Svefnregla hefur áhrif á holdafar

Samfélagsmál | 1. júní 2020

Svefnregla hefur áhrif á holdafar

Aðeins 11 prósent 15 ára ungmenna ná átta klukkustunda viðmiðunarsvefni á virkum dögum og óregla í svefnlengd tengist hærri fituprósentu og hærra hlutfalli kviðfitu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í doktorsverkefni Vöku Rögnvaldsdóttur sem varði doktorsritgerð sína nýverið við menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Svefnregla hefur áhrif á holdafar

Samfélagsmál | 1. júní 2020

Vaka Rögnvaldsdóttir rannsakaði svefn og hreyfingu fimmtán ára ungmenna.
Vaka Rögnvaldsdóttir rannsakaði svefn og hreyfingu fimmtán ára ungmenna. HÍ/Kristinn Ingvarsson

Aðeins 11 pró­sent 15 ára ung­menna ná átta klukku­stunda viðmiðun­ar­svefni á virk­um dög­um og óregla í svefn­lengd teng­ist hærri fitu­pró­sentu og hærra hlut­falli kviðfitu. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í doktor­s­verk­efni Vöku Rögn­valds­dótt­ur sem varði doktors­rit­gerð sína ný­verið við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands.

Aðeins 11 pró­sent 15 ára ung­menna ná átta klukku­stunda viðmiðun­ar­svefni á virk­um dög­um og óregla í svefn­lengd teng­ist hærri fitu­pró­sentu og hærra hlut­falli kviðfitu. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í doktor­s­verk­efni Vöku Rögn­valds­dótt­ur sem varði doktors­rit­gerð sína ný­verið við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands.

Fæst­ir náðu að upp­fylla ráðlegg­ing­ar um 8-10 klukku­stunda næt­ur­svefn þegar svefn var mæld­ur með hröðun­ar­mæl­um en fylgst hef­ur verið með hópn­um sem tók þátt í mæl­ingu Vöku frá sjö ára aldri. Við rann­sókn­ina voru notaðir hreyfi­mæl­ar, sem nota svipaða mæli­tækni og al­menn not­enda­væn hreyfiúr sem eru á markaði í dag, en þegar rann­sókn­in var gerð árið 2015 var í fyrsta skipti verið að mæla svefn á stór­um hópi en hingað til hafa svefn­rann­sókn­ir verið byggðar á svör­um í spurn­ingalist­um eða svefn­skrán­ing­um seg­ir Vaka.

Fylgst með all­an sól­ar­hring­inn

Anna Sigríður Ólafsdóttir, Vaka Rögnvaldsdóttir, Kolbrún Þ. Pálsdóttir Erlingur Jóhannsson, …
Anna Sig­ríður Ólafs­dótt­ir, Vaka Rögn­valds­dótt­ir, Kol­brún Þ. Páls­dótt­ir Erl­ing­ur Jó­hanns­son, Erna Sif Arn­ar­dótt­ir Atli Harðar­son og Sig­ríður Lára Guðmunds­dótt­ir. HÍ/​Krist­inn Ingvars­son

„Við vor­um í raun og veru með mæli­tækið á krökk­un­um all­an sól­ar­hring­inn og fyr­ir okk­ur sem höf­um aðallega verið að skoða tengsl hreyf­ing­ar og frammistöðu er mjög áhuga­vert að geta bætt svefn­in­um við heilsu­fars­rann­sókn­ir sem þess­ar,“ seg­ir Vaka.

Rann­sókn Vöku kem­ur í fram­haldi af rann­sókn sem nefn­ist „Heilsu­hegðun ungra Íslend­inga“ og er fram­hald á rann­sókn­inni „Lífs­stíll 7 og 9 ára ís­lenskra barna – íhlut­unar­rann­sókn til bættr­ar heilsu“ sem fram fór á ár­un­um 2006 til 2008. Alls hafa því um 500 nem­end­ur, sem fædd­ir eru árið 1999, tekið þátt í rann­sókn­un­um tveim­ur. Þar hafa lang­tíma­breyt­ing­ar á holdafari, hreyf­ingu, svefni, þreki, and­leg­um þátt­um og lifnaðar­hátt­um ís­lenskra ung­menna verið rann­sakaðar.

Tí­undu bekk­ing­um sem tóku þátt í mæl­ing­unni árið 2015 var einnig boðin þátt­taka í fram­halds­rann­sókn árið 2017 að sögn Vöku.

Tölvu- og símanotkun fyrir svefn hefur slæm áhrif á heilsu.
Tölvu- og síma­notk­un fyr­ir svefn hef­ur slæm áhrif á heilsu.

Hún seg­ir að eins og gef­ur að skilja verði flutn­ing­ur nem­enda á milli staða, skóla og svo fram­veg­is á tíma­bil­inu, það er frá því þau eru 7, 9, 15 og 17 ára. Þegar þau eru kom­in í fram­halds­skóla er ekki hægt að ganga að þeim vís­um inn­an skól­ans. Því er erfiðara að nálg­ast þau 17 ára held­ur en 15 ára þar sem rann­sókn­ar­stof­an hafði aðset­ur í grunn­skól­an­um í viku­tíma þá seg­ir Vaka.

Sofa stutt í miðri viku

Spurð út í svefn­tíma 15 ára ung­menna og hvort mun­ur sé á milli skóla­daga og frí­daga seg­ir Vaka að þau sofi stutt á skóla­dög­um sam­kvæmt mæl­ing­um eða aðeins 6,2 klukku­stund­ir á nóttu. „Svo sofa þau aðeins leng­ur um helg­ar og aðra frí­daga eða rúm­lega sjö klukku­tíma,“ seg­ir Vaka. 

Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar benda til þess að 15 ára ung­ling­ar hreyfi sig ekki nægj­an­lega mikið. 39,6% drengja og 29,4% stúlkna hreyfðu sig oft­ar en 6 sinn­um í viku af það mik­illi ákefð að þau mædd­ust eða svitnuðu. Stúlk­ur hreyfðu sig meira en dreng­ir á frí­dög­um sam­kvæmt niður­stöðum úr hröðun­ar­mæl­um en ekki var mark­tæk­ur mun­ur á hreyf­ingu stúlkna og drengja aðra daga.

Regla mik­il­væg 

Dr. Erna Sif Arnardóttir, Dr. Vaka Rögnvaldsdóttir og Dr. Anna …
Dr. Erna Sif Arn­ar­dótt­ir, Dr. Vaka Rögn­valds­dótt­ir og Dr. Anna Sig­ríður Ólafs­dótt­ir. HÍ/​Krist­inn Ingvars­son

Þeir sem hreyfa sig mikið og sofa nægj­an­lega mikið eru lík­legri til þess að þurfa ekki að hafa áhyggj­ur af offitu. Vaka seg­ir að það hafi verið vitað lengi að hreyf­ing teng­ist heil­brigðu holdafari. En þeir sem sofa minna og hafa óreglu­leg­ar tíma­setn­ing­ar á hátta­tíma— fara að sofa klukk­an 22 eitt kvöldið en kannski klukk­an 2 næstu nótt — eru lík­legri til að vera með hærri fitu­pró­sentu.

„Þeir sem eru að hreyfa sig meira, það er oft­ar en sex sinn­um í viku, eða taka þátt í íþrótt­um, sofa ekki mæl­an­lega meira en þeir sem æfa minna. Þau eru jafn­vel að sofa minna, en svefn­gæðin virðast góð. Rann­sókn­ir sýna að þeir sem hreyfa sig reglu­lega eru einnig að sofa bet­ur, það er fá meiri svefn­gæði. Við get­um mælt bæði svefn­lengd og gæði svefns með mæl­un­um sem við notuðum við rann­sókn­ina. Þannig sáum við að svefn­gæðin eru betri hjá þeim sem hreyfa sig reglu­lega og halda reglu á hátta­tíma og fóta­ferðatíma yfir vik­una. Að svefn­inn sé í föst­um skorðum skipt­ir máli,“ seg­ir Vaka. 

Thinkstock / Getty Ima­ges

Ein þeirra álykt­ana sem hægt er að draga af rann­sókn­inni er að æf­ing­ar og keppni ung­menna sé seint á kvöld­in eða mjög snemma á morgn­ana og þess vegna fái þeir ung­ling­ar sem hreyfa sig reglu­lega kannski ekki næg­an svefn, seg­ir Vaka.

Verður ekki að leggja það til við íþrótta­fé­lög að hafa æf­ing­ar fyrr á kvöld­in en nú er?

Vaka seg­ir að það geti verið erfitt fyr­ir íþrótta­fé­lög­in að breyta æf­inga­tím­um fyr­ir börn og ung­menni nema með því að íþrótta­hús­um fjölgi um­tals­vert. „Það vilja all­ir æfa eft­ir skóla/​vinnu og þá fyr­ir kvöld­mat,“ seg­ir Vaka. Það myndi aft­ur á móti gera það að verk­um að þau væru illa nýtt yfir fyrri hluta dags­ins nema skól­arn­ir og al­menn­ing­ur fengju þau til af­nota fyr­ir íþrótt­ir og heilsu­rækt. 

Ólík­legri til að þróa með sér kvíða

Þeir sem hreyfa sig mikið og sofa nægjanlega mikið eru …
Þeir sem hreyfa sig mikið og sofa nægj­an­lega mikið eru lík­legri til þess að þurfa ekki að hafa áhyggj­ur af offitu. mbl.is/​Thinkstockp­hotos

„Eins og íþróttaiðkun er góð þá er lík­am­inn leng­ur að ná sér niður þegar íþrótt­ir eru iðkaðar seint á kvöld­in. Svefn­ráðlegg­ing­ar mæl­ast til þess að fólk forðist að vera und­ir miklu álagi á kvöld­in. Ákaf­inn er oft mik­ill á æf­ing­um eða í keppni og það get­ur haft svipuð áhrif og þegar fólk er að opna tölvu­póst­inn sinn og önn­ur skjá­tengt örvun áður en farið er að sofa. Ef ekki er hægt að kom­ast hjá því að vera með æf­ing­ar seint á kvöld­in væri gott að hafa það í huga að iðkend­ur fengju tæki­færi til þess að klára æf­ing­una á ró­leg­um nót­um, t.d. með teygj­um og/​eða slök­un. Þjálf­ar­ar gætu hugs­an­lega skipu­lagt þær æf­ing­ar sem þurfa að vera seint á kvöld­in með svefn­inn í huga,“ seg­ir Vaka. 

Vaka Rögnvaldsdóttir kynnti doktorsverkefni sitt í Háskóla Íslands.
Vaka Rögn­valds­dótt­ir kynnti doktor­s­verk­efni sitt í Há­skóla Íslands. HÍ/​Krist­inn Ingvars­son

Þeim sem stunda hreyf­ingu líður bet­ur og eru ólík­legri að þróa með sér kvíða og þung­lyndi sam­kvæmt rann­sókn Soffíu M. Hrafn­kels­dótt­ur um tengsl skjá­tíma og hreyf­ing­ar við and­lega líðan 15 ára ung­menna en þær Vaka og Soffía vinna báðar við lang­tím­a­rann­sókn­ina Heilsu­hegðun ungra Íslend­inga á menntavís­inda­sviði HÍ. 

Að sögn Vöku sýna rann­sókn­ir þeirra að þeir sem eru með meiri skjá­tíma fara seinna að sofa, ekki síst um helg­ar og aðra frí­daga.

Ráðlegg­ing­ar við kvíða og þung­lyndi eru oft þær að hreyfa sig og sofa nóg og skipt­ir þar engu hvort um börn eða full­orðna er að ræða seg­ir Vaka. Þannig að það er kannski eðli­legt að það séu bein tengsl þar á milli. 

Þurfa á hreyf­ing­unni að halda

mbl.is/​Thinkstockp­hoto

Vaka seg­ir að þátt­taka í íþrótt­um sé til­tölu­lega mik­il meðal 15 ára ung­linga og það dragi úr hreyf­ingu og íþróttaiðkun þeirra sem tóku þátt í rann­sókn­inni þegar þeir voru orðnir 17 ára. Þetta sé þekkt og rann­sókn­ir und­an­far­inna ára hafi sýnt fram á þetta. Rúna Sif Stef­áns­dótt­ir doktorsnemi hef­ur verið að skoða breyt­ing­ar á hreyf­ingu milli þess­ara tveggja ára.

„Það sem er áhuga­vert við þetta í okk­ar rann­sókn er að hreyf­ing­in á frí­dög­um hef­ur ekki minnkað. Í raun­inni er það þannig að á anna­söm­um skóla­degi ná þau ekki eins mik­illi hreyf­ingu og þegar þau voru yngri, þegar þau gátu til dæm­is gengið í skól­ann en fara e.t.v. lengri leið með strætó eða bíl í skól­ann þegar þau eru kom­in í fram­halds­skóla. Einnig hafa íþrótt­ir og hreyf­ing átt und­ir högg að sækja inn­an fram­halds­skól­ans. Það er alltaf verið að reyna að draga úr íþrótt­um og heilsu­rækt þegar nem­end­ur þurfa í raun­inni veru­lega á henni að halda. Ég held að það sé vilji fyr­ir því hjá fram­halds­skóla­nem­end­um að fá meiri hreyf­ingu þó svo þeir vilji hafa frelsi til að velja hver hreyf­ing­in er,“ seg­ir Vaka en hún kenndi íþrótt­ir í fram­halds­skóla í mörg ár þar sem nem­end­ur höfðu mögu­leika á að aðlaga æf­inga­kerfi sín eig­in þörf­um, mark­miðum og getu með aðstoð menntaðra íþrótta­fræðinga/​kenn­ara. 

Sofa svipað mikið en strák­ar æfa oft­ar í viku

Hún seg­ir að það sé ekki kynjamun­ur á lengd svefns meðal 15 ára ung­menna en dreng­ir fara seinna að sofa og seinna á fæt­ur en stúlk­ur. Á skóla­dög­um fara kyn­in aft­ur á móti á svipuðum tíma að sofa. Ekki er held­ur mun­ur á milli kynj­anna eft­ir því hvort þau leggi stund á íþrótt­ir en það er mun­ur þegar kem­ur að fjölda æf­inga á viku. 

„Þar virðast strák­arn­ir æfa oft­ar í viku en stelp­urn­ar og það er áhuga­vert að sjá að hreyfi­mæl­ir­inn sér ekki mun á hreyf­ingu kynj­anna á skóla­dög­um en um helg­ar hreyfa stúlk­ur sig meira en dreng­ir,“ seg­ir Vaka. Spurð út í hvað geti skýrt þenn­an mun seg­ir Vaka að það geti ann­ars veg­ar verið að hreyf­ing­in sé ann­ars eðlis og ef strák­arn­ir eru að fara seinna að sofa og fara seinna á fæt­ur sé ekki ólík­legt að þeir hreyfi sig minna. Hún tek­ur fram að mæl­arn­ir eru að mæla hreyf­ingu en ekki hvers eðlis hún er. Öll hreyf­ing sé góð hvernig sem hún er fram­kvæmd. 

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Rann­sókn­in snýst um heilsu ungs fólks og heilsu­tengda þætti sem það hef­ur aðgang að seg­ir Vaka. „Aðgengi að hreyf­ingu er auðvelt og gott og mér finnst ung­menni í dag vera mót­tæki­leg fyr­ir fræðslu um heilsu. Flest vilja þau taka þátt og vera upp­lýst um heilsu­tengda þætti eins og hreyf­ingu. Þannig að ég held að því meira sem við ræðum þetta, spyrj­um þau um þeirra af­stöðu, eru þau til­bú­in til að vera hluti af þessu. Þau eru hluti af þessu sam­fé­lagi líkt og við full­orðna fólkið. Í raun­inni er það sam­fé­lags­legt verk­efni að stuðla að meiri hreyf­ingu í sam­fé­lag­inu og viður­kenna að það þurfa all­ir svefn,“ seg­ir Vaka. 

Viss um að þau sofi reglu­leg­ar nú en árið 2015

Íþróttir og hreyfing hafa átt undir högg að sækja innan …
Íþrótt­ir og hreyf­ing hafa átt und­ir högg að sækja inn­an fram­halds­skól­ans. mbl.is/​​Hari

Hún seg­ir að íþrótta­fé­lög­in og skól­arn­ir hafi verið dug­leg að sækja sér fræðslu og fyr­ir­lestra um mik­il­vægi þess­ara þátta. Svefn er mikið hita­mál í umræðunni, ekki bara hér á Íslandi held­ur víða ann­ars staðar. Ég held að upp­lýst sam­fé­lag geti haft mik­il og góð áhrif seg­ir hún. 

Rann­sókn­in er gerð á vor­mánuðum þannig að morg­un­birt­an er til staðar og seg­ir Vaka að það gæti verið bæði gam­an og fróðlegt að gera sam­bæri­lega rann­sókn á fleiri árs­tím­um.

„Þeir sem eru að hreyfa sig meira, það er oftar …
„Þeir sem eru að hreyfa sig meira, það er oft­ar en sex sinn­um í viku, eða taka þátt í íþrótt­um, sofa ekki mæl­an­lega meira en þeir sem æfa minna," seg­ir Vaka Rögn­valds­dótt­ir. HÍ/​Krist­inn Ingvars­son

„Ég er al­veg viss um að ef ég væri að skoða 15 ára ung­menni í dag þá væri þar að sjá reglu­legri svefn held­ur en árið 2015 því mér finnst eins og sam­fé­lagið taki vel á móti upp­lýs­ing­um sem þess­um. Það vilja all­ir hlúa að heilsu sinni á sama tíma og fólk vill skemmta sér og hafa gam­an af hlut­un­um. Rann­sókn­ir sýna að það verður seink­un á melatón­ín­fram­leiðslu á unglings­ár­un­um þannig að lík­am­legri klukku ung­menna seink­ar ör­lítið. En hversu mikið er annað mál og kannski er lausn­in að full­orðna fólkið færi fyrr að sofa og stæði vörð um sinn svefn til þess að gefa tón­inn,“ seg­ir Vaka Rögn­valds­dótt­ir sem varði doktors­rit­gerð sína við Há­skóla Íslands þriðju­dag­inn 26. maí und­ir leiðsögn dr. Erl­ings Jó­hanns­son­ar og dr. Sig­ríðar Láru Guðmunds­dótt­ur. 

Þetta er fyrsta ís­lenska rann­sókn­in sem skoðar bæði hreyf­ingu og svefn ung­menna með hlut­læg­um mæl­ing­um. Vaka lauk íþrótta­kenn­ara­prófi frá Kenn­ara­há­skóla Íslands árið 1999, B.sc. í viðskipta­fræði frá Auburn Uni­versity í Mont­gomery árið 2002 og M.sc. í íþrótta- og heilsu­fræði frá Há­skóla Íslands. Vaka hef­ur starfað sem kenn­ari við grunn- og fram­halds­skóla og há­skóla. Hún er aðjúnkt við deild heilsu­efl­ing­ar, íþrótta og tóm­stunda á menntavís­inda­sviði Há­skóla Íslands.

Soffía Hrafn­kels­dótt­ir, Sig­ríður Lára Guðmunds­dótt­ir, Erl­ing­ur Jó­hanns­son, Vaka Rögn­valds­dótt­ir og …
Soffía Hrafn­kels­dótt­ir, Sig­ríður Lára Guðmunds­dótt­ir, Erl­ing­ur Jó­hanns­son, Vaka Rögn­valds­dótt­ir og Rúna Sif Stef­áns­dótt­ir. HÍ/​Krist­inn Ingvars­son.
mbl.is