5 uppeldisráð Helgu Baldvins

5 uppeldisráð | 2. júní 2020

5 uppeldisráð Helgu Baldvins

Helga Baldvins Bjargardóttir mannréttindalögmaður á þrjú ung börn. Hún segir það mikilvægt að leggja áherslu á fjölbreytileikann í lífinu og að leyfa sér stundum að vera fullkomlega ófullkomið foreldri.

5 uppeldisráð Helgu Baldvins

5 uppeldisráð | 2. júní 2020

Helga Baldvins Bjargardóttir er mannréttindalögmaður og á þrjú ung börn.
Helga Baldvins Bjargardóttir er mannréttindalögmaður og á þrjú ung börn.

Helga Bald­vins Bjarg­ar­dótt­ir mann­rétt­inda­lögmaður á þrjú ung börn. Hún seg­ir það mik­il­vægt að leggja áherslu á fjöl­breyti­leik­ann í líf­inu og að leyfa sér stund­um að vera full­kom­lega ófull­komið for­eldri.

Helga Bald­vins Bjarg­ar­dótt­ir mann­rétt­inda­lögmaður á þrjú ung börn. Hún seg­ir það mik­il­vægt að leggja áherslu á fjöl­breyti­leik­ann í líf­inu og að leyfa sér stund­um að vera full­kom­lega ófull­komið for­eldri.

„Öll mín upp­eld­is­ráð koma frá eig­in ít­rekuðu mis­tök­um í upp­eldi minna þriggja barna sem eru 2 ára, 5 ára  og 7 ára,“ seg­ir Helga.  

Börn mega missa stjórn á til­finn­ing­um sín­um, við eig­um að grípa þau

„Allt of oft hef ég pirr­ast, reiðst eða rang­hvolft aug­un­um þegar börn­in mín missa stjórn á til­finn­ing­um sín­um og sér­stak­lega ef það er vegna ein­hverra „smá­vægi­legra“ at­b­urða að mínu mati. Ég veit samt að sem full­orðin mann­eskja er það mitt hlut­verk að mæta börn­un­um þar sem þau eru. Gefa upp­lif­un þeirra vigt og vægi, skilja hvaðan þau eru að koma og grípa þau þegar þau missa stjórn. Eða „lána tauga­kerfi mitt“ eins og vin­kona mín orðaði það svo vel. Þegar það tekst ná til­finn­ing­arn­ar að hreins­ast á mun áhrifa­rík­ari og skil­virk­ari hátt held­ur en þegar ég fer í mót­stöðu og nenni ekki þessu „væli“.“

Lýðræði ekki ein­ræði

„Það hef­ur verið erfitt að horf­ast í augu við hvað það er sam­fé­lags­lega samþykkt að beita börn miklu valdi. Börn eru sjálf­stæðir ein­stak­ling­ar með sín­ar skoðanir, lang­an­ir og þrár og eiga rétt á því að regl­ur heim­il­is­ins upp­fylli grunn­skil­yrði réttarör­ygg­is og séu fyr­ir­sjá­an­leg­ar og sann­gjarn­ar. Á há­tindi bug­un­ar og rökþrots segi ég stund­um „Af því ég segi það“ og finn hvernig það hríslast um mig hræsn­is­hroll­ur því það er ekk­ert annað en vald­beit­ing í krafti yf­ir­burðar­stöðu. Best finnst mér þegar við get­um rætt regl­urn­ar á lýðræðis­leg­an hátt, bætt þær eft­ir ábend­ing­um barn­anna og verið sam­mála um eðli­leg­ar af­leiðing­ar til­tek­inn­ar hegðunar í stað ein­hliða og oft ósann­gjarnra refs­inga.“

Börn kynja sig sjálf

„Ég var svo hepp­in að vera vinna hjá Sam­tök­un­um ’78 þegar strák­ur­inn minn talaði oft um sig í kven­kyni. Þegar stóra syst­ir hans reyndi að leiðrétta hann gafst okk­ur tæki­færi til að ræða fjöl­breyti­leik­ann. Þá fór­um við yfir það hvernig flest­ar stelp­ur fæðist með píku en sum­ar með typpi og flest­ir strák­ar fæðist með typpi en sum­ir með píku svo eina leiðin til að vita hvaða kyni þau til­heyra er að spyrja börn­in sjálf hvernig þeim líður í hjart­anu sínu. Og það hvernig þau upp­lifa sig má breyt­ast en þau eiga rétt á því að við virðum þeirra val.“

For­rétt­indi og ábyrgð

„Mér finnst mik­il­vægt að kenna börn­um strax að við séum öll ólík og það hvernig við erum ólík hef­ur mis­mun­andi áhrif. Hvernig stelp­ur eru stund­um skammaðar fyr­ir aðra hluti en strák­ar. Að krakk­ar sem passa ekki í kynja­kerfið, eru með ann­an húðlit en hvít­an, eru feit eða fötluð verða fyr­ir meira glápi, aðkasti og einelti. Við ber­um öll ábyrgð á að gera sam­fé­lagið okk­ar betra og jafn­ara og við ger­um það með því að bera ábyrgð og stíga inn í slík­ar aðstæður.“

Full­kom­lega ófull­kom­in

„Stund­um er mikið að gera og ég upp­lifi mig með enga stjórn á heim­il­is­störf­um eða upp­eldi. Þá skipt­ir miklu máli að geta bara stund­um leyft sér að vera full­kom­lega ófull­komið for­eldri sem hef­ur pönnu­kök­ur í kvöld­mat­inn eða leyf­ir börn­un­um að borða snakk fyr­ir fram­an sjón­varpið á meðan for­eldr­arn­ir grilla sér „gour­met“ máltíð.“

mbl.is