þig ekki.

Þú verður að fá þér smá súkkulaði, það er svo gott fyr­ir sál­ina.

Það drep­ur þig ekki að leyfa þér smá.

Mikið svaka­lega lif­ir þú leiðin­legu lífi.

Þegar ég byrjaði að æfa:

Er þetta ekki komið nóg?

Ætlaðu að hverfa?

Hvenær ætl­ar þú að slaka á?

Þú verður að passa að ofæfa ekki!

Þú verður að passa að of­gera þér ekki!

Ég þekkti mann sem æfði svaka­lega mikið, svo fór hann út að hjóla og dó (3 sem sögðu mér þessa sögu í sömu vik­unni)

Þú vakn­ar of snemma!

Þú ferð of seint að sofa!

Þú sef­ur of lítið!

Þú ert of man­ísk, of geðveik, þú ert of mikið!

Þegar ég æfi rang­ar íþrótt­ir:

Af­hverju ertu á göngu­skíðum? Alpa­skíði eru miklu skemmti­legri.

Hvers vegna ferðu ekki í zumba? Frá­bær hreyf­ing.

Af­hverju ferðu ekki í salsa?

Af­hverju get­ur þú ekki gert eitt­hvað annað en þú ert að gera?

Þegar ég vel að drekka ekki:

Fáðu þér nú eitt glas.

Þú veist ekki af hverju þú ert að missa

Þú verður að prófa.

Þú hef­ur ekki lifað nema fá þér rauðvín með nauta­steik­inni.

Sitja á sól­ar­strönd og sötra hvít­vín.

Þig skort­ir alla upp­lif­un.

Hvers vegna drekk­ur þú ekki, áttu við eitt­hvað vanda­mál að stríða?

Ertu alkó­hólisti?

Er áfengi vanda­mál í þínu lífi?

Æi, komm­on, ekki vera svona leiðin­leg.

Hvert á að troða óum­beðnum at­huga­semd­um?

Á mín­um grunn­skóla­ár­um á Dal­vík fór ég oft á skíði og fannst mjög gam­an. Einn dag­inn var ég að spjalla við vin minn og hann seg­ir.  „Það er al­veg ótrú­legt að sjá þig á skíðum“. Ég hélt í fá­visku minni að ég væri svona góð. Svo bætti hann við, „þú ert eins og belja á svelli, það er ekk­ert smá fyndið að sjá þig skíða“ og svo flissaði hann ógur­lega að eig­in fyndni. Ég gerði það sem flest­ar 14 ára stelp­ur með ekk­ert sjálfs­traust gera. Ég hætti að fara á skíði. Ég var kom­in á þrítugs­ald­ur þegar ég steig næst á skíði og lengi vel glumdi þetta í hausn­um á mér.  Þú ert eins og belja á svelli. Við erum flest með svona fólk í kring­um okk­ur. Fólkið sem vill svo vel. Fólkið sem bend­ir óum­beðið á gall­ana okk­ar og vek­ur jafn­vel at­hygli á göll­um sem við viss­um ekki að við hefðum. Góða fólkið. Samt er góða fólkið ekki verst. Yf­ir­leitt erum það við sjálf sem erum verst við okk­ur. Við erum okk­ar verstu gagn­rýn­end­ur og segj­um hluti við okk­ur sem við mynd­um aldrei segja við vini okk­ar og mynd­um aldrei um­bera að vin­ir okk­ar segðu við okk­ur.

Veistu, þú ert svaka­lega feit í þess­um galla. Ég myndi ekki fara í rækt­ina í þess­um föt­um. Það eiga all­ir eft­ir að horfa á rass­inn á þér í þess­um galla, hann er útum allt.  Það er best að ná af sér nokkr­um kíló­um og mæta svo. Hvað um það þó að ein­hver hugsi þetta eða jafn­vel segi það? Þetta er ekki þeirra líf, þetta er þitt líf.  Með því að selja sjálfri sér að gera ekki eitt­hvað þá eru að snuða framtíðarþig um betri lífs­gæði. 

Að burðast með skoðanir annarra er íþyngj­andi fyr­ir sál­ar­tetrið. Það er ólýs­an­legt frelsi að losa sig und­an þessu. Þetta er ekk­ert ósvipað og ætla að ganga upp Esj­una og vera búin að fylla bak­pok­ann af stein­um. Um leið og þú ferð að losa þig við steina fortíðar­inn­ar verður allt svo miklu létt­ara. Ekki gera skoðanir annarra að þínum. Þú átt bara eitt líf og þú átt að lifa því á þinn hátt, ekki eins og eitt­hvað annað fólk vill.

Það tók mig tæp 50 ár að átta mig á því að ég væri ekki vanda­málið. Ef ein­hverj­um lík­ar ekki við þig þá skipt­ir það engu máli. Þú held­ur bara þínu striki og hinn aðil­inn get­ur valið að láta þig fara í taug­arn­ar á sér.

Dag­ur­inn sem ég áttaði mig á því að skoðanir annarra skil­greina ekki hver ég er, var dag­ur­inn sem ég öðlaðist full­komið frelsi. Skoðanir annarra hafa ekki áhrif á mig leng­ur, enda hafa þær alltaf verið óum­beðnar. Fólk má hafa all­ar þær skoðanir sem það vill á mér og öðrum. Ég vel bara að láta þær ekki hafa áhrif á mig. Þetta er mitt líf og ég kýs að lifa því á minn hátt. Því meira sem ég breytt­ist því fleiri at­huga­semd­ir fékk ég. Gall­inn við að gera breyt­ing­ar er að þá sýn­ir þú öðrum að þetta sé hægt og það eru ekk­ert all­ir til­bún­ir að viður­kenna að vanda­málið ligg­ur hjá þeim. Lausn­in er því oft fólg­in í því að gagn­rýna og rífa niður ár­ang­ur annarra í staðinn fyr­ir að horf­ast í augu við að þú get­ur líka náð ár­angri ef þú vilt.

Góða fólkið má hunsa, það er rödd­in í hausn­um þínum sem er vanda­málið. Þú býrð með henni og það er erfiðara að hunsa hana. Hún get­ur verið mjög sann­fær­andi. Aðrir geta verið fífl. Það er erfiðara að segja, hættu þessi rugli, ég er fífl.

Hægt er að fylgj­ast með veg­ferð Ásdís­ar á In­sta­gram: 

 

 

mbl.is