Ekki kósý tími fyrir alla

Samfélagsmál | 7. júní 2020

Ekki kósý tími fyrir alla

Lífið er að færast í eðlilegt horf hjá flestum landsmönnum eftir samgkomubann vegna kórónuveirunnar undanfarna mánuði. Ekki er sjálfgefið að allir séu sælir og glaðir því þetta var ekkert endilega kósý tími fyrir allar fjölskyldur og í raun mjög erfiður fyrir einhverja.

Ekki kósý tími fyrir alla

Samfélagsmál | 7. júní 2020

Urður Njarðvík, prófessor við sálfræðideild Háskóla Íslands, hefur rannsakað líðan …
Urður Njarðvík, prófessor við sálfræðideild Háskóla Íslands, hefur rannsakað líðan barna um árabil. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson

Lífið er að fær­ast í eðli­legt horf hjá flest­um lands­mönn­um eft­ir sam­gkomu­bann vegna kór­ónu­veirunn­ar und­an­farna mánuði. Ekki er sjálf­gefið að all­ir séu sæl­ir og glaðir því þetta var ekk­ert endi­lega kósý tími fyr­ir all­ar fjöl­skyld­ur og í raun mjög erfiður fyr­ir ein­hverja.

Lífið er að fær­ast í eðli­legt horf hjá flest­um lands­mönn­um eft­ir sam­gkomu­bann vegna kór­ónu­veirunn­ar und­an­farna mánuði. Ekki er sjálf­gefið að all­ir séu sæl­ir og glaðir því þetta var ekk­ert endi­lega kósý tími fyr­ir all­ar fjöl­skyld­ur og í raun mjög erfiður fyr­ir ein­hverja.

Urður Njarðvík, pró­fess­or við sál­fræðideild Há­skóla Íslands, seg­ir mik­il­vægt að fólk sem þarf á stuðningi að halda fái slík­an stuðning sem fyrst. Það voru nefni­lega ekki all­ir að baka súr­deigs­brauð og hafa það gott í sum­ar­bú­staðnum á meðan sam­komu­bannið var í gildi en Urður flutti er­indi á málþingi í Há­skóla Íslands á miðviku­dag þar sem hún ræddi stöðu fjöl­skyldna barna með ADHD í kóf­inu.

„Það veld­ur mér smá áhyggj­um hvernig umræðan er orðin í þjóðfé­lag­inu. Að þetta hafi allt verið svo kósý og hvort það sé ekki þess virði að leggj­ast í híði í tvo mánuði á hverju ári. Öllum leið svo vel [...] auðvitað er það dá­sam­legt að við get­um horft á björtu hliðarn­ar en margt fólk hef­ur aðra upp­lif­un af þessu tíma­bili. Til að mynda fólk sem býr þröngt. Fjöl­skyld­ur, kannski 4-5 mann­eskj­ur, við sama eld­hús­borð og all­ir að reyna að vinna. Fullt af fólki þurfti líka að mæta í vinnu þó skólastarf væri mjög skert fyr­ir börn­in og erfitt að fá pöss­un.“

Fólk með lág­ar tekj­ur og litla mennt­un átti síður kost á að vinna í fjar­vinnu í sam­komu­bann­inu en fólk með háar tekj­ur og mikla mennt­un. Þetta kem­ur fram í könn­un sem BSRB lét gera um áhrif COVID-19 á fé­lags­menn sína. 

Urður Njarðvík, pró­fess­or í sál­fræði, flutti erindið „Með storm­inn í …
Urður Njarðvík, pró­fess­or í sál­fræði, flutti er­indið „Með storm­inn í fangið: Áhrif sam­komu­banns á líðan barna með ADHD og for­eldra þeirra“ á málþing­inu „Út úr kóf­inu – heilsa, efna­hag­ur og stjórn­mál“. HÍ/​Krist­inn Ingvars­son

„Á sama tíma heyr­um við stjórn­end­ur fyr­ir­tækja tala um að af­köst hafi auk­ist og skoða eigi að láta fólk vinna meira heima. Ef af því verður vil ég að það verðið skoðað sam­hliða hvort yf­ir­vinna hafi auk­ist — jókst van­líðan fólks? Var fólk kannski að vinna fram yfir miðnætti til að skila af sér verk­efn­um því það náði því ekki yfir dag­inn? Það verður að skoða þetta frá fleiri hliðum, seg­ir Urður en hún stýrði rann­sókn meðal barna með ADHD og for­eldra þeirra þar sem ein­blínt var á rútín­ur í dag­legu lífi þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn braust nán­ast fyr­ir­vara­laust út. 

Al­gjör til­vilj­un stýrði því að rann­sókn Urðar stóð yfir þegar far­ald­ur­inn braust út og henni var upp­haf­lega ætlað að mæla allt aðra hluti. En niður­stöður mæl­ing­anna eru áhuga­verðar og sýna stöðuna eins og hún blasti fyr­ir mörg­um fjöl­skyld­um barna með rask­an­ir af ýms­um toga þrátt fyr­ir að rann­sókn­in hafi beinst að börn­um með ADHD. 

Fyrri mæl­ing­in á líðan barn­anna og for­eldra var gerð í byrj­un fe­brú­ar en sú síðari þegar far­ald­ur­inn var í há­marki hér á landi. Niður­stöðurn­ar eru slá­andi, til­finn­inga­vandi barn­anna jókst veru­lega og þung­lyndi, streita og kvíði for­eldr­anna jókst á sama tíma. Sam­komu­bannið virt­ist því hafa mjög nei­kvæð áhrif á líðan þess­ara fjöl­skyldna og Urður seg­ir lík­legt að það sama eigi við um fjöl­skyld­ur annarra barna með sérþarf­ir.

Það er vel þekkt að þess­ar fjöl­skyld­ur búa við aukið álag og streitu og því komu niður­stöðurn­ar ekki á óvart.  „For­eldr­ar barna með ADHD eru oft með minna sjálfs­traust en for­eldr­ar annarra barna. Sem er eðli­legt því það get­ur komið upp ákveðið hjálp­ar­leysi í for­eldra­hlut­verk­inu þegar þú upp­lif­ir ósigra og van­mátt í þeirri viðleitni að hjálpa barn­inu þínu að líða bet­ur. Eins geta ein­kenni barn­anna versnað við þess­ar breyt­ing­ar sem fylgdu sam­komu­bann­inu og gögn­in sýna það mjög skýrt að til­finn­inga­vandi barn­anna jókst veru­lega. Þannig að við þess­ar aðstæður er ekk­ert óeðli­legt að van­líðan for­eldr­anna auk­ist, þrátt fyr­ir að þau hafi verið á nám­skeiði með öðrum for­eldr­um í sömu spor­um á þess­um tíma,“ seg­ir Urður.

Enda voru með sam­komu­bann­inu tekn­ir í burtu flest­ir vernd­andi þætt­ir hjá börn­um sem þurfa svo sann­ar­lega á reglu að halda. Urður seg­ir að yf­ir­leitt sé því þannig farið þegar nátt­úru­ham­far­ir eða eitt­hvað annað hræðilegt dyn­ur yfir þá sé lögð mik­il áhersla á að veita áfall­astuðning til barna, sem meðal ann­ars fel­ist í að koma á reglu, svo sem skóla og sam­veru með öðrum börn­um. Hver áhrif­in eru er ekki vitað á þess­ari stundu en Urður seg­ir að við verðum að vera viðbúin því að ein­hverj­ir þurfi á aukn­um stuðningi að halda.

Urður lauk doktors­námi frá Louisi­ana State há­skól­an­um árið 2000. Doktor­s­verk­efni henn­ar fjallaði um túlk­un for­eldra barna með ADHD á hegðun­ar­vanda og áhrif henn­ar á meðferðarsamþykki. Rann­sókn­ir Urðar hafa einkum beinst að taugaþroskarösk­un­um og hegðun­ar­vanda barna, bæði þróun ein­kenna eft­ir aldri og tíðni fylgi­kvilla eins og kvíða og þung­lynd­is. Urður hef­ur jafn­framt unnið að þróun meðferðarúr­ræða fyr­ir börn með hegðun­ar­vanda þar sem áhersla er lögð á þjálf­un í hug­ræn­um þátt­um.

Eru ótrú­lega mis­skil­in

„Ég hef alltaf hrif­ist af börn­um og ekki síst börn­um með hegðun­ar­vanda því þau eru svo ótrú­lega mis­skil­in. Það eru svo marg­ar ólík­ar skýr­ing­ar sem geta legið að baki og því spenn­andi fyr­ir vís­inda­mann að finna út hvað ligg­ur að baki hegðun­ar­vand­an­um,“ seg­ir Urður þegar blaðamaður spyr hana út í rann­sókn­ir henn­ar.

„Mér finnst best að horfa á hegðun­ar­vanda eins og þegar barnið þitt er með hita. Merki um að eitt­hvað er að. Fólk er hins­veg­ar mjög fljótt að ákveða að barn með hegðun­ar­vanda sé að drep­ast úr frekju. Þetta sé hegðun sem barnið velji sér. En oft eru flókn­ar ástæður fyr­ir hegðun­ar­vand­an­um, meðal ann­ars rask­an­ir í taugaþroska eins og ADHD. ADHD er al­geng­ur kvilli og rann­sókn­ir sýna að það er um það bil eitt af hverj­um 20 börn­um með ADHD eða 5-7% barna og hlut­fallið er svipað alls staðar í heim­in­um,“ seg­ir Urður. 

ADHD er skamm­stöf­un fyr­ir Attenti­on Deficit Hyperacti­vity Disor­der, sem á ís­lensku hef­ur verið nefnt at­hygl­is­brest­ur með of­virkni. ADHD staf­ar af rösk­un í taugaþroska sem veld­ur ein­beit­ing­ar­skorti, of­virkni og hvat­vísi. Ein­kenn­in valda erfiðleik­um heima fyr­ir, í skóla og í fé­lags­leg­um sam­skipt­um. Um 40-50% þeirra sem grein­ast með ADHD sem börn eru enn með hamlandi ein­kenni á full­orðins­ár­um. 

Urður seg­ir að ADHD hafi alltaf verið til en það sem hef­ur kannski breyst er að í nú­tíma­sam­fé­lagi eru gerðar meiri kröf­ur til barna þar sem þau eru í pró­grammi all­an dag­inn, tækni­breyt­ing­ar hafi sitt að segja og sí­fellt sé verið að gera meiri kröf­ur til barna um að stýra hegðun sinni. 

Ótrú­leg­ar rang­hug­mynd­ir um ADHD

Alls kon­ar upp­lýs­inga­óreiða er í gangi varðandi grein­ing­ar og notk­un lyfja við ADHD og umræðan um það oft nei­kvæð. Urður seg­ir ótrú­legt hvað fólk geti ef­ast um rétt­mæti grein­inga og hvað fólk með þenn­an kvilla þarf að tak­ast á við í umræðunni. Eins er mikið rætt um lyfja­notk­un barna við ADHD en að sögn Urðar hafa lyf­in mjög góð áhrif og eru mikið rann­sökuð. 

Ein af rang­hug­mynd­un­um er að börn sem taka lyf við ADHD séu lík­legri til að glíma við fíkn en rann­sókn­ir sýna það að þau börn sem fá lyf eru ein­mitt ólík­legri til þess að nota fíkni­efni en þau sem ekki fá lyf við ADHD, seg­ir Urður.

Hún seg­ist telja að þetta sé hluti af líf­seig­um for­dóm­um gagn­vart geðrösk­un­um þó ADHD sé reynd­ar taugaþroskarösk­un ekki geðrösk­un. „Það er t.d. ekki fjallað um það í fjöl­miðlum hversu mörg börn eru að fá insúlín vegna syk­ur­sýki eða fjallað um vef­ræna sjúk­dóma á sam­bæri­leg­an hátt. Það velt­ir eng­inn því fyr­ir sér held­ur er grein­ingu fag­fólks treyst. Grein­ing­ar á ADHD eru þverfag­leg­ar og fylgja ströng­um klín­ísk­um leiðbein­ing­um sem byggja á vís­inda­leg­um grunni. Ákvarðanir lækna um lyfjameðferð við ADHD eru held­ur ekki tekn­ar nema af vel ígrunduðu máli og að lokn­um rann­sókn­um seg­ir Urður.

Ein mesta áskor­un­in þegar barn er greint með ADHD er að koma í veg fyr­ir að fylgi­kvill­ar rösk­un­ar­inn­ar fái að þró­ast seg­ir Urður.

„Við sjá­um að fylgi­kvill­arn­ir koma seinna.  Kvíði til að mynda er tal­inn þró­ast vegna álags­ins sem fylg­ir því að vera með þenn­an kvilla. Barnið er sí­fellt í um­hverfi sem það ræður ekki við sem veld­ur streitu og hef­ur nei­kvæð áhrif á sjálfs­mynd barns­ins. Barnið upp­fyll­ir ekki al­veg þær kröf­ur gerðar eru til þess og það get­ur skapað aukna áhættu á kvíða og dep­urð sömu­leiðis,“ seg­ir hún.

Nauðsyn­legt til að þekkja styrk­leika sem og veik­leika

Oft er það þannig að þegar barnið fær stuðning í skóla og inn­grip sem henta ADHD þá minnka þess­ir til­finn­inga­kvill­ar sam­hliða því og að sögn Urðar snýst þetta meðal ann­ars um að um­hverfið viti af stöðu barns­ins og tekið sé til­lit til þess. Það fái þjálf­un á þeim sviðum sem það þarf á að halda. Þess vegna eru grein­ing­ar svo mik­il­væg­ar og það er dýrt ef barn þarf að bíða í allt að eitt og hálft ár eft­ir grein­ingu seg­ir Urður. 

Hún seg­ir að ým­is­legt sé hægt að gera á meðan beðið er eft­ir grein­ingu en annað ekki á meðan ekki er vitað hvað ligg­ur að baki hegðun­ar­vanda barns­ins. Hverj­ir styrk­leik­ar þess eru og veik­leik­ar, hvað ligg­ur und­ir og hvað þarf að vinna með. Til þess er grein­ing­in nauðsyn­leg.

Biðlist­ar eft­ir grein­ingu er ekk­ert ný­mæli hér á landi og seg­ir Urður að meðal skýr­inga sé und­ir­mönn­un og aðgengi að þjón­ustu. Sál­fræðing­um hafi fjölgað sem bet­ur fer bæði inn­an skól­anna og heilsu­gæsl­unn­ar og aðgengi því að batna en það er und­ir­mönn­un alls staðar seg­ir Urður. Á sama tíma má ekki gleyma því að u.þ.b. eitt af hverj­um 20 börn­um er með ADHD og þess­ari þjón­ustu þurfi að sinna al­menni­lega eins og ann­arri heil­brigðisþjón­ustu. 

„Á sama tíma og ár­vekni er að aukast og vitn­eskj­an um mik­il­vægi þess að grípa snemma inn hef­ur til­vís­un­um vegna þroska­tengdra rask­ana eins og ADHD og ein­hverfu fjölgað síðustu ár sem er gott. Aft­ur á móti er afar slæmt að börn þurfi að bíða lengi eft­ir grein­ingu, ekki síst hjá  Grein­ing­ar- og ráðgjaf­ar­stöð rík­is­ins því við vit­um að snemm­tæk íhlut­un get­ur skipt sköp­um.

 „Eðli­lega fylg­ir því líka álag fyr­ir for­eldra að eiga barn sem líður illa og lend­ir í árekstr­um, geng­ur illa að halda í vini og á erfitt upp­drátt­ar fé­lags­lega,“ seg­ir Urður en mik­il­vægt sé að gleyma ekki mik­il­vægi þess fyr­ir alla að hafa eitt­hvað í líf­inu sem geng­ur vel. Tóm­stund­astarf komi þar sterkt inn og hafi vernd­andi hlut­verk. Þannig að ef skól­inn er erfiður, þú ert með ein­hverja náms­örðug­leika eða frá­vik sem gera það að verk­um að skól­inn er ströggl þá er svo gott að til­heyra ein­hverj­um hópi þar sem þú finn­ur að þér geng­ur vel og þú til­heyr­ir. Hvort sem það er tónlist, íþrótt­ir, skát­ar eða ein­hverj­ar aðrar tóm­stund­ir að sögn Urðar.

Fengu sterk skila­boð um að heim­ur­inn væri hættu­leg­ur

Fréttirnar eru fullar af fólki með grímur og ung börn …
Frétt­irn­ar eru full­ar af fólki með grím­ur og ung börn tengja grím­ur gjarn­an við bófa og glæpa­menn. AFP

Kór­ónu­veir­an hef­ur verið alls ráðandi í frétta­flutn­ingi síðustu mánuði og allri umræðu. Þetta hef­ur tekið á alla heims­byggðina og Íslend­ing­ar notið þeirr­ar gæfu að hér fengu börn að sækja skóla að ein­hverju leyti all­an tím­ann. Í mörg­um lönd­um var þessu alls ekki svona farið og til að mynda á Spáni fengu börn ekki að fara út fyr­ir húss­ins dyr í sex vik­ur. 

„Þetta hef­ur áhrif á börn og því má alls ekki gleyma. Vissu­lega var reynt að koma upp­lýs­ing­um til þeirra um veiruna en um leið fengu börn sterk skila­boð um að heim­ur­inn væri hættu­leg­ur. Þau máttu ekki koma við neitt, ekki að fara í búðina, urðu að þvo sér og spritta stöðugt og máttu ekki heim­sækja þenn­an og hinn. Svo eru frétt­irn­ar

Þau sjá ógn í kring­um sig og við vit­um ekki ennþá hvaða áhrif það get­ur haft til langs tíma. Enn sem komið er liggja ekki fyr­ir marg­ar rann­sókn­ir þar um enda sá þetta eng­inn fyr­ir,“ seg­ir Urður.

Eitt­hvað er farið að koma af rann­sókn­um frá Kína en þar skaut veir­an fyrst upp kolli. All­ar upp­lýs­ing­ar varðandi líðan fólks þar eru á eina leið: Hátt hlut­fall af álags- og streitu­ein­kenn­um, dep­urð og kvíði seg­ir Urður en svo eig­um við eft­ir að sjá hve hátt hlut­fall glím­ir við það áfram. 

Það sem vann með okk­ur hér á Íslandi er vorið því birt­an og sól­in gleður Íslend­inga svo mikið. Okk­ur líður bet­ur og börn­in eru á leið í sum­ar­frí. Von­andi get­ur haustið byrjað í reglu­leg­um takti og ef það tekst þá tel ég að við verðum ekki með jafn mik­inn vanda og kem­ur fram í mín­um gögn­um seg­ir Urður. 

Get­um við beðið eft­ir niður­stöðum rann­sókna?

Urður seg­ir að það verði að bregðast fljótt við og þar sé hægt að byggja á þekk­ingu á því sem skipt­ir máli til að vernda for­eldra og börn í streitu­vald­andi aðstæðum. Mögu­lega þurfi að auka þjón­ustu hjá heilsu­gæsl­unni eða ann­arri fyrstu línu þjón­ustu í heil­brigðis­kerf­inu.

„Við erum með þúsund­ir sem hafa misst vinn­una og þó svo að sól­in skíni úti og við meg­um fara á tón­leika og kaffi­hús er streit­an eng­an veg­inn að baki fyr­ir fjöl­marg­ar fjöl­skyld­ur sem kvíða vetr­in­um. Þetta eru fjöl­skyld­ur sem þarf að styðja til að minnka skaðann af því sem þess­ar aðstæður geta valdið,“ seg­ir Urður.

Hún bend­ir á þá góðu staðreynd að börn eru með ótrú­lega mikla aðlög­un­ar­hæfni og flest þeirra ættu ráða vel við aðstæður sem þess­ar. „Þeim líður illa á meðan á þeim stend­ur, líkt og mín gögn sýna mjög skýrt. Síðan er það spurn­ing um að veita stuðning til þeirra sem þurfa á því að halda eft­ir á. Mörg­um mun líða sjálf­krafa bet­ur þegar all­ir þess­ir vernd­andi þætt­ir koma aft­ur inn í lífið. Til að mynda að vera með vin­um, hitta afa og ömmu og fara í tóm­stund­ir. Þannig að ég held að það munu flest­ir ná sér, en við verðum að vera meðvituð um að það er hóp­ur sem sem mun þurfa auk­inn stuðning, einkum þeir sem voru með ein­hverja erfiðleika fyr­ir svo sem börn með sérþarf­ir og fólk með geðræna erfiðleika.“

Ekki gleyma þeim sem leið illa

Urður Njarðvík og Víðir Reynisson á málþinginu í HÍ - …
Urður Njarðvík og Víðir Reyn­is­son á málþing­inu í HÍ - „Út úr kóf­inu – heilsa, efna­hag­ur og stjórn­mál“. HI/​Krist­inn Ingvars­son

Spurð út í lær­dóm­inn af kóf­inu seg­ir Urður að við þurf­um fyrst og fremst að vera kom­in með verk­ferla og aðferðir til að taka á erfiðum mál­um ef önn­ur bylgja ríður yfir. Það verði ef­laust erfiðara að fá þjóðina til að fórna aft­ur jafn miklu og hún gerði í sam­komu­bann­inu og mik­il­vægt að vera með ein­hver stuðningsúr­ræði fyr­ir fjöl­skyld­ur sem þess þurfa. „Til að mynda teymi sem sér um að veita upp­lýs­ing­ar og styðja for­eldra þess­ara barna. Þetta er alls ekki gagn­rýni á stjórn­völd sem voru fyrst og fremst að hugsa um að bjarga manns­líf­um og stór­kost­legt hvað það tókst vel“ seg­ir Urður. 

„Við meg­um bara ekki gleyma þeim sem gekk illa og leið illa á þess­um tíma. Mér finnst mik­il­vægt að við lít­um á það sem eðli­leg­asta hlut í heimi að hafa fund­ist þetta erfitt. Að líða illa þegar þú ert ekki að hitta vini og fjöl­skyldu og dag­leg rútína er ekki leng­ur til staðar er mjög erfitt og það er mjög eðli­legt að finn­ast það. Breyt­ing­ar taka á og það er mik­il­vægt að gleyma því ekki þó svo að við vilj­um ein­blína á það góða. Því þetta var alls ekki kósý frí fyr­ir alla,“ seg­ir Urður Njarðvík, pró­fess­or í sál­fræði.  

mbl.is