Fengu 2,7 milljarða lán hjá spænskum banka

Samdráttur í sjávarútvegi | 28. apríl 2020

Fengu 2,7 milljarða lán hjá spænskum banka

Bráðabirgðatölur í drögum að uppgjöri Iceland Seafood International á fyrsta ársfjórðungi sýna að hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta hafi verið 2,6 milljónir evra, jafnvirði um 416 milljónum króna, sem er verulega lægri en á sama tímabili í fyrra þegar þessi hagnaður nam 3,5 milljónum evra, jafnvirði um 560 milljónum króna. Samdrátturinn milli ára nemur því 25,7%.

Fengu 2,7 milljarða lán hjá spænskum banka

Samdráttur í sjávarútvegi | 28. apríl 2020

Fyrirtækinu hefur tekist að tryggja 17 milljón evra, jafnvirði 2,7 …
Fyrirtækinu hefur tekist að tryggja 17 milljón evra, jafnvirði 2,7 milljarða króna, lánalínu frá spænskum banka fyrir starfsemina þar í landi. Ljósmynd/Iceland Seafood International

Bráðabirgðatölur í drögum að uppgjöri Iceland Seafood International á fyrsta ársfjórðungi sýna að hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta hafi verið 2,6 milljónir evra, jafnvirði um 416 milljónum króna, sem er verulega lægri en á sama tímabili í fyrra þegar þessi hagnaður nam 3,5 milljónum evra, jafnvirði um 560 milljónum króna. Samdrátturinn milli ára nemur því 25,7%.

Bráðabirgðatölur í drögum að uppgjöri Iceland Seafood International á fyrsta ársfjórðungi sýna að hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta hafi verið 2,6 milljónir evra, jafnvirði um 416 milljónum króna, sem er verulega lægri en á sama tímabili í fyrra þegar þessi hagnaður nam 3,5 milljónum evra, jafnvirði um 560 milljónum króna. Samdrátturinn milli ára nemur því 25,7%.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á vef fyrirtækisins í dag.

Þá segir að fyrirtækið sé nú í aðgerðum til þess að mæta stöðunni, en meðal þeirra aðgerða er að tryggja lausafjárstöðu allra eininga í samstarfi við banka á Íslandi og á Spáni. Þá hafi Iceland Seafood þegar tekist að tryggja langtímafjármögnun fyrir starfsemina á Spáni með 17 milljóna evra lánalínu, jafnvirði 2,7 milljarða íslenskra króna, frá spænskum banka. Einnig er unnið að því að tryggja frekari lán frá viðskiptabanka fyrirtækisins hér á landi.

Í takt við væntingar

Aðgerðir sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hafa haft neikvæð áhrif á sölu og afkomu Iceland Seafood og munu halda áfram að gera það næstu vikur og mánuði, að því er segir á vef fyrirtækisins. Þar er einnig tekið fram að neikvæðu afleiðingarnar eiga sérstaklega við um veitingageirann í Evrópu og að þetta sé í takt við þær væntingar sem gefnar voru út af hálfu Iceland Seafood 16. mars.

Hins vegar hefur sala til stórmarkaða haldist sterk og er talið að náist að halda þeirri stöðu.

mbl.is