48 tímar á Siglufirði

Ferðumst innanlands | 22. maí 2020

48 tímar á Siglufirði

Siglufjörður er fallegur bær á Norðvesturlandi. Bærinn er vinsæll áfangastaður ferðamanna og þá sérstaklega á sumrin. Síldarminjasafnið á Siglufirði er án efa perla bæjarins en þar má fræðast um hið margrómaða síldarævintýri á Siglufirði. 

48 tímar á Siglufirði

Ferðumst innanlands | 22. maí 2020

Siglufjörður.
Siglufjörður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Siglu­fjörður er fal­leg­ur bær á Norðvest­ur­landi. Bær­inn er vin­sæll áfangastaður ferðamanna og þá sér­stak­lega á sumr­in. Síld­ar­minja­safnið á Sigluf­irði er án efa perla bæj­ar­ins en þar má fræðast um hið mar­grómaða síld­ar­æv­in­týri á Sigluf­irði. 

Siglu­fjörður er fal­leg­ur bær á Norðvest­ur­landi. Bær­inn er vin­sæll áfangastaður ferðamanna og þá sér­stak­lega á sumr­in. Síld­ar­minja­safnið á Sigluf­irði er án efa perla bæj­ar­ins en þar má fræðast um hið mar­grómaða síld­ar­æv­in­týri á Sigluf­irði. 

Miðbær­inn á Sigluf­irði er ein­stak­lega fal­leg­ur og hef­ur verið gerður fal­lega upp á síðustu árum. Sigló Hót­el stend­ur við smá­báta­höfn­ina og set­ur svip á bæ­inn.  

Siglu­fjörður er í um fimm klukku­stunda akst­urs­fjar­lægð frá höfuðborg­ar­svæðinu.

Að gera

Göngu­ferð um Siglu­nes

Siglu­nes er nyrsta táin á milli Siglu­fjarðar og Héðins­fjarðar. Eg­ill Helga­son fór vel yfir sögu Siglu­ness í þátt­um sín­um um Siglu­fjörð sem voru á dag­skrá RÚV hér fyrr í vet­ur. Á Siglu­nesi stóð bær­inn Siglu­nes en hann hef­ur verið í eyði frá 1988.

Ganga upp í Hvann­eyr­ar­skál

Hvann­eyr­ar­skál skil­ur að Hvann­eyr­ar­hnjúk í norðri og Hafn­ar­hyrnu í suðri en botn skál­ar­inn­ar er í um 200 metra hæð. Gang­an er sex kíló­metra löng og í meðallagi erfið. Úr skál­inni er frá­bært út­sýni yfir fjörðinn og bæ­inn.

Marg­ar göngu­leiðir eru um Siglu­fjörð og á Trölla­skaga. Hægt er að nálg­ast kort af göngu­leiðum á Bóka­safni Fjalla­byggðar á Gránu­götu 24 á Sigluf­irði auk þess sem ra­f­ræn kort er að finna í Wapp. 

Að skoða

Síld­ar­minja­safn Íslands

Síld­ar­minja­safnið á Sigluf­irði er án efa eitt helsta aðdrátt­ar­aflið á Sigluf­irði. Safnið er eitt það stærsta á Íslandi og í þrem­ur hús­um. Það er vel þess virði að taka sér góðan tíma til að skoða það og fræðast um síld­arár­in á Sigluf­irði. 

Síldarminjasafnið á Siglufirði á góðum sumardegi.
Síld­ar­minja­safnið á Sigluf­irði á góðum sum­ar­degi. mbl.is/​Sig­urður Ægis­son

Þjóðlaga­setrið 

Þjóðlaga­setrið á Sigluf­irði er til húsa í einu elsta húsi Siglu­fjarðar. Í því eru  ís­lensk þjóðlög kynnt á aðgengi­leg­an og skemmti­leg­an hátt. Þar er boðið upp á mynd­bönd af fólki á öll­um aldri sem syng­ur, kveður eða leik­ur á hljóðfæri. Sagt er frá þjóðlaga­söfn­un séra Bjarna Þor­steins­son­ar (1861-1938), greint frá heim­ild­ar­mönn­um hans og mörg­um þeim sem aðstoðuðu hann við söfn­un­ina víða um land.

Sumarkvöld á Siglufirði.
Su­mar­kvöld á Sigluf­irði. Ljós­mynd/Þ​jóðlaga­setrið

Mat­ur & drykk­ur

Fríða súkkulaðikaffi­hús

Súkkulaðikaffi­hús Fríðu er hið full­komna falda kaffi­hús. Þar er hægt að gæða sér á dýr­ind­is góðum kaffi­drykkj­um og fá sér hand­gert súkkulaði frá Fríðu með.

Hót­el Siglu­nes

Á Hót­el Siglu­nesi er að finna einn besta veit­ingastað norðan heiða. Mar­okkóski kokk­ur­inn Ja­ouad Hbib töfr­ar þar fram mar­okkósk­an mat úr ís­lensku hrá­efni. Hægt er að fylgj­ast með mat­seðlin­um á face­booksíðu veit­ingastaðar­ins. 

Seg­ull 67

Seg­ull 67 er lítið brugg­hús á Sigluf­irði. Hægt er að bóka skoðun­ar­ferð um brugg­húsið inni á vef þeirra www.seg­ull67.is.

Segull 67.
Seg­ull 67. Ljós­mynd/​Face­book

Gist­ing

Sigló Hót­el

Sigló Hót­el stend­ur við höfn­ina í Sigluf­irði. Hót­elið opnaði dyr sín­ar árið 2015 og hef­ur síðan verið vin­sæll áfangastaður ferðamanna.

Sigló Hótel nýtur sín mjög vel við smábátahöfnina á Siglufirði …
Sigló Hót­el nýt­ur sín mjög vel við smá­báta­höfn­ina á Sigluf­irði og set­ur svip sinn á um­hverfið. mbl.is//​Sig­urður Ægis­son

The Herr­ing Hou­se

The Herr­ing Hou­se er lítið og fal­legt gisti­hús í Sigluf­irði. Húsið stend­ur rétt hjá kirkj­unni og tek­ur aðeins tvær mín­út­ur að ganga niður í miðbæ­inn.

The Herring House.
The Herr­ing Hou­se. Ljós­mynd/​Face­book
mbl.is