Daði Freyr kemur fram á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves | 16. júní 2020

Daði Freyr kemur fram á Iceland Airwaves

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson mun koma fram á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni í nóvember næstkomandi. Þetta verða einu stórtónleikar Daða á Íslandi á þessu ári. 

Daði Freyr kemur fram á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves | 16. júní 2020

Daði Freyr mun stíga á stokk á Iceland Airwaves í …
Daði Freyr mun stíga á stokk á Iceland Airwaves í nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tón­list­armaður­inn Daði Freyr Pét­urs­son mun koma fram á Ice­land Airwaves-tón­list­ar­hátíðinni í nóv­em­ber næst­kom­andi. Þetta verða einu stór­tón­leik­ar Daða á Íslandi á þessu ári. 

Tón­list­armaður­inn Daði Freyr Pét­urs­son mun koma fram á Ice­land Airwaves-tón­list­ar­hátíðinni í nóv­em­ber næst­kom­andi. Þetta verða einu stór­tón­leik­ar Daða á Íslandi á þessu ári. 

Daði „braut in­ter­netið“ með fram­lagi sínu til Eurovisi­on, Think About Things“, en næsta víst er að lagið hefði fært Íslandi vinn­ingstitil­inn í fyrsta sinn. En allt kom fyr­ir ekki því eins og al­kunna er var keppn­inni frestað og aðdá­end­ur um all­an heim sátu eft­ir með sárt ennið.

Fjöldi fólks kvittaði und­ir áskor­un um að krýna Daða sem sig­ur­veg­ara árs­ins og hann sigraði Eurostream, sta­f­rænu Eurovisi­on keppn­ina sem helstu Eurovisi­on-sér­fræðing­ar heims stóðu að.

Lagið fór eins og eld­ur um sinu á net­inu og stór­stjörn­ur á borð við Rus­sell Crowe, Jenni­fer Garner, Pink og James Cor­d­en deildu lag­inu og dá­sömuðu það, tón­list­ar­unn­end­ur um all­an heim hafa lofað laga­smíðina og Airwaves-vin­irn­ir Hot Chip (ein upp­á­halds­hljóm­sveit Daða) end­ur­blönduðu lagið eft­ir eig­in höfði. Nýj­asta lag Daða „Wh­ere I Wanna Be“ hef­ur þegar náð heims­at­hygli. Það er því ekki ofsagt að þessa stund­ina sé Daði Freyr heit­asta ís­lenska tón­list­ar­stjarn­an um heim all­an.

Daði fer í tón­leika­ferðalag er­lend­is í des­em­ber og er þegar svo til upp­selt á alla tón­leik­ana en fram­kom­an á Ice­land Airwaves er eins og áður sagði eina tæki­færið til að sjá hann spila á stór­tón­leik­um á Íslandi þetta árið.

„Ég get ekki beðið eft­ir að koma fram á upp­á­halds­tón­list­ar­hátíðinni minni. Það er eitt­hvað sér­stakt við Ice­land Airwaves,“ seg­ir Daði Freyr. „Get ekki beðið eft­ir að sýna ykk­ur hvað ég er bú­inn að vera að gera.“

Ice­land Airwaves verður hald­in í 22. annað sinn í ár í miðborg Reykja­vík­ur og mun borg­in lifna við með tónlist, dansi og gleði dag­ana 4. - 7. nóv­em­ber. Yfir 30 lista­menn hafa þegar verið til­kynnt­ir, þar á meðal Metronomy, Black Pumas, Court­ney Barnett, Sin Fang, Jún­íus Mey­vant, og Daug­hters of Reykja­vík.

mbl.is