48 tímar á Snæfellsnesi

Ferðumst innanlands | 15. maí 2020

48 tímar á Snæfellsnesi

Snæfellsnesið er frábær áfangastaður fyrir þá sem langar að skoða meira af Íslandi og fullkomið að taka heila helgi í að skoða sig um. Á Snæfellsnesi eru mörg falleg sjávarþorp og margt fallegt að skoða.

48 tímar á Snæfellsnesi

Ferðumst innanlands | 15. maí 2020

Stykkishólmur hefur löngum þótt hafa danskt yfirbragð.
Stykkishólmur hefur löngum þótt hafa danskt yfirbragð. mbl.is/Ómar Óskarsson

Snæ­fellsnesið er frá­bær áfangastaður fyr­ir þá sem lang­ar að skoða meira af Íslandi og full­komið að taka heila helgi í að skoða sig um. Á Snæ­fellsnesi eru mörg fal­leg sjáv­arþorp og margt fal­legt að skoða.

Snæ­fellsnesið er frá­bær áfangastaður fyr­ir þá sem lang­ar að skoða meira af Íslandi og full­komið að taka heila helgi í að skoða sig um. Á Snæ­fellsnesi eru mörg fal­leg sjáv­arþorp og margt fal­legt að skoða.

Í Þjóðgarðinum Snæ­fells­jökli er margt fal­legt að sjá og einnig á Arn­arstapa. Bæði á norður- og suður­hluta Snæ­fells­ness­ins er eitt­hvað fal­legt að sjá og mæl­um við ein­dregið með því að keyra hring­inn og stoppa reglu­lega til að skoða sig um. 

Að gera

Vatns­hell­ir

Vatns­hell­ir í Þjóðgarðinum Snæ­fells­jökli er ein­stök upp­lif­un. Hell­ir­inn sjálf­ur myndaðist fyr­ir um 8 þúsund árum. Hægt er að fara í 45 mín­útna ferð um hell­inn með Summit Gui­des

Vatnshellir.
Vatns­hell­ir. mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Sjó­sund í Skarðsvík á Önd­verðarnesi

Það er fátt meira hress­andi á löngu ferðalagi en að skella sér til sunds í sjón­um. Í Skarðsvík á Önd­verðarnesi er til­valið að fækka föt­um og stinga sér smá­stund í sjó­inn. 

Í Skarðsvík.
Í Skarðsvík. Al­fons Finns­son

Fjöru­húsið Helln­um

Helln­ar er ein­stak­ur staður til að heim­sækja. Niðri í fjöru­kambi á Helln­um má finna kaffi­hús sem nefn­ist Fjöru­húsið og reist var í kring­um 1930 og notað sem veiðarfæra­geymsla. Upp úr 1997 datt þeim hjón­un­um Kristjáni Gunn­laugs­syni og konu hans Sig­ríði Ein­ars­dótt­ir hins veg­ar í hug að sniðugt væri að opna kaffi­hús í þess­ari gömlu veiðarfæra­geymslu, og hrintu hug­dett­unni í fram­kvæmd. 

Fjöruhúsið Hellnum.
Fjöru­húsið Helln­um. mbl.is/​Al­fons Finns­son

Að skoða

Eld­fjalla­safnið í Stykk­is­hólmi

Eld­fjalla­safnið í Stykk­is­hólmi opnaði form­lega á hvíta­sunnu, 31. maí 2009, með kynn­ing­ar­sýn­ingu byggða á safni Har­ald­ar Sig­urðsson­ar eld­fjalla­fræðings. Har­ald­ur Sig­urðsson starfaði sem pró­fess­or í eld­fjalla­fræði og haffræði í Banda­ríkj­un­um en er nú flutt­ur til Íslands eft­ir um 40 ára starf er­lend­is. Á ferðum sín­um um heim­inn og í störf­um sín­um hef­ur Har­ald­ur komið sér upp miklu safni af efni, ým­iss kon­ar lista­verk­um, rann­sókn­ar­efni og bók­um sem snerta eld­gos og eld­virkni víðs veg­ar um heim­inn. Har­ald­ur hef­ur nú lagt safn sitt fram sem kjarna til að stofna Eld­fjalla­safn í Stykk­is­hólmi.

Elfjallasafnið í Stykkishólmi.
El­fjalla­safnið í Stykk­is­hólmi. Ljós­mynd/​Face­book

Þjóðgarður­inn Snæ­fells­jök­ull

Heill­andi nátt­úra og merk­ar sögu­leg­ar minj­ar urðu til þess að Þjóðgarður­inn Snæ­fells­jök­ull var stofnaður 28. júní 2001. Mark­miðið er að auðvelda fólki að ferðast um svæðið og kynn­ast því. Hann er fyrsti þjóðgarður á Íslandi sem nær í sjó fram. Hægt er að fara í skipu­lagða göngu um þjóðgarðinn nokkr­um sinn­um í viku.

Mat­ur & drykk­ur

Veit­ingastaður­inn Sker í Ólafs­vík

Sker er skemmti­leg­ur staður við höfn­ina í Ólafs­vík þar sem hægt er að fá bæði ham­borg­ara og pizz­ur og ým­is­legt góðgæti. 

Ískof­inn í Stykk­is­hólmi

Ískof­inn í Stykk­is­hólmi stend­ur við höfn­ina í Stykk­is­hólmi. Þar er hægt að fá alls kyns ís og njóta um leið hafn­ar­lífs­ins í Hólm­in­um.

Sjáv­ar­pakk­húsið í Stykk­is­hólmi

Sjáv­ar­pakk­húsið í Stykk­is­hólmi er nota­leg­ur veit­ingastaður sem býður upp á fyrsta flokks mat. Ef þið viljið gera vel við ykk­ur ættuð þið að kíkja á Sjáv­ar­pakk­húsið. 

Kaffi 59 í Grund­arf­irði

Kaffi 59 er fjöl­skyldu­rek­inn veit­ingastaður í Grund­arf­irði. Þar er boðið upp á há­deg­istil­boð á hag­stæðu verði og mat­seðil sem ætti að henta allri fjöl­skyld­unni. 

Gist­ing

Hót­el Búðir

Hót­el Búðir eru á sunn­an­verðu Snæ­fellsnes­inu og til­vali að gista fyrri nótt­ina þar. Frá­bært út­sýni er frá hót­el­inu en það sjálft er líka gull­fal­legt. 

Hótel Búðir.
Hót­el Búðir. Brynj­ar Gauti

Hót­el Eg­il­sen í Stykk­is­hólmi

Hót­el Eg­il­sen er ein­stak­lega fal­legt hús við höfn­ina í Stykk­is­hólmi. Húsið er mikið end­ur­gert en það var byggt á 19. öld. 

Kirkjufell í Grundarfirði.
Kirkju­fell í Grund­arf­irði. Rax / Ragn­ar Ax­els­son
mbl.is