Ósk Norðfjörð fetar nýjar og spennandi brautir

Leiðir til að lifa af | 15. júní 2020

Ósk Norðfjörð fetar nýjar og spennandi brautir

Ósk Norðfjörð fyrrverandi fyrirsæta og sjö barna móðir hefur gefið listagyðjunni lausan tauminn og málar nú myndir af miklum móð. Planið er að halda myndlistarsýningu fyrir jólin. Ósk er gift Sveini Elíasi Elíassyni sem er ellefu árum yngri og samtals eiga þau sjö börn. 

Ósk Norðfjörð fetar nýjar og spennandi brautir

Leiðir til að lifa af | 15. júní 2020

Ósk Norðfjörð er byrjuð að mála myndir.
Ósk Norðfjörð er byrjuð að mála myndir.

Ósk Norðfjörð fyrr­ver­andi fyr­ir­sæta og sjö barna móðir hef­ur gefið listagyðjunni laus­an taum­inn og mál­ar nú mynd­ir af mikl­um móð. Planið er að halda mynd­list­ar­sýn­ingu fyr­ir jól­in. Ósk er gift Sveini Elíasi Elías­syni sem er ell­efu árum yngri og sam­tals eiga þau sjö börn. 

Ósk Norðfjörð fyrr­ver­andi fyr­ir­sæta og sjö barna móðir hef­ur gefið listagyðjunni laus­an taum­inn og mál­ar nú mynd­ir af mikl­um móð. Planið er að halda mynd­list­ar­sýn­ingu fyr­ir jól­in. Ósk er gift Sveini Elíasi Elías­syni sem er ell­efu árum yngri og sam­tals eiga þau sjö börn. 

Ósk seg­ist vera mikið sum­ar­barn og að sum­arið sé henn­ar upp­á­halds­tími. „Ég set fókus­inn á það að njóta lífs­ins, hlúa að börn­un­um mín­um og setja heils­una í fyrsta sæti. Ég geri allt sem í mínu valdi stend­ur til fara vel með lík­ama minn,“ seg­ir Ósk í sam­tali við Smart­land. 

Ósk er heima­vinn­andi en seg­ist hafa hug á að breyta því. 

„Ég er ein­göngu heima­vinn­andi eins og staðan er í dag, en mig lang­ar að fara í einkaþjálf­ar­ann. Mig lang­ar að miðla minni eig­in reynslu og hjálpa kon­um að kom­ast í form og byggja upp heil­brigt mataræði,“ seg­ir Ósk. 

Þegar hún er spurð út í venju­leg­an dag í lífi sínu kem­ur í ljós að mest­ur tími Óskar fer í barna­upp­eldi og að hugsa um heim­ilið. 

„Venju­leg­ur dag­ur snýst um að láta börn­in lesa, hugsa um heim­ilið og þvott­inn sem er al­veg enda­laus. Síðan fer ég í rækt­ina í klukku­tíma í senn. Ég var að fá hvolp sem er að verða 4 mánaða. Þetta er Bri­ard-tík þannig mætti segja að ég væri kom­in með lítið barn,“ seg­ir hún og hlær en hún gaf það út fyr­ir nokkr­um árum að hún væri hætt að eiga börn og í fram­hald­inu lét eig­inmaður­inn taka sig úr sam­bandi.  

„Svo erum við að flytja inn White Swiss Sheperd-tík frá Dan­mörku sem kem­ur í lok ág­úst. Þannig að það verður fjör­ugt á heim­il­inu í lok ág­úst. Þá verðum við hjón­in með sjö börn, tvo hunda, þrjá ketti og fjóra kett­linga. Svo er ég byrjuð aft­ur að mála og ég elska fátt meira en að skapa. Það gef­ur mér út­rás fyr­ir til­finn­ing­ar mín­ar og er svona minn tími,“ seg­ir hún og bæt­ir því við að stefn­an sé sett á að opna mynd­list­ar­sýn­ingu fyr­ir jól­in.

Hvað dríf­ur þig áfram? 

„Það sem dríf­ur mig áfram er ást­in til barn­anna minna og manns­ins míns.“

Ger­ir þú eitt­hvað sér­stakt til þess að hlúa að þér sjálfri?

„Ég hlusta mjög mikið á upp­byggj­andi hljóðbæk­ur og dregst að öllu því sem er já­kvætt og upp­byggj­andi. Lífið er stutt og ég hef aldrei verið jafn meðvituð um það sem skipt­ir máli og hversu dýr­mæt­ur hver dag­ur er. Því lífið er hverf­ult og ham­ingj­an er í nú­inu.“

Hvað ætl­ar þú að gera í sum­ar?

„Í sum­ar lang­ar okk­ur að fara norður í land og Vest­f­irðina, það er svo fal­legt þar.“

Hér er hægt að fylgj­ast með In­sta­gram-síðu Óskar: 

View this post on In­sta­gram

Verk 16 þúsund. 65x90cm

A post shared by @ osk.n.art on Jun 15, 2020 at 9:41am PDT

Hér má sjá verk eftir Ósk.
Hér má sjá verk eft­ir Ósk.
mbl.is