10 förðunarráð fyrir þroskaða húð

Snyrtipenninn | 11. maí 2020

10 förðunarráð fyrir þroskaða húð

Með aldrinum breytist húð okkar og því er oft ágætt að endurskoða snyrtivörurnar sem maður notar og hvernig maður notar þær. Vissulega er það persónubundið í hvaða tilgangi fólk notar snyrtivörur og hjá sumum gilda einfaldlega engar reglur. Ef þú notar snyrtivörur í þeim tilgangi að hressa upp á andlitið eru hér 10 góð ráð sem förðunarfræðingar hafa gefið í gegnum tíðina. Fyrir okkur sem viljum nota snyrtivörur til að líta sem best út á öllum aldursskeiðum. 

10 förðunarráð fyrir þroskaða húð

Snyrtipenninn | 11. maí 2020

Bandaríska leikkonan Cameron Diaz notar yfirleitt léttan farða og náttúrulega …
Bandaríska leikkonan Cameron Diaz notar yfirleitt léttan farða og náttúrulega litatóna. AFP/Dimitrios Kambouris

Með aldr­in­um breyt­ist húð okk­ar og því er oft ágætt að end­ur­skoða snyrti­vör­urn­ar sem maður not­ar og hvernig maður not­ar þær. Vissu­lega er það per­sónu­bundið í hvaða til­gangi fólk not­ar snyrti­vör­ur og hjá sum­um gilda ein­fald­lega eng­ar regl­ur. Ef þú not­ar snyrti­vör­ur í þeim til­gangi að hressa upp á and­litið eru hér 10 góð ráð sem förðun­ar­fræðing­ar hafa gefið í gegn­um tíðina. Fyr­ir okk­ur sem vilj­um nota snyrti­vör­ur til að líta sem best út á öll­um ald­urs­skeiðum. 

Með aldr­in­um breyt­ist húð okk­ar og því er oft ágætt að end­ur­skoða snyrti­vör­urn­ar sem maður not­ar og hvernig maður not­ar þær. Vissu­lega er það per­sónu­bundið í hvaða til­gangi fólk not­ar snyrti­vör­ur og hjá sum­um gilda ein­fald­lega eng­ar regl­ur. Ef þú not­ar snyrti­vör­ur í þeim til­gangi að hressa upp á and­litið eru hér 10 góð ráð sem förðun­ar­fræðing­ar hafa gefið í gegn­um tíðina. Fyr­ir okk­ur sem vilj­um nota snyrti­vör­ur til að líta sem best út á öll­um ald­urs­skeiðum. 

1. Nær­andi og raka­gef­andi krem minnka fín­ar lín­ur

Fín­ar lín­ur á húðinni kunna að vera vegna vannærðrar húðar, sem ein­fald­lega vant­ar raka. Byrjaðu á því að bera nær­ing­ar­ríkt og raka­gef­andi and­lit­skrem og/​eða -ser­um á húðina til að fá jafn­ari og heil­brigða ásýnd. Þyrst og vannærð húð drekk­ur einnig í sig allt það sem sett er ofan á hana, til dæm­is farða, svo förðunin end­ist skem­ur ef þú und­ir­býrð húðina ekki nægi­lega vel. 

Prófaðu Super Aqua Em­ulsi­on frá Gu­erlain. Glæ­ný formúl­an býr yfir nýrri tækni sem hjálp­ar að auka raka í húðinni og veit­ir langvar­andi ár­ang­ur. Aquacomp­l­ex Advanced-tækn­in eyk­ur vökv­aflæði til húðar­inn­ar og veit­ir vörn gegn rakatapi. Aqua­Biotic-kerfið eyk­ur styrk húðar­inn­ar en formúl­an vinn­ur einnig gegn öll­um fyrstu öldrun­ar­merkj­um húðar­inn­ar. Í klín­ískri rann­sókn jókst raka­stig húðar­inn­ar um 58% sól­ar­hring eft­ir ásetn­ingu og yf­ir­borð húðar­inn­ar varð sterk­ara. Ljómi húðar­inn­ar jókst um 29%.

Þessi tækni­lega og raka­gef­andi formúla kem­ur í þrem­ur mis­mun­andi áferðum: Lig­ht er létt og gelkennd,  Uni­versal er flau­els­mjúk og Rich er krem­kennd og nær­andi. 

Guerlain Super Aqua Emulsion Pre & Pro-Aging Hydration, 18.599 kr.
Gu­erlain Super Aqua Em­ulsi­on Pre & Pro-Ag­ing Hydrati­on, 18.599 kr.

2. Kremaðar og fljót­andi formúl­ur gera meira fyr­ir húðina

Með því að nota kremaðar og fljót­andi formúl­ur fær húðin mýkri og nátt­úru­legri ásýnd frek­ar en ef þú berð púður á hana. Púður get­ur einnig sest í lín­ur og stór­ar svita­hol­ur á húðinni og aukið ásýnd þeirra. 

Prófaðu Col­or Haze Multi-Use Pig­ment frá ILIA. Þetta er nátt­úru­leg formúla sem nota má á bæði kinn­ar, var­ir og augu. Formúl­an veit­ir matta ásýnd og er án allra óæski­legra auka­efna. 

ILIA Color Haze Multi-Use Pigment, 4.990 kr. (Verslunin Nola)
ILIA Col­or Haze Multi-Use Pig­ment, 4.990 kr. (Versl­un­in Nola)

3. Litað dag­krem eða létt­ur farði gera þig frísk­legri

Þung­ur og fullþekj­andi farði get­ur haft öfug áhrif þegar húðin býr yfir óreglu­legri áferð. Þess í stað skaltu kynna þér létt­an farða eða litað dag­krem til að virka frísk­legri. Byrjaðu á miðju and­lits­ins, þar þarf yf­ir­leitt mestu þekj­una vegna roða og litam­is­fellna, og láttu farðann dofna út á ytri hluta and­lits­ins.

Prófaðu In­tensi­ve Skin Ser­um Foundati­on SPF 40 frá Bobbi Brown. Þessi nýi farði jafn­ar húðlit­inn auk þess sem formúl­an býr yfir öfl­ug­um húðbæt­andi áhrif­um. Acti­ve Skin Energ­iz­ing Comp­l­ex sér til þess að end­ur­hlaða húðina nær­ingu og veit­ir farðinn húðinni nátt­úru­lega, ljóm­andi ásýnd. Argirel­ine-peptíð og breiðvirk sól­ar­vörn vernd­ar húðina fyr­ir slæm­um áhrif­um meng­un­ar, viðheld­ur kolla­genforða húðar­inn­ar og hæg­ir á öldrun­ar­merkj­um henn­ar. 

Bobbi Brown Intensive Skin Serum Foundation SPF 40, 10.998 kr.
Bobbi Brown In­tensi­ve Skin Ser­um Foundati­on SPF 40, 10.998 kr.

4. Ljós augnskuggi birt­ir yfir augnsvæðinu 

Með aldri þynn­ist húðin og á augn­lok­un­um fer húðlit­ur­inn að verða ójafn­ari. Notaðu ljós­an augnskugga til að jafna út svæðið og ef þú vilt móta augn­um­gjörðina frek­ar er til­valið að nota nátt­úru­lega litatóna til þess. Til að skyggja aug­un get­urðu prófað að blanda dekkri augnskugga ör­lítið fyr­ir ofan glóbus-lín­una til að skapa lyft­andi ásýnd.

Prófaðu Eye Colour Palette frá Sensai. Fjór­ar lita­sam­setn­ing­ar eru í boði og inni­held­ur hver augnskuggapall­etta fjóra litatóna. Byrjaðu á að bera ljós­asta lit­inn yfir allt augn­lokið og notaðu hina lit­ina til að skerpa augn­um­gjörðina.

Sensai Eye Colour Palette, 8.999 kr.
Sensai Eye Colour Palette, 8.999 kr.

5. End­ur­hugsaðu augn­línufarðann

Þegar húðin var renni­slétt gat maður dregið augn­línufarðann hvert sem mann langaði. Með aldri slakn­ar á húðinni og augn­fell­ing­in kann að leggj­ast yfir augn­línufarðann. Það í raun skap­ar skugga í fín­um lín­um og hrukk­um og ger­ir þær meira áber­andi. Eitt frá­bært förðun­ar­ráð er að nudda augn­blý­anti inn á milli augn­hár­anna og/​eða inn á vatns­línu efra augn­loks­ins. Þannig skerp­irðu augn­um­gjörðina án þess að taka pláss ofan á augn­lok­inu eða ýkja fín­ar lín­ur í kring­um aug­un. Það er einnig til­valið að prófa sig áfram með brúna tóna í stað svartra en svart­ir litatón­ar við aug­un kunna að ýta und­ir þreytu­merki. 

Prófaðu 24/​7 Gli­de-On Eye Pencil frá Ur­ban Decay. Þessi langvar­andi formúla kem­ur í fjöl­mörg­um lit­um, silkimjúk og þar af leiðandi auðveld í notk­un. 

Urban Decay 24/7 Glide-On Eye Pencil, 3.299 kr.
Ur­ban Decay 24/​7 Gli­de-On Eye Pencil, 3.299 kr.

6. Of dökk­ar og skarp­ar auga­brún­ir heyra sög­unni til

Sum­um finnst freist­andi að lita auga­brún­irn­ar kol­svart­ar, svo lit­ur­inn end­ist leng­ur, og láta móta þær svo hressi­lega að það er engu lík­ara en þær hafi verið teiknaðar á. Öll svona áber­andi skerpa ýtir und­ir fín­ar lín­ur á til­teknu svæði. Góð regla er að miða lit auga­brún­anna við þinn nátt­úru­lega hár­lit og fara ekki meira en ein­um eða tveim­ur litatón­um frá hon­um. 

Prófaðu Brow Define Pencil frá Lancôme. Örmjór blý­ant­ur­inn er full­kom­inn til að þétta auga­brún­irn­ar, teikna ný hár og í boði eru nátt­úru­leg­ir litatón­ar. Formúl­an er þar að auki vatns­held. 

Lancôme Brow Define Pencil, 3.921 kr.
Lancôme Brow Define Pencil, 3.921 kr.

7. Varalita­blý­ant­ur mót­ar og held­ur varalitn­um á sín­um stað

Með tíð og tíma verða var­irn­ar stund­um minni ásýnd­ar og meira um lín­ur í kring­um þær. Gloss og varalit­ir, sem eru of sleip­ir í sér, renna gjarn­an af vör­un­um og út í þess­ar lín­ur. Til að stöðva það er gott ráð að byrja á því að móta var­irn­ar með varalita­blý­anti. Vax­kennd formúl­an stöðvar blæðingu varalitar­ins og þú get­ur mótað var­irn­ar bet­ur. 

Prófaðu Le Crayon Lévr­es frá Chanel. Nýju varalita­blý­ant­arn­ir frá Chanel eru mjög langvar­andi, mjúk­ir og koma í mjög fal­leg­um litatón­um. 

Chanel Le Crayon Lévres Longwear Lip Pencil, 4.399 kr.
Chanel Le Crayon Lévr­es Longwe­ar Lip Pencil, 4.399 kr.

8. Bjart­ur varalit­ur lífg­ar þig við

Eitt fljót­leg­asta förðun­ar­ráðið til að fá líf­legri ásýnd er ein­fald­lega að bera á sig bjart­an varalit. Bæði kall­ar það oft fram augn­lit­inn og húðlit­inn.

Prófaðu Love Me Lip­stick frá MAC. Formúl­an veit­ir ákafan lit en nær­ir var­irn­ar all­an dag­inn með inni­halds­efn­um á borð við arg­an-olíu. 

MAC Love Me Lipstick í litnum My Little Secret, 3.990 …
MAC Love Me Lip­stick í litn­um My Little Secret, 3.990 kr.

9. Kinna­lit­ur­inn sett­ur hærra

Hver man ekki eft­ir förðun­ar­ráðinu að brosa og bera kinna­lit­inn á epli kinn­anna? En þegar þú hætt­ir að brosa virðast epli kinn­anna falla niður and­litið. Ekki brosa og finna þannig út miðpunkt kinn­anna, því um leið og þú hætt­ir að brosa fell­ur hann niður. Miðaðu frek­ar við lín­una út frá kinn­bein­un­um því hún er ávallt á sama stað. 

Prófaðu Glow 2 Go frá Cl­ar­ins. Þessi kremuðu kinna­lit­astifti eru tví­skipt þar sem kinna­lit­ur er öðrum meg­in og ljómi/​bronser hinum meg­in. Hent­ugt í veskið og fljót­legt í notk­un. 

Clarins Glow 2 Go, 5.999 kr.
Cl­ar­ins Glow 2 Go, 5.999 kr.

10. Auk­in hlýja í and­litið

Sólar­púður er frá­bært til að hressa upp á and­litið og fá sól­kysst út­lit. Það mót­ar einnig and­litið á nátt­úru­leg­an hátt. 

Prófaðu Powder Bronzer frá An­astasia Bever­ly Hills. Í boði eru sex litatón­ar sem þú vel­ur eft­ir und­ir­tón húðar þinn­ar. Púðuragn­irn­ar eru svo fín­malaðar að áferðin verður nán­ast krem­kennd og virk­ar full­kom­lega nátt­úru­leg á húðinni. 

Anastasia Beverly Hills Powder Bronzer, 5.990 kr. (Verslunin Nola)
An­astasia Bever­ly Hills Powder Bronzer, 5.990 kr. (Versl­un­in Nola)
mbl.is