Afeitrunardeild fyrir ungmenni

Samfélagsmál | 4. júní 2020

Afeitrunardeild fyrir ungmenni

Afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni var opnuð á Landspítalanum á þriðjudag. Afeitrunardeildin heyrir undir fíknigeðdeild geðþjónustu Landspítala og og mun veita fjölskyldumiðaða þjónustu.

Afeitrunardeild fyrir ungmenni

Samfélagsmál | 4. júní 2020

Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Afeitr­un­ar­deild fyr­ir ólögráða ung­menni var opnuð á Land­spít­al­an­um á þriðju­dag. Afeitr­un­ar­deild­in heyr­ir und­ir fíknigeðdeild geðþjón­ustu Land­spít­ala og og mun veita fjöl­skyldumiðaða þjón­ustu.

Afeitr­un­ar­deild fyr­ir ólögráða ung­menni var opnuð á Land­spít­al­an­um á þriðju­dag. Afeitr­un­ar­deild­in heyr­ir und­ir fíknigeðdeild geðþjón­ustu Land­spít­ala og og mun veita fjöl­skyldumiðaða þjón­ustu.

Um er að ræða tvö meðferðarrými þar sem ung­menni með al­var­leg­an vímu­efna­vanda koma til inn­lagn­ar í 1-3 sól­ar­hringa, en eft­ir það taka við önn­ur úrræði. Þverfag­legt meðferðart­eymi mun sinna ung­menn­um og aðstand­end­um þeirra á meðan dvöl stend­ur í sam­vinnu við barna- og ung­linga­geðdeild (BUGL). Þá er náið sam­starf við barna­vernd­ar­stofu og bráðamót­tök­ur Land­spít­ala.

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri meðferðarsviðs og Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.
Guðlaug Rakel Guðjóns­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri meðferðarsviðs og Páll Matth­ías­son for­stjóri Land­spít­al­ans. Land­spít­al­inn/Þ​orkell Þorkels­son

Við opn­un deild­ar­inn­ar fluttu ávörp þau Guðlaug Rakel Guðjóns­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri meðferðarsviðs, Nanna Briem for­stöðumaður geðþjón­ustu, Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra, Ásmund­ur Ein­ar Daðason fé­lags- og barna­málaráðherra, Anna Björk Eðvarðsdótt­ir formaður Hrings­ins og Páll Matth­ías­son for­stjóri.

mbl.is