Hvetur til sjálfsfróunar í samkomubanni

Leiðir til að lifa af | 25. apríl 2020

Hvetur til sjálfsfróunar í samkomubanni

Raunveruleikastjarnan Patti Stanger er með ráð undir rifi hverju fyrir þá sem fastir eru heima, hvort sem það er samkomubann, útgöngubann eða sjálfskipuð einangrun eða sóttkví. Stanger margrómaður ástarengill en hún framleiddi þættina The Millionaire Matchmaker þar sem hún hjálpaði milljónamæringum að komast í samband.

Hvetur til sjálfsfróunar í samkomubanni

Leiðir til að lifa af | 25. apríl 2020

Patti Stanger segir fólki að róa sig á stefnumótaforritum og …
Patti Stanger segir fólki að róa sig á stefnumótaforritum og stunda frekar líkamsrækt og sjálfsfróun. Thinkstockphotos

Raun­veru­leika­stjarn­an Patti Stan­ger er með ráð und­ir rifi hverju fyr­ir þá sem fast­ir eru heima, hvort sem það er sam­komu­bann, út­göngu­bann eða sjálf­skipuð ein­angr­un eða sótt­kví. Stan­ger mar­grómaður ástar­eng­ill en hún fram­leiddi þætt­ina The Milli­onaire Matchma­ker þar sem hún hjálpaði millj­óna­mær­ing­um að kom­ast í sam­band.

Raun­veru­leika­stjarn­an Patti Stan­ger er með ráð und­ir rifi hverju fyr­ir þá sem fast­ir eru heima, hvort sem það er sam­komu­bann, út­göngu­bann eða sjálf­skipuð ein­angr­un eða sótt­kví. Stan­ger mar­grómaður ástar­eng­ill en hún fram­leiddi þætt­ina The Milli­onaire Matchma­ker þar sem hún hjálpaði millj­óna­mær­ing­um að kom­ast í sam­band.

Í viðtali við TMZ seg­ir Stan­ger eðli­legt að spenna skap­ist á heim­il­inu milli para. Fyr­ir pör mæl­ir hún með að fólk taki sér reglu­lega frí frá hvort öðru og fari í annað her­bergi þegar rifr­ild­in blossa upp. 

Hún seg­ir einnig að það geti tekið á ein­hleypt fólk að geta ekki farið út á lífið í maka­leit. Marg­ir hafi farið offorsi á stefnu­mót­asíðum. Hún hvet­ur fólk til þess að virða regl­urn­ar og fara ekki á stefnu­mót á þess­um for­dæma­lausu tím­um. Í stað þess að fara offorsi á stefnu­móta­for­rit­um mæl­ir hún með því að fólk taki sér smá stund fyr­ir sig og stundi sjálfs­fró­un til þess að losa um spenn­una.

Það getur dregið úr stressi að stunda sjálfsfróun.
Það get­ur dregið úr stressi að stunda sjálfs­fró­un. Pex­els
mbl.is