Myndi seinka öllum framkvæmdum

Myndi seinka öllum framkvæmdum

Náist ekki að samþykkja samgönguáætlun og frumvörp henni tengd fyrir þinglok mun öll vinna við undirbúning samgönguframkvæmda, sem til stendur að flýta, seinka sem því nemur. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í samtali við mbl.is.

Myndi seinka öllum framkvæmdum

Samgönguáætlun 2020 til 2034 | 22. júní 2020

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ná­ist ekki að samþykkja sam­göngu­áætlun og frum­vörp henni tengd fyr­ir þinglok mun öll vinna við und­ir­bún­ing sam­göngu­fram­kvæmda, sem til stend­ur að flýta, seinka sem því nem­ur. Þetta seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­gönguráðherra í sam­tali við mbl.is.

Ná­ist ekki að samþykkja sam­göngu­áætlun og frum­vörp henni tengd fyr­ir þinglok mun öll vinna við und­ir­bún­ing sam­göngu­fram­kvæmda, sem til stend­ur að flýta, seinka sem því nem­ur. Þetta seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­gönguráðherra í sam­tali við mbl.is.

„Ef frum­vörp eru ekki samþykkt hef­ur Vega­gerðin ekki heim­ild til að ganga til samn­inga, öll útboð frest­ast, und­ir­bún­ing­ur sömu­leiðis og það frest­ar öllu verk­inu,“ seg­ir Sig­urður. Í umræðum á Alþingi í dag sagði hann að 8.700 störf myndu skap­ast vegna fram­kvæmd­anna á öll­um stig­um og munaði um minna.

Umræður hafa staðið í þing­inu um sam­göngu­áætlun frá því fyr­ir helgi og hafa þing­menn Miðflokks­ins haft sig mest í frammi. Þing­menn bæði meiri- og minni­hluta hafa sakað Miðflokks­menn um málþóf, og þing­flokks­for­menn stjórn­ar­flokka sagt þá halda þing­inu í gísl­ingu.

Ný brú yfir Ölfusá er meðal þeirra framkvæmda sem á …
Ný brú yfir Ölfusá er meðal þeirra fram­kvæmda sem á að flýta. mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Þetta virðist ekk­ert þokast áfram, en ég er bjart­sýn­ismaður og vona það besta,“ seg­ir Sig­urður Ingi. Hann seg­ir al­mennt sam­komu­lag þing­manna annarra flokka um mik­il­vægi sam­göngu­áætlun­ar en furðar sig á til­b­urðum Miðflokks­manna.

Starfs­áætl­un Alþing­is var tek­in úr sam­bandi í morg­un og óvíst hvort tak­ist að ljúka þingi á fimmtu­dag, líkt og til stóð. Sig­urður Ingi viður­kenn­ir að erfiðara verði að ljúka þing­inu á til­sett­um tíma eft­ir því sem umræður drag­ast á lang­inn. Enn sé þó raun­hæft að klára mál­in inn­an tím­aramma ef menn taka sig til.

mbl.is