Fullkominn dagur í Hrísey

Ferðumst innanlands | 3. júní 2020

Fullkominn dagur í Hrísey

Ef þú ert á ferð um norðurlandið og langar að slaka á og tengjast náttúrunni þá er ferð til Hríseyjar góð hugmynd. Hrísey er stundum kölluð perla Eyjafjarðar en þar er notalegt að eiga kyrrðarstund með sjálfum sér. 

Fullkominn dagur í Hrísey

Ferðumst innanlands | 3. júní 2020

Hrísey er perla Eyjafjarðar.
Hrísey er perla Eyjafjarðar. mbl.is

Ef þú ert á ferð um norður­landið og lang­ar að slaka á og tengj­ast nátt­úr­unni þá er ferð til Hrís­eyj­ar góð hug­mynd. Hrís­ey er stund­um kölluð perla Eyja­fjarðar en þar er nota­legt að eiga kyrrðar­stund með sjálf­um sér. 

Ef þú ert á ferð um norður­landið og lang­ar að slaka á og tengj­ast nátt­úr­unni þá er ferð til Hrís­eyj­ar góð hug­mynd. Hrís­ey er stund­um kölluð perla Eyja­fjarðar en þar er nota­legt að eiga kyrrðar­stund með sjálf­um sér. 

Siglt er til Hrís­eyj­ar með ferj­unni Sæv­ari sem fer úr höfn frá Árskógs­sandi. Ferj­an geng­ur reglu­lega yfir dag­inn og er hægt að kynna sér áætl­un henn­ar á vef Hrís­eyj­ar

All­ar göt­ur Hrís­eyj­ar eru hellu­lagðar og þar er lít­il sem eng­in bílaum­ferð. Göngu­leiðir um eyj­una eru vel merkt­ar þar sem finna má fjöl­breytt fugla­líf.

Hægt er að fara í skoðunarferð um eyjuna á traktor.
Hægt er að fara í skoðun­ar­ferð um eyj­una á traktor. mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Traktors­ferðir

Til að kynna sér eyj­una bet­ur er hægt að fara í traktors­ferð með leiðsögn um eyj­una. 

Sund

Sund­laug­in er ný­upp­gerð og sam­kvæmt heima­mönn­um er hún al­gjört æði. 

Hús Há­karla Jör­und­ar

Í elsta húsi Hrís­eyj­ar, húsi Há­karla-Jör­und­ar, hef­ur verið komið upp vísi að sýn­ingu sem teng­ist há­karla­veiðum við strend­ur Íslands fyrr á öld­um. Húsið hef­ur verið gert upp og fært í upp­runa­legt horf. Þar rek­ur líka Ferðamála­fé­lag Hrís­eyj­ar upp­lýs­inga­miðstöð fyr­ir ferðamenn.

Ungur drengur í húsi Hákarla - Jörundar í Hrísey.
Ung­ur dreng­ur í húsi Há­karla - Jör­und­ar í Hrís­ey. mbl.is/​Alma Skapta­dótt­ir

Holt - hús Öldu Gömlu

Húsið stend­ur við Aust­ur­veg 35. Hér mun hafa verið fyrsti veit­ingastaður í Hrís­ey og var stórt skilti utan á hús­inu er á stóð: Veit­ing­ar, kaffi, te, öl, sæl­gæti og lím­onaði. Húsið var lengi í eigu Öldu Hall­dórs­dótt­ur og arf­leiddi hún Hrís­eyj­ar­hrepp af hús­inu þegar hún lést árið 1998. Í dag er þar svo­kallað byggðasafn sem sýn­ir lífs­hlaup Öldu.

Galle­rí Perla

Galle­rí Perla er hand­verks­hús í Hrís­ey, það er til húsa í gam­alli ver­búð sem stend­ur við höfn­ina. Stofnaður var hóp­ur hand­verks­kvenna í Hrís­ey upp úr 1990 og fékk hóp­ur­inn húsið til af­nota. Mikl­ar end­ur­bæt­ur voru gerðar á hús­inu með fé sem safnað var og var vinn­an við húsið sjálf­boðavinna.  

Í Galle­rí­inu er til sölu ým­is­legt hand­verk sem að mestu er fram­leitt í Hrís­ey má þar nefna prjóna­vör­ur, skart­grip­ir, hand­gerð kerti, sult­ur og minja­grip­ir.

Ver­búðin 66 

Verðbúðin 66 er fjöl­skyldu­rek­inn veit­ingastaður. Þar má gæða sér á dýr­ind­is pítsum og fleiru góðgæti. Þar má líka fá eðal bjór frá smærri og stærri brugg­hús­um.

Verðbúð 66.
Verðbúð 66. Ljós­mynd/​Face­book

Fris­bí­golf

Í Hrís­ey er fris­bí­golf­hring­ur sem áhuga­menn um folf ættu ekki láta fram­hjá sér fara. Völl­ur­inn var sett­ur upp sum­arið 2014 og tel­ur 9 körf­ur. Tveir teig­ar eru á hverri braut sem ger­ir völl­inn hent­ug­an fyr­ir byrj­end­ur sem og lengra komna.

mbl.is