Fengu 2,7 milljarða lán hjá spænskum banka

Samdráttur í sjávarútvegi | 28. apríl 2020

Fengu 2,7 milljarða lán hjá spænskum banka

Bráðabirgðatölur í drögum að uppgjöri Iceland Seafood International á fyrsta ársfjórðungi sýna að hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta hafi verið 2,6 milljónir evra, jafnvirði um 416 milljónum króna, sem er verulega lægri en á sama tímabili í fyrra þegar þessi hagnaður nam 3,5 milljónum evra, jafnvirði um 560 milljónum króna. Samdrátturinn milli ára nemur því 25,7%.

Fengu 2,7 milljarða lán hjá spænskum banka

Samdráttur í sjávarútvegi | 28. apríl 2020

Fyrirtækinu hefur tekist að tryggja 17 milljón evra, jafnvirði 2,7 …
Fyrirtækinu hefur tekist að tryggja 17 milljón evra, jafnvirði 2,7 milljarða króna, lánalínu frá spænskum banka fyrir starfsemina þar í landi. Ljósmynd/Iceland Seafood International

Bráðabirgðatöl­ur í drög­um að upp­gjöri Ice­land Sea­food In­ternati­onal á fyrsta árs­fjórðungi sýna að hagnaður af reglu­legri starf­semi fyr­ir skatta hafi verið 2,6 millj­ón­ir evra, jafn­v­irði um 416 millj­ón­um króna, sem er veru­lega lægri en á sama tíma­bili í fyrra þegar þessi hagnaður nam 3,5 millj­ón­um evra, jafn­v­irði um 560 millj­ón­um króna. Sam­drátt­ur­inn milli ára nem­ur því 25,7%.

Bráðabirgðatöl­ur í drög­um að upp­gjöri Ice­land Sea­food In­ternati­onal á fyrsta árs­fjórðungi sýna að hagnaður af reglu­legri starf­semi fyr­ir skatta hafi verið 2,6 millj­ón­ir evra, jafn­v­irði um 416 millj­ón­um króna, sem er veru­lega lægri en á sama tíma­bili í fyrra þegar þessi hagnaður nam 3,5 millj­ón­um evra, jafn­v­irði um 560 millj­ón­um króna. Sam­drátt­ur­inn milli ára nem­ur því 25,7%.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem birt var á vef fyr­ir­tæk­is­ins í dag.

Þá seg­ir að fyr­ir­tækið sé nú í aðgerðum til þess að mæta stöðunni, en meðal þeirra aðgerða er að tryggja lausa­fjár­stöðu allra ein­inga í sam­starfi við banka á Íslandi og á Spáni. Þá hafi Ice­land Sea­food þegar tek­ist að tryggja lang­tíma­fjár­mögn­un fyr­ir starf­sem­ina á Spáni með 17 millj­óna evra lánalínu, jafn­v­irði 2,7 millj­arða ís­lenskra króna, frá spænsk­um banka. Einnig er unnið að því að tryggja frek­ari lán frá viðskipta­banka fyr­ir­tæk­is­ins hér á landi.

Í takt við vænt­ing­ar

Aðgerðir sem gripið hef­ur verið til í þeim til­gangi að hefta út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar hafa haft nei­kvæð áhrif á sölu og af­komu Ice­land Sea­food og munu halda áfram að gera það næstu vik­ur og mánuði, að því er seg­ir á vef fyr­ir­tæk­is­ins. Þar er einnig tekið fram að nei­kvæðu af­leiðing­arn­ar eiga sér­stak­lega við um veit­inga­geir­ann í Evr­ópu og að þetta sé í takt við þær vænt­ing­ar sem gefn­ar voru út af hálfu Ice­land Sea­food 16. mars.

Hins veg­ar hef­ur sala til stór­markaða hald­ist sterk og er talið að ná­ist að halda þeirri stöðu.

mbl.is