Hvítfyssandi flúðafjör!

Ferðumst innanlands | 14. júní 2020

Hvítfyssandi flúðafjör!

Tólf ára tvíburar veltu nýlega fyrir sér hvernig þau gætu fagnað 13 ára afmæli í júní. Undanfarin ár höfðu verið haldnar fjölmennar pylsugrillveislur hér og þar en í þetta skipti stóð hugurinn til þess að gera eitthvað óvenjulegt og bjóða fáum gestum.

Hvítfyssandi flúðafjör!

Ferðumst innanlands | 14. júní 2020

Allur hópurinn áður en lagt var í hann. Sjö ungmenni …
Allur hópurinn áður en lagt var í hann. Sjö ungmenni og nett áhyggjufull móðir afmælisbarnanna Theodórs og Láru Guðbjargar Guðmundsbarna (þau fyrir miðju á myndinni með bláan og rauðan hjálm).

Tólf ára tví­bur­ar veltu ný­lega fyr­ir sér hvernig þau gætu fagnað 13 ára af­mæli í júní. Und­an­far­in ár höfðu verið haldn­ar fjöl­menn­ar pylsugrill­veisl­ur hér og þar en í þetta skipti stóð hug­ur­inn til þess að gera eitt­hvað óvenju­legt og bjóða fáum gest­um.

Tólf ára tví­bur­ar veltu ný­lega fyr­ir sér hvernig þau gætu fagnað 13 ára af­mæli í júní. Und­an­far­in ár höfðu verið haldn­ar fjöl­menn­ar pylsugrill­veisl­ur hér og þar en í þetta skipti stóð hug­ur­inn til þess að gera eitt­hvað óvenju­legt og bjóða fáum gest­um.

Flúðsigl­ing í Hvítá varð fyr­ir val­inu! Litla bróður, sem var rétt skriðinn yfir 11 ára ald­urslág­markið, var boðið að koma með. Fyrsta sem hann gerði var að skoða flúðasigl­ingu (e. ri­ver raft­ing) á Youtu­be og var afar hik­andi að slást með í för eft­ir það áhorf. Enda kem­ur þar 5. stigs flúðasigl­ing fyrst upp sem er ekki al­veg málið fyr­ir byrj­end­ur. En hann lét svo sann­fær­ast.

Hinn eiturhressi Hermann Ingi Pálsson „flúðagæd“ leggur börnunum lífsreglurnar á …
Hinn eit­ur­hressi Her­mann Ingi Páls­son „flúðagæd“ legg­ur börn­un­um lífs­regl­urn­ar á ánni áður en lagt var af stað.

Af­mæl­is­ferðadag­ur­inn rann upp bjart­ur og fag­ur. Ekið var með sjö ung­menni á aldr­in­um 11-13 ára að Drum­bodds­stöðum, sem er bækistöð Arctic Advent­ur­es fyr­ir flúðasigl­ingu í Hvítá, skammt NA af Reyk­holti í Blá­skóg­ar­byggð.  Frum­kvöðlar að flúðasigl­ing­um hér­lend­is voru hjón­in Björn Gísla­son heit­inn og Vil­borg Hann­es­dótt­ir en þau stofnuðu Báta­fólkið árið 1985 og settu upp aðstöðuna á „Drum­bó“ eins og bækistöðin er jafn­an nefnd. Arctic Advent­ur­es tók við rekstr­in­um árið 2003. Flúðasigl­ing niður Hvítá, um Hvítár­gljúf­ur og hin kynn­gi­mögnuðu Brú­ar­hlöð, hef­ur verið afar vin­sæl afþrey­ing er­lendra ferðamanna í ára­tugi en senni­lega hafa of fáir Íslend­ing­ar kynnst þeirri æv­in­týra­legu nátt­úru­upp­lif­un sem sigl­ing­in er.

Krakk­arn­ir fengu fyr­ir­mæli um að taka með ull og/​eða flís­föt til að vera í inn­an und­ir blaut­bún­ingi og vatns­held­um stakk sem þau fengu af­hent­an, ásamt blaut­skóm, flot­vesti og hjálmi. Svo var ekið sem leið lá upp með ánni og eft­ir um það bil 20 mín­útna akst­ur var komið að ár­bakk­an­um þaðan sem ýtt skyldi úr vör. En fyrst lagði hinn eit­ur­hressi flúðaleiðsögumaður Her­mann Ingi Páls­son krökk­un­um lífs­regl­urn­ar fyr­ir sigl­ingu. Þau skyldu muna fjór­ar regl­ur: 1. Halda alltaf um T-gripið á ár­inni til á lág­marka hætt­una á að missa hana, 2. Þau áttu að halda sig nærri bátn­um ef þau skyldu falla út­byrðis, 3. Þau skyldu alltaf hlýða leiðsögu­mann­in­um (gæd­in­um) og 4. þau mættu aldrei aldrei reyna vera lóðrétt í ánni (ef þau myndu falla út­byrðis) á sama hátt og í sund­laug eða vatni því þá gætu þau fest sig og fengið alla Hvítána (upp) á móti sér og það væri á all­an hátt vont. Ef þau myndu falla út­byrðis ættu þau alltaf að liggja á bak­inu og láta flot­vestið sinna sínu hlut­verki.

Björg Fransdóttir vinkona, Lára Guðbjörg Guðmundsdóttir afmælisbarn og Hjalti Guðmundsson …
Björg Frans­dótt­ir vin­kona, Lára Guðbjörg Guðmunds­dótt­ir af­mæl­is­barn og Hjalti Guðmunds­son litli bróðir.

Þegar þarna var komið var móður af­mæl­is­barn­anna og um­sjón­ar­manni hóps­ins hætt að standa á sama. Var það mjög lík­legt að börn­in myndu hrein­lega falla út­byrðis? Her­mann neitaði því og sann­færði áhyggju­fulla kon­una að flest þau sem ekki vilja detta út­byrðis geri það ekki. Og ef krakk­arn­ir yrðu hrædd í flúðunum þá væri alltaf í lagi að henda sér inn í bát­inn. Hann tók fram að ef fólk fell­ur út­byrðis væri það oft­ast af því það vel­ur að gera það. Þetta róaði móður­ina lít­il­lega.

Að lok­um, og áður en gúmmíbátn­um var vippað í ána, spurði hann krakk­ana af hverju þau héldu að mjótt reipi sem ligg­ur lóðað í kring­um bát­inn væri kallað ÓS-lín­an. Þau létu sér detta eitt og annað í hug … Operati­on .. Secu­rity .. og fleira skyn­sam­legt en nei, þetta var þá ein­fald­lega „Oh Shit“-lín­an. Því þegar fólk dett­ur út­byrðis, gríp­ur það í lín­unna og þá heyr­ist hrópað: OH SHIT!

Ótrúleg náttúrufeguð Brúarhlaða birtist þátttakendum á siglingunni.
Ótrú­leg nátt­úru­feguð Brú­ar­hlaða birt­ist þátt­tak­end­um á sigl­ing­unni.

Svo var lagt í hann. Fyrsta flúðin sem krakk­arn­ir lentu í nán­ast strax heit­ir Öldu­lest­in og nafnið seg­ir sína sögu. Krakk­arn­ir fengu yfir sig brot og ískalt jök­ul­vatnið slett­ist fram­an í and­lit þeirra. Ljóst var að erfiðal­eika­stigið „auðvelt“ var eng­in göngu­ferð í Hljóm­skálag­arðinum. Tauga­veiklaður hlát­ur og hróp heyrðust úr bátn­um. „ÚHÚ!!“ Svo komu flúðirn­ar hver af ann­arri, Ill­viti og Skrá­argatið og krakk­arn­ir annaðhvort reru hratt og sam­visku­sam­lega sam­kvæmt leiðbein­ing­un­um frá „gæd­in­um“ í bátn­um,  Sölva Guðmunds­syni, eða hentu sér inn í bát­inn þegar flúðirn­ar sáu sjálf­ar um að pota hon­um niður ána og róður hafði ekk­ert að segja. Rúss­íbani hvað!!

Hér tekur afmælisdrengurinn Theodór stökkið út í Hvítá.
Hér tek­ur af­mæl­is­dreng­ur­inn Theo­dór stökkið út í Hvítá.

Inn á milli flúða eru ró­legri svæði í ánni þar sem hóp­ur­inn naut þess að upp­lifa nátt­úr­una frá bátn­um. Þursa­berg Brú­ar­hlaða og Hvítár­gljúfrið sjálft eru fal­leg á þurru en al­ger­lega mögnuð þegar siglt er á ánni milli klett­ana. Á sigl­ing­unni birt­ist stuðlaberg, tröll og for­ynj­ur af ýms­um gerðum. Sölvi seg­ir hópn­um sög­ur af tröll­um sem döguðu uppi en líka frá alls kyns ill­skeytt­um skrímsl­um sem geri stund­um vart við sig meðal sigl­ingakappa. Þetta eru Finkur­inn sem er hálf­ur fálki og hálf­ur mink­ur, Lár­karl­inn — hálf­ur lax og hálf­ur há­karl og loks Man­an­inn — hálf­ur karl og hálf­ur ban­ani. Krakk­arn­ir hlógu dátt yfir þess­um sög­um og veltu fyr­ir sér hugs­an­leg­um árás­um þess­ara undra­vera á bát­inn þegar þau voru ekki að kljást við flúðirn­ar sjálf­ar.

Punkt­ur­inn yfir i-ið var svo Stökkið! Í lok ferðar­inn­ar er sigl­inga­köpp­um boðið að hoppa si­sona af bjarg­brún Brú­ar­hlaða beint ofan í ís­kalda jök­ulána. Ána sem geym­ir sjálf­an Gull­foss ör­fá­um kíló­metr­um ofar. Mamm­an í hópn­um var búin að til­kynna form­lega að eng­inn úr hópi ung­menn­anna fengi að stökkva í Hvítá, al­veg gall­hörð. En þegar fylgst var með öðrum sigl­inga­köpp­um henda sér (að því virt­ist) áreynslu­laust út í ána og synda í flot­vest­um að landi, með þrautreynt starfs­fólk Arctic Advent­ur­es á brún­inni til­búið með línu ef ein­hverj­um skyldi svelgj­ast á eða missa úr sund­tök, og þegar ungviðið byrjaði að suða ákvað hún að gefa eft­ir. „Okei þá.“ Fjór­ir krakk­ar fundu kjark og stukku út í og komu upp úr eft­ir sund­tök­in í tauga­veikluðu adrenalín­hlát­urskasti.

Í blá­lok­in var svo aðal­fjörið að henda sér út­byrðis, til dæm­is með því að krækja sam­an ár­un­um og halla sér yfir báts­brún­ina eða með því að standa í stafni og láta aðra í bátn­um róa í hringi og sjá hve lengi hægt var að standa. Á end­an­um fóru þau öll skelli­hlæj­andi í ána.

„VÁÁ hvað þetta var skemmti­legt!“ sagði af­mæl­is­dreng­ur­inn Theo­dór þegar hann gekk renn­blaut­ur og glaður upp úr ánni í lok sigl­ing­ar­inn­ar.

Lára Guðbjörg að springa út gleði eftir stökkið.
Lára Guðbjörg að springa út gleði eft­ir stökkið.
Að leiðarlokum. VÁÁ hvað þetta var skemmtilegt. Theodór ekkert smá …
Að leiðarlok­um. VÁÁ hvað þetta var skemmti­legt. Theo­dór ekk­ert smá sátt­ur.
mbl.is