Opni fyrir umferð utan Schengen 1. júlí

Evrópusambandið | 10. júní 2020

Opni fyrir umferð utan Schengen 1. júlí

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að ríki sambandsins hefji opnun landamæra sinna fyrir umferð utan Schengen-svæðisins frá og með 1. júlí. Frá þessu greindi Joseph Borrell, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB, á blaðamannafundi í dag. 

Opni fyrir umferð utan Schengen 1. júlí

Evrópusambandið | 10. júní 2020

Joseph Borrell, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB, greindi …
Joseph Borrell, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB, greindi frá niðurstöðu stjórnarinnar í morgun þess efnis að ríki sambandsins hefji opnun landamæra sinna fyrir umferð utan Schengen-svæðisins frá og með 1. júlí. AFP

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins legg­ur til að ríki sam­bands­ins hefji opn­un landa­mæra sinna fyr­ir um­ferð utan Schengen-svæðis­ins frá og með 1. júlí. Frá þessu greindi Joseph Bor­rell, sem fer með ut­an­rík­is­mál í fram­kvæmda­stjórn ESB, á blaðamanna­fundi í dag. 

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins legg­ur til að ríki sam­bands­ins hefji opn­un landa­mæra sinna fyr­ir um­ferð utan Schengen-svæðis­ins frá og með 1. júlí. Frá þessu greindi Joseph Bor­rell, sem fer með ut­an­rík­is­mál í fram­kvæmda­stjórn ESB, á blaðamanna­fundi í dag. 

Ylva Johans­son, sem fer með inn­an­rík­is­mál í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, sagði í síðustu viku að hent­ug­ast væri að opna landa­mæri aðild­ar­ríkj­anna í lok júní en ferðabann ríkj­anna inn í Schengen-svæðið hef­ur verið í gildi frá 17. mars sök­um út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. 

Inn­an­rík­is­ráðherr­ar aðild­ar­ríkj­anna 27 komust að sam­komu­lagi um helg­ina að sam­ræma aðgerðir um hvernig opnað verði fyr­ir um­ferð utan Schengen. Bor­ell seg­ir end­an­lega ákvörðun liggja hjá ríkj­un­um sjálf­um og hafa nokk­ur þeirra nú þegar byrjað að létta á tak­mörk­un­um við landa­mær­in. 

Grikk­ir hafa til að mynda til­kynnt að þeir muni taka á móti ferðamönn­um frá ríkj­um utan Schengen frá og með 15. júní, þar á meðal Ástr­al­íu, Kína og Suður-Kór­eu.

mbl.is