Sólarhringur á Sauðárkróki

Fullkominn dagur | 11. júní 2020

Sólarhringur á Sauðárkróki

Sauðárkrókur er fallegur og skemmtilegur bær, sérstaklega þegar maður veit hvert á að fara og hvað á að skoða. Sólarhringur dugar til að gera allt það helsta á Króknum, en sá yrði ansi pakkaður svo það er um að gera að taka sinn tíma, njóta, og dreifa gleðinni á fleiri daga.

Sólarhringur á Sauðárkróki

Fullkominn dagur | 11. júní 2020

Sauðár­krók­ur er fal­leg­ur og skemmti­leg­ur bær, sér­stak­lega þegar maður veit hvert á að fara og hvað á að skoða. Sól­ar­hring­ur dug­ar til að gera allt það helsta á Krókn­um, en sá yrði ansi pakkaður svo það er um að gera að taka sinn tíma, njóta, og dreifa gleðinni á fleiri daga.

Sauðár­krók­ur er fal­leg­ur og skemmti­leg­ur bær, sér­stak­lega þegar maður veit hvert á að fara og hvað á að skoða. Sól­ar­hring­ur dug­ar til að gera allt það helsta á Krókn­um, en sá yrði ansi pakkaður svo það er um að gera að taka sinn tíma, njóta, og dreifa gleðinni á fleiri daga.

Sverðaglam­ur og sjó­fugl­ar

Sýndarveruleiki gegnir mikilvægu hlutverki í báðum sýningunum á Sauðárkróki.
Sýnd­ar­veru­leiki gegn­ir mik­il­vægu hlut­verki í báðum sýn­ing­un­um á Sauðár­króki. Mynd: aðsend/​1238

Það eru tvær sýn­ing­ar á Sauðár­króki. Þær eru hvor um sig ein­stak­ar en eiga það sam­eig­in­legt að vera skemmti­leg­ar og setja viðfangs­efnið fram á ljós­lif­andi máta, svo þær henta vel öll­um ald­urs­hóp­um. Ekki skemm­ir fyr­ir að þær eru hýst­ar hvor sínu meg­in við sömu götu svo það er fljót­legt að fara á milli.

Í sýn­ing­unni 1238 er not­ast við sýnd­ar­veru­leika, muni og texta til að varpa gest­um 800 ár aft­ur í tím­ann, á Sturlunga­öld. Þar er m.a. hægt að máta miðald­arfatnað, ganga í gegn­um Flugu­mýri á meðan hún brenn­ur, og með hjálp sýnd­ar­veru­leika, bók­staf­lega taka þátt í Örlygs­staðabar­daga. Í hús­inu er líka upp­lýs­inga­miðstöð og in­dæl­isveit­inga­hús að nafni Grána.

Puff­in and friends not­ar sam­blöndu af upp­still­ing­um, sýnd­ar­veru­leika og kvik­mynd­um til að kynna gesti fyr­ir lund­un­um sem byggja eyj­ar svæðis­ins, veiðar á þeim, öðrum fugl­um og dýr­um sem búa í sam­býli við lund­ann, auk þess að fara stutt­lega yfir mann­anna áhrif á sjó­inn og nátt­úr­una. Sýn­ing­in opn­ar 15. júní næst­kom­andi.

Leyni­skóg­ur­inn

Göngustígurinn í gegnum Litla-Skóg hlykkjast ýmist meðfram ánni eða í …
Göngu­stíg­ur­inn í gegn­um Litla-Skóg hlykkj­ast ým­ist meðfram ánni eða í hlíðinni fyr­ir ofan hana. Mynd: skjá­skot af heimasíðu Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar

Litli-Skóg­ur er lík­lega bæði best og verst geymda leynd­ar­mál Sauðár­króks. Skóg­ur­inn blas­ir ekki við þegar keyrt er í gegn­um Krók­inn en hann er staðsett­ur fyr­ir aft­an tvö gríðar­stór app­el­sínu­gul hús (fjöl­brauta­skól­ann og heima­vist­ina), svo það er auðvelt að finna hann. Svæðið er ekki beint lystig­arður en nátt­úr­an er mjög fal­leg. Neðst í gil­inu hlykkj­ast Sauðáin, sem bær­inn er kennd­ur við, þar eru stíg­ar og fal­leg­ar brýr, fris­bí­golf­völl­ur og æf­inga­tæki (ef lík­ams­rækt­arþráin kall­ar). Inn­ar­lega í skóg­in­um er göm­ul köld laug sem skag­firsk börn hafa sullað í árum sam­an. 

Kaupmaður­inn á horn­inu

Ótal fréttir, greinar og meira að segja heimildamynd hafa fjallað …
Ótal frétt­ir, grein­ar og meira að segja heim­ilda­mynd hafa fjallað um störf Bjarna Har­alds­son­ar kaup­manns á Sauðár­króki. Mynd: Helgi Bjarna­son

Bjarni Har­alds­son er goðsögn í lif­anda lífi, gam­aldags kaupmaður sem hef­ur staðið vakt­ina í Versl­un Har­ald­ar Júlí­us­son­ar í mjög marga ára­tugi. Versl­un­ina stofnaði Har­ald­ur faðir hans, en Bjarni er svo sam­nefnd­ur henni að versl­un­in er alla jafna kölluð „Bjarni Har“. Búðin er agn­ar­lít­il en úr­valið er ótrú­legt, þar má finna allt frá gúmmí­skóm til íspinna og syk­ur­poka. Ekta kaupmaður á horn­inu.

Synda, skjóta, slá og stökkva

Á Sauðár­króki er ljóm­andi góð sund­laug sem er að hluta til ný­upp­gerð. Fyr­ir ofan gamla bæ­inn er golf­völl­ur sem er ekki bara skemmti­leg­ur held­ur með mjög fal­legu út­sýni yfir fjörðinn. Fyr­ir þá æv­in­týra­gjarn­ari er svo bæði kross­ara­braut og skotsvæði rétt við bæ­inn.

Sand­arn­ir

Sand­arn­ir eru löng fjara sem teyg­ir sig frá Sauðár­króki alla leið að ósi Héraðsvatna, um 5 km leið. Sand­arn­ir eru mjög vin­sælt göngu­svæði, þar blas­ir við víðátt­an, nátt­úr­an og báts­flak að nafni Erna. Við Ósinn er göm­ul brú, hana er hægt er að ganga yfir fljótið og upp að út­sýn­ispalli þar sem hægt er að stilla sér upp við styttu af helj­ar­menn­inu Jóni Ósmann, sem gegndi starfi ferju­manns yfir fljótið fyr­ir rúm­um 100 árum.

Gamli bær­inn

Útsýnisskífa á nöfunum, fyrir ofan Sauðárkrók
Útsýn­is­skífa á nöf­un­um, fyr­ir ofan Sauðár­krók Mynd: Ásdís Ásgeirs­dótt­ir

Sauðár­krók­ur er gam­all bær og stát­ar af fjölda fal­legra húsa sem mörg hver eru yfir ald­ar­göm­ul. Nyrsti hluti bæj­ar­ins er elst­ur og göt­urn­ar sem liggja und­ir hæðinni, inn­an við Aðal­göt­una, eru prýdd­ar sér­stak­lega fal­leg­um hús­um sem mörg hver eru ný­lega upp­gerð, það er al­veg þess virði að taka göngu­túr um þær.

Frá Kirkjuk­lauf­inni, við hlið Sauðár­króks­kirkju, er göngu­stíg­ur í hlíðinni upp á nafirn­ar (hæðina fyr­ir aft­an gamla bæ­inn). Þaðan er glæsi­legt út­sýni yfir fjörðinn og eyj­arn­ar, yfir á Hofsós og Trölla­skag­ann, og inn að Mæli­fells­hnjúki. Þar er líka út­sýn­is­skífa til að gefa þeim sem ekki til þekkja nafn á þessa staði.

Sauðár­króks­bakarí

Sauðárkróksbakarí.
Sauðár­króks­bakarí. Helgi Bjarna­son

Að öðrum mat­sölu­stöðum á Sauðár­króki ólöstuðum stend­ur Sauðár­króks­bakarí upp úr. Það í gömlu húsi með ein­hvern sér­stak­an sjarma, úti­svæðið er nota­legt og sól­ríkt og rjóm­inn á kök­unni er úr­valið af sæta­brauði. Það hef­ur svo fast­an stað í hjarta margra Sauðkræk­inga að það er ekki ól­gengt að heim­sókn í baka­ríið sé jafn mik­il­væg brott­flutt­um í ferð á heima­slóðum, og að heim­sækja vini og ætt­ingja.

Sauðárkrókur, horft til suðurs yfir íþróttasvæðið undir Nöfunum.
Sauðár­krók­ur, horft til suðurs yfir íþrótta­svæðið und­ir Nöf­un­um. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi
mbl.is