„Ofboðslega erfiður tími fyrir marga“

Samfélagsmál | 2. maí 2020

„Ofboðslega erfiður tími fyrir marga“

Aukin harka og ofbeldi er í fíkniefnaheiminum og er það talið tengjast skorti á ákveðnum tegundum að sögn þeirra sem þekkja til. Meira er um frelsissviptingar, alvarlegt kynferðisofbeldi og annars konar ofbeldi. Aðgerðir á vegum Reykjavíkurborgar hafa skilað góðum árangri og enginn hefur sýkst af kórónuveirunni í neyðarskýlum.

„Ofboðslega erfiður tími fyrir marga“

Samfélagsmál | 2. maí 2020

AFP

Auk­in harka og of­beldi er í fíkni­efna­heim­in­um og er það talið tengj­ast skorti á ákveðnum teg­und­um að sögn þeirra sem þekkja til. Meira er um frels­is­svipt­ing­ar, al­var­legt kyn­ferðisof­beldi og ann­ars kon­ar of­beldi. Aðgerðir á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar hafa skilað góðum ár­angri og eng­inn hef­ur sýkst af kór­ónu­veirunni í neyðar­skýl­um.

Auk­in harka og of­beldi er í fíkni­efna­heim­in­um og er það talið tengj­ast skorti á ákveðnum teg­und­um að sögn þeirra sem þekkja til. Meira er um frels­is­svipt­ing­ar, al­var­legt kyn­ferðisof­beldi og ann­ars kon­ar of­beldi. Aðgerðir á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar hafa skilað góðum ár­angri og eng­inn hef­ur sýkst af kór­ónu­veirunni í neyðar­skýl­um.

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri talaði um þessa auknu hörku og of­beldi á blaðamanna­fundi al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra vegna kór­ónu­veirunn­ar ný­verið og sagði að lík­lega sé hægt að tengja aukn­ingu í of­beld­is­brot­um, vopnuðum rán­um og fleiru við kór­ónu­veiruna. 

Að sögn Sig­ríðar er inn­heimt­an orðin harka­legri í fíkni­efna­heim­in­um, mögu­lega vegna þess að það er erfiðara að fjár­magna neysl­una núna. 

Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá neyðarmóttöku kynferðisbrota á Landspítalanum.
Hrönn Stef­áns­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá neyðar­mót­töku kyn­ferðis­brota á Land­spít­al­an­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Svala Jó­hann­es­dótt­ir, verk­efn­a­stýra Frú Ragn­heiðar, tek­ur und­ir með Sig­ríði og það sama gera þær Hrönn Stef­áns­dótt­ir, verk­efna­stjóri neyðar­mót­töku Land­spít­al­ans fyr­ir þolend­ur kyn­ferðisof­beld­is og Hrafn­hild­ur Ólöf Ólafs­dótt­ir, geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur og deild­ar­stjóri hjá Þjón­ustumiðstöð Vest­ur­bæj­ar, Miðborg­ar og Hlíða. 

19 þolend­ur leitað á neyðar­mót­tök­una 

Hrönn seg­ir að þau til­felli sem að hafa komið á neyðar­mót­tök­una hafi verið í minna mæli tengd skemmtana­líf­inu frá því kór­ónufar­ald­ur­inn braust út. „Með sam­komu­bann­inu get­ur fólk ekki farið út að skemmta sér og erum við ekki að sjá eins mikið af til­fell­um tengt skemmtana­líf­inu miðað við síðustu ár en alls hafa 19 þolend­ur leitað á neyðar­mót­tök­una í mars- og apr­íl­mánuði,“ seg­ir Hrönn.

Þó nokk­ur til­felli þolenda kyn­ferðisof­beld­is sem eru í virkri vímu­efna­neyslu hafa leitað á neyðar­mót­tök­una síðustu vik­ur.  Bæði eru þetta kon­ur í of­beld­is­sam­bönd­um og einnig kon­ur sem verða fyr­ir of­beldi þegar þær eru í ótrygg­um aðstæðum eins og við að verða sér úti um vímu­efni.

AFP

„Síðustu þrjár vik­ur hafa marg­ir þolend­ur kyn­ferðisof­beld­is, sem til okk­ar hafa leitað, verið í virkri vímu­efna­neyslu. Það virðist vera mik­il harka núna meðal fólks sem er í neyslu og erfitt hjá mörg­um. Erfiðara er að verða sér úti um efni. Við eig­um ef­laust eft­ir að sjá af­leiðing­ar of­beld­is og langvar­andi van­líðunar í kjöl­far þessa far­ald­urs. Þótt ekki sé búið að taka sam­an töl­ur um kom­ur á bráðamót­tök­unni þá er það til­finn­ing mín og annarra sem að hér vinna að við séum að sjá núna fleiri ein­stak­linga með sjálfs­vígs­hugs­an­ir og and­lega van­líðan. Við sjá­um að þetta er ofboðslega erfiður tími fyr­ir marga,“ seg­ir Hrönn.

Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.
Svala Jó­hann­es­dótt­ir, verk­efn­a­stýra Frú Ragn­heiðar. mbl.is/​Val­g­arður Gísla­son

Svala seg­ir að þau hjá Frú Ragn­heiði heyri það hjá sín­um skjól­stæðing­um að það sé skort­ur á ákveðnum lyf­seðils­skyld­um lyfj­um á ólög­lega vímu­efna­markaðinum. Eins er minna um kókaín, það sé til en gæðin á efn­inu eru orðin mun lé­legri en áður en verðið það sama.

Mjög erfitt sé að fá verkjalyfið OxyCont­in og þeir sem ná að verða sér úti um það þurfa að greiða mikið fyr­ir það, um 60% hærra verð en vana­lega. Hóp­ur­inn sem er háður morfín­skyld­um lyfj­um er því meira að nota Contalg­in og Fent­anyl-plást­ur.

Svala seg­ir að þegar skort­ur mynd­ast á ólög­lega vímu­efna­markaðinum, þá er alltaf ákveðin hætta á að skaðlegri og hættu­legri vímu­efni og íblönd­un­ar efni komi inn á markaðinn. Við í Frú Ragn­heiði reyn­um að fylgj­ast vel með stöðunni á ólög­lega markaðinum og erum í nánu sam­starfi við okk­ar skjól­stæðinga varðandi það, einnig til að veita upp­lýs­inga­gjöf til að stuðla að ör­yggi og lág­marka ofskömmt­un­ar­hættu.

AFP

„Fólk fjár­magn­ar vímu­efna­vand­ann sinn á margs kon­ar hátt og oft er það gert á erfiðan og skaðleg­an hátt bæði fyr­ir ein­stak­ling­inn sjálf­an og allt sam­fé­lagið. Við sjá­um að það er meiri harka og of­beldi að eiga sér stað í dag en fyr­ir kór­ónu­veiruna og teng­ist það beint skorti og verðlagi á ólög­lega vímu­efna­markaðinum. Skjól­stæðing­ar okk­ar eru meira að verða fyr­ir frels­is­svipt­ing­um, al­var­legu kyn­ferðisof­beldi og ann­ars kon­ar of­beldi og það ýtir und­ir þung geðein­kenni eins og sjálfs­vígs­hugs­an­ir, áfallstreitu­ein­kenni og geðrof­s­ein­kenni. Á sama tíma eru færri inn­lagnarpláss í vímu­efnameðferðir og erfitt fyr­ir fólk að kom­ast í inn­lögn á geðdeild LSH,“ seg­ir Svala. 

„Við sjá­um það í frétt­um að lög­regl­an tal­ar um al­var­legri af­brot og fleiri vopnuð rán en á sama tíma í fyrra. Eins al­var­legri of­beld­is­brot en áður. Þeir lög­fræðing­ar sem við erum í sam­starfi við, sem eru lög­fræðing­ar okk­ar skjól­stæðinga, hafa einnig áhyggj­ur af þess­ari þróun og taka eft­ir meiri hörku og of­beldi.“

AFP

Náð að þétta sam­starfið

Svala bend­ir á að mót­vægið við þess­ari al­var­legu stöðu sé að sam­starf inn­an mála­flokks­ins, þeirra sem þjón­usta fólks sem glím­ir við vímu­efna­vanda og heim­il­is­leysi hafi auk­ist mikið, Svala nefn­ir þar neyðar­mót­tök­una, SÁÁ, Rót­ina og úrræðin hjá Reykja­vík­ur­borg eins og neyðar­skýl­in og VoR-teymið (vett­vangs- og ráðgjafat­eymi sem aðstoðar heim­il­is­lausa ein­stak­linga). „Það er al­gjör­lega frá­bært hvað við höf­um náð að þétta sam­starfið með því að mark­miði að þjón­usta okk­ar skjól­stæðinga bet­ur og setja fókus­inn á skaðam­innk­un,“ seg­ir Svala.

„Á sama tíma eru stjórn­völd ekki endi­lega til­bú­in til að leggja aukna áherslu á skaðam­innk­andi aðgerðir eins og í formi viðhalds- og skaðam­innk­andi meðferða og breyt­ing­ar á fíkni­efna­lög­gjöf­inni. Við verðum sem sam­fé­lag að koma á móts við þann hóp sem get­ur ekki og treyst­ir sér ekki til að hætta notk­un vímu­efna og fólk hef­ur góða og gilda ástæðu til þess. Við verðum að koma ró og jafn­vægi á líf þess­ara ein­stak­linga með skaðam­innk­andi lyfja- og viðhaldsmeðferðum með viðeig­andi stuðningi.

Ef boðið væri upp á fjöl­breytt­ari viðhaldsmeðferðir mynd­um við draga úr margþætt­um skaða og kostnaði í sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Svala og bæt­ir við að þetta sé ekki stór hóp­ur sem um ræðir en þessi hóp­ur eigi rétt á góðri og gagn­reyndri heil­brigðisþjón­ustu. 

Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar …
Hrafn­hild­ur Ólöf Ólafs­dótt­ir, geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur og deild­ar­stjóri hjá þjón­ustumiðstöð Vest­ur­bæj­ar, Miðborg­ar og Hlíða. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Grófasta of­beldið er sýni­legra

Hrafn­hild­ur Ólöf seg­ir að þau sem starfi með heim­il­is­laus­um í Reykja­vík hafi fundið fyr­ir því að það er meira of­beldi í gangi og um leið er grófasta of­beldið sýni­legra. Vel­ferðarsvið Reykja­vík­ur­borg­ar fór í marg­vís­leg­ar aðgerðir til að bæta hag heim­il­is­lausra á tím­um kór­ónu­veirunn­ar, meðal ann­ars með fjölg­un rýma og auk­inni þjón­ustu. Það hef­ur skilað góðum ár­angri og hef­ur ekk­ert smit komið upp hjá þess­um hópi.

Við fjölguðum pláss­um fyr­ir kon­ur og höf­um tvö­faldað gist­i­rými fyr­ir heim­il­is­laus­ar kon­ur. Við viss­um af þörf­inni og að þeir sem sinna nærþjón­ustu, svo sem vett­vangs- og ráðgjafat­eymi Reykja­vík­ur­borg­ar (VoR) og Frú Ragn­heiður, höfðu áhyggj­ur. Við erum með sól­ar­hringsþjón­ustu í Konu­koti en það mun breyt­ast í næstu viku þar sem nýt­ing­in und­an­farna daga gef­ur ekki til­efni til þess að hafa áfram opið um miðjan dag­inn, seg­ir Hrafn­hild­ur en teymið hef­ur farið eft­ir alþjóðleg­um leiðbein­ing­um sam­taka sem eru und­ir hatti Evr­ópu­sam­bands­ins. Þar kem­ur fram hvernig ætti að bregðast við vegna COVID-19 og hvað bæri að var­ast.

Konukot er rekið í samstarfi við Rauða krossinn.
Konu­kot er rekið í sam­starfi við Rauða kross­inn. mbl.is/​Sig­ur­geir Sig­urðsson

„Meðal ann­ars að bjóða upp á sól­ar­hring­sopn­un og flokka hverj­ir eru í áhættu­hópi og hverj­ir ekki. Við leggj­um áherslu á að þeir sem eru í áhættu­hópi fái meira rými og meiri vernd. Við erum svo hepp­in að hafa verið ný­bú­in að ráða ann­an hjúkr­un­ar­fræðing í VoR-teymið þannig að hægt var að keyra strax í upp­hafi á vett­vangs­hjúkr­un og hjúkr­un í neyðar­skýl­um,“ seg­ir Hrafn­hild­ur.

Að henn­ar sögn fengu þau tíma­bundið pólsk­an hjúkr­un­ar­fræðing til liðs við sig í gegn­um bakv­arðasveit­ina en vel­ferðarsvið hef­ur lagt aukna áherslu á fræðslu fyr­ir fólk sem er af er­lendu bergi brotið en skjól­stæðing­ar VoR og neyðar­skýla koma meðal ann­ars frá Póllandi og Lit­há­en.

„Við höf­um því getað verið með leiðbein­ing­ar á ýms­um tungu­mál­um og eins fræðslu þannig að fólk skilji út á hvað þetta geng­ur,“ seg­ir Hrafn­hild­ur.

Hún seg­ir allt starfs­fólk mjög meðvitað um að gæta fyllsta hrein­læt­is og meira hafi verið keypt af hrein­lætis­vör­um fyr­ir skjól­stæðinga og eins aukið við þrif.

Gistiskýlið við Lindargötu.
Gisti­skýlið við Lind­ar­götu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Nokkr­ir skjól­stæðing­ar hafa fengið að dvelja í Sótt­varna­hús­inu á Rauðar­ár­stíg á meðan þeir hafa beðið eft­ir niður­stöðu úr sýna­töku en það hef­ur eng­inn sýkst í neyðar­skýl­un­um. Fólk er búið að leggja gríðarlega miklu vinnu til að ná þess­um ár­angri en starfs­menn­irn­ir eru skil­greind­ir sem fram­lín­u­starfs­menn og hafa því haft gott aðgengi að lækna­vakt­inni og göngu­deild sótt­varna. Eins neyðar­hóps vel­ferðarsviðs sem var skipaður um vett­vangs­starf og neyðar­stjórn vel­ferðarsviðs. Þetta skipt­ir gríðarlega miklu máli og ger­ir það að verk­um að fólk upp­lif­ir sig ör­uggt,“ seg­ir Hrafn­hild­ur en meðal þess sem vel­ferðarsviðið hef­ur gert er að bjóða starfs­fólki í VoR-teym­inu og neyðar­skýl­un­um upp á hand­leiðslu sem skipt­ir miklu máli og hjálp­ar að henn­ar sögn. Hvort sem fólk nýt­ir það eða ekki þá veit­ir það starfs­mönn­um ör­yggi að vita að þessi leið er í boði.

Fosshótel Lind við Rauðarárstíg hefur verið tekið á leigu af …
Foss­hót­el Lind við Rauðar­ár­stíg hef­ur verið tekið á leigu af ís­lenska rík­inu og þar boðið upp á sótt­kví, ef á þarf að halda, fyr­ir þá sem ekki geta verið í sótt­kví ann­ars staðar. Ljós­mynd af hót­el­inu af Book­ing.com

Í dag rek­ur vel­ferðarsvið Reykja­vík­ur­borg­ar fjög­ur smá­hýsi á Grand­an­um sem eru í eigu Fé­lags­bú­staða. VoR teymið bætti við þjón­ustu við þá sem þar búa og einnig var íbú­um tryggð bætt sorp­hirða. í gisti­skýl­inu eru núna 7-9 karl­ar sem eru í áhættu­hóp þannig að það eru einn til tveir í her­bergi. Í neyðar­skýl­inu fyr­ir unga karl­menn hafa verið 15-20 manns. Strax í byrj­un apríl tók Reykja­vík­ur­borg hús­næði þar við hliðina á til leigu svo hægt var að fjölga pláss­um og taka á móti þess­um hóp án þess að draga úr sótt­vörn­um og stuðla áfram að ná­lægðar­tak­mörk­un sé virt. 

Hrafn­hild­ur seg­ir stemm­ing­una í neyðar­skýl­um aðra þar nú en var áður. Allt sé mjög ró­legt og oft­ast friðsam­legt og það hafi gerst um leið og allt áreiti og átroðning­ur fór um leið og gest­ir fengu meira per­sónu­legt rými. Ekki er leng­ur um ald­urs­blönd­un að ræða þannig að ein­ung­is eru núna lang­tímaheim­il­is­laus­ir með hjúkr­un­arþarf­ir í gisti­skýl­inu.

Markmið með úthlutun í smáhýsi er að veita öruggt húsnæði …
Mark­mið með út­hlut­un í smá­hýsi er að veita ör­uggt hús­næði þeim ein­stak­ling­um og pör­um sem erfiðlega hef­ur gengið að út­vega bú­setu­úr­ræði vegna áfeng­is- og/​eða vímu­efna­neyslu, annarra veik­inda eða sérþarfa.

„Með fjölg­un plássa til viðbót­ar við Konu­kot höf­um við getað tekið á móti þeim kon­um sem hafa verið að bæt­ast við hóp þeirra sem þurfa að leita til neyðar­skýla á far­sótt­ar­tím­um. Við höld­um áfram með viðbótarpláss­in þrátt fyr­ir að opn­un­ar­tím­inn fari í fyrra horf. Ef það kem­ur upp að ein­hver þarf á sól­ar­hringsþjón­ustu að halda verður viðkom­andi komið fyr­ir í und­anþáguplássi á okk­ar veg­um,“ seg­ir Hrafn­hild­ur.

„Við erum að bjóða upp á auka­rými fyr­ir kon­ur sem eru að koma úr mjög erfiðum aðstæðum. Bara það að þær fái sér her­bergi og sér baðher­bergisaðstöðu breyt­ir öllu. Finn­um varla fyr­ir þeim nema þá neyðina sem þær eru í. Með því að setja niður nýju smá­hús­in og fólk fær sitt heim­ili og er ná­lægt þjón­ustu breyt­ir öllu,“ seg­ir hún og bend­ir á að þetta sé allt annað en var þegar gáma­hýs­un­um var komið fyr­ir á Grand­an­um. Bæði sé önn­ur hug­mynda­fræði í gangi, búið að fjölga starfs­fólki og auk þess sé það þannig að ef fólki er sýnd virðing og boðið upp á snyrti­legt og gott hús­næði þá geng­ur fólk bet­ur um.

Á vef Reykja­vík­ur­borg­ar kem­ur fram að um er að ræða sjálf­stæða bú­setu heim­il­is­lausra sem bygg­ir á HF hug­mynda­fræðinni (Hús­næði fyrst/Hous­ing First). Hús­næði fyrst snýst um að allt fólk eigi rétt á hús­næði og geti haldið því með ein­stak­lings­bund­inni nærþjón­ustu und­ir for­merkj­um skaðam­innk­un­ar. 

Í aðgerðaráætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar er áætlað að meta þörf á bráðabirgðahús­næði (e. transiti­onal hous­ing) sem tek­ur sér­stak­lega mið af þörf­um heim­il­is­lausra kvenna. Það fel­ur m.a. í sér að meta þörf fyr­ir ný smá­hýsi og neyðar­skýli.

Hrafn­hild­ur seg­ir mik­il­vægt að nýju smá­hús­in verði samþykkt sem fyrst vegna þess fjölda heim­il­is­lausra kvenna sem þurftu að leita til neyðar­skýla. Að samþykkt verði að hús­in verði sett niður í hverf­um borg­ar­inn­ar ná­lægt þjón­ustu. „Nú vit­um við að þörf­in er til staðar og því gríðarlega mik­il­vægt að við þurf­um ekki að bíða mikið leng­ur eft­ir staðsetn­ing­um.“

Smá­hýs­in eru 25 m² að stærð. Mark­mið með út­hlut­un í smá­hýsi er að veita ör­uggt hús­næði þeim ein­stak­ling­um og pör­um sem erfiðlega hef­ur gengið að út­vega bú­setu­úr­ræði vegna áfeng­is- og/​eða vímu­efna­neyslu, annarra veik­inda eða sérþarfa. Íbúar þiggja stuðning í formi inn­lita og eft­ir­lits sem grund­vall­ast á dval­ar­samn­ingi með ákvæði um greiðslur vegna hús­næðis­ins. Íbúum smá­hýsa stend­ur til boða að gera ein­staklings­áætl­un um þjón­ustu VoR-teym­is og geta fengið inn­lit frá teym­inu alla virka daga. Þjón­usta við íbúa smá­hýs­anna er sinnt með dag­legu inn­liti af VoR-teymi vel­ferðarsviðs.

Ef húsnæði fyrst leiðin er tekin alla leið með ríkið …
Ef hús­næði fyrst leiðin er tek­in alla leið með ríkið í fram­sæt­inu mun það draga enn frek­ar úr inn­lögn­um á sjúkra­hús, notk­un á neyðar­at­hvörf­um, tíðni vímu­efnameðferða og tíðni fang­els­un­ar. mbl.is/​Golli

„Það er gríðarlega mik­il þörf á að ríkið taki virk­an þátt í nær­heil­brigðisþjón­ustu og vett­vangs­hjúkr­un. Ef það á að ná meiri ár­angri þarf að keyra á auk­inni heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir hóp­inn út frá þeirra þörf­um. Þá á ég ekki við göngu­deild­ar þjón­ustu eða tíma­bók­an­ir á heilsu­gæslu held­ur heil­brigðisþjón­ustu á vett­vangi.

Við höf­um til dæm­is ekki lækni í VoR-teym­inu og það ger­ir alla vinnu hjúkr­un­ar­fræðing­anna mjög krefj­andi og stund­um óger­lega. Við þurf­um til dæm­is að geta hafið viðhaldsmeðferð án afeitr­un­ar­inn­lagn­ar á Vogi eða Land­spít­ala. Einnig er vert að nefna að þar sem naloxon er lyf­seðils­skylt get­um við ekki keypt birgðir af því fyr­ir neyðar­skýl­in eða aðra starf­semi hjá okk­ur. Eina leiðin virðist vera að fá upp­áskrifað á kenni­tölu ein­stak­lings en það vita all­ir sem sinna nærþjón­ustu við þenn­an hóp að það fyr­ir­komu­lag geng­ur eng­an veg­inn upp. Gott aðgengi að nær­heil­brigðisþjón­ustu er eitt af grunnstoðum Hús­næði fyrst aðferðarfræðinn­ar fyr­ir heim­il­is­lausa með fjölþætt­an vanda og þá sér­stak­leg þá með flókn­asta vand­ann sem eru ein­mitt skjól­stæðing­ar VoR-teym­is­ins. Sums staðar er­lend­is er naloxoni dreift svipað og smokk­um. Fagaðilar inn­an þessa geira vita að á far­stótt­ar­tím­um er þörf­in fyr­ir þessu aukna aðgengi gríðarlega.

Ef hús­næði fyrst leiðin er tek­in alla leið með ríkið í fram­sæt­inu þá mun það draga enn frek­ar úr inn­lögn­um á sjúkra­hús, notk­un á neyðar­at­hvörf­um, tíðni vímu­efnameðferða og tíðni fang­els­un­ar. Það mun leiða til meiri lífs­gæða þjón­ustuþega og aðstand­enda og síðast en ekki síst mun það draga úr álagi á nærsam­fé­lag, stofn­an­ir rík­is og sveit­ar­fé­laga al­mennt. Stund­um hjálp­ar að tala um pen­inga til að setja hlut­ina í sam­hengi fyr­ir fólk og því vil ég nefna að heim­il­is­laus­ir ein­stak­ling­ar með fjölþætt­an vanda sem fá ekki viðeig­andi þjón­ustu geta kostað heil­brigðis­kerfið frá 3 upp í 7,5 millj­ón­ir á ári sam­kvæmt er­lend­um rann­sókn­um. Við vit­um af ein­stak­ling­um sem hafa fengið fleiri tugi reikn­inga fyr­ir sjúkra­bílaþjón­ustu. Bara þess­ari litlu breytu fylgja háar upp­hæðir,“ seg­ir Hrafn­hild­ur Ólöf Ólafs­dótt­ir, geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur og deild­ar­stjóri hjá Reykja­vík­ur­borg.

Aðgerðaráætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar 

mbl.is