Skálað í ávaxtasafa í Brussel

Evrópusambandið | 21. júlí 2020

Skálað í ávaxtasafa í Brussel

Eftir tímamótasamkomulag leiðtoga Evrópusambandsríkja um 750 milljarða evra björgunarsjóð vegna kórónuveirukreppunnar og nýja sjö ára fjárhagsáætlun sambandsins halda leiðtogar nú heim á leið. Þar bíður þeirra það verkefni að sannfæra landa sína um ágæti þess.

Skálað í ávaxtasafa í Brussel

Evrópusambandið | 21. júlí 2020

Leiðtogar nokkurra Evrópusambandsríkja á einum af fjölmörgum hliðarfundum helgarinnar.
Leiðtogar nokkurra Evrópusambandsríkja á einum af fjölmörgum hliðarfundum helgarinnar. AFP

Eft­ir tíma­móta­sam­komu­lag leiðtoga Evr­ópu­sam­bands­ríkja um 750 millj­arða evra björg­un­ar­sjóð vegna kór­ónu­veirukrepp­unn­ar og nýja sjö ára fjár­hags­áætl­un sam­bands­ins halda leiðtog­ar nú heim á leið. Þar bíður þeirra það verk­efni að sann­færa landa sína um ágæti þess.

Eft­ir tíma­móta­sam­komu­lag leiðtoga Evr­ópu­sam­bands­ríkja um 750 millj­arða evra björg­un­ar­sjóð vegna kór­ónu­veirukrepp­unn­ar og nýja sjö ára fjár­hags­áætl­un sam­bands­ins halda leiðtog­ar nú heim á leið. Þar bíður þeirra það verk­efni að sann­færa landa sína um ágæti þess.

Stef­an Löf­ven og Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherr­ar Svíþjóðar og Dan­merk­ur, voru í hópi fjög­urra þjóðarleiðtoga sem kallaðir voru „hinir spar­sömu“ (e. frugal four) og vildu fara hæg­ar í sak­irn­ar en aðrir þegar kom að björg­un­ar­sjóðnum; lækka hlut­fall björg­un­ar­sjóðsins sem fer í beina styrki, og koma í veg fyr­ir að út­gjöld til sam­bands­ins ykj­ust til að mæta tekjutap­inu af út­göngu Breta.

Fram­lag um 1% af VÞT

Sjö ára fjár­hags­áætl­un sam­bands­ins ger­ir ráð fyr­ir að út­göld Evr­ópu­sam­bands­ins verði 1.075 millj­arðar evra árin 2021-2027. Það er tölu­vert minna en fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins hafði lagt til, en þó meira en það sem Sví­ar höfðu lagt upp með. Minnst 30 pró­sent­um af fénu verður varið í um­hverf­is- og lofts­lags­mál, 100 millj­örðum evra meira en síðastliðin sjö ár.

Útgjöld­in eru fjár­mögnuð með beinu fram­lagi frá aðild­ar­ríkj­um, sem nem­ur um 1 pró­senti af verg­um þjóðar­tekj­um (GNI). Þó hef­ur þeim ríkj­um sem leggja mest til sam­bands­ins tek­ist að fá af­slátt af sínu fram­lagi, og af­slátt­ur „spar­sömu ríkj­anna“ fjög­urra var ein­mitt auk­inn í samn­ingaviðræðum helgar­inn­ar. 

Stefan Löfven og Mette Frederiksen ræða saman.
Stef­an Löf­ven og Mette Frederik­sen ræða sam­an. AFP

Löf­ven seg­ir í sam­tali við sænska rík­is­sjón­varpið að hann sé ánægður með út­kom­una. Fram­lag Svía til sam­bands­ins sem hlut­fall af verg­um þjóðar­tekj­um helst óbreytt, 0,8 pró­sent, þökk sé af­slætt­in­um, en sænska þingið hafði gert það að skil­yrði sínu fyr­ir því að samþykkja sam­komu­lagið. Í krón­um talið hækk­ar fram­lagið þó um 6 ma. sænskra króna frá því sem var liðin sjö ár, og mun nema um 45 millj­örðum sænskra króna (700 ma. ISK) á ári.

Erfitt get­ur verið að setja svo háar fjár­hæðir í sam­hengi, en til sam­an­b­urðar eru þjóðar­tekj­ur Íslands 3.020 millj­arðar króna. Eitt pró­sent af því er 30,2 millj­arðar króna, en 0,8 pró­sent eru 24,2 millj­arðar króna.

„Við höf­um tryggt raun­veru­leg­an af­slátt fyr­ir Svíþjóð all­an tím­ann. Þetta er stærsti af­slátt­ur sem Svíþjóð hef­ur nokk­urn tím­ann fengið. Þökk sé hon­um mun fram­lag Svíþjóðar, sem hlut­fall af verg­um þjóðar­tekj­um, hald­ast á svipuðum slóðum þrátt fyr­ir að Bret­ar hafi yf­ir­gefið sam­bandið,“ sagði Löf­ven á blaðamanna­fundi.

Vakað fram á nótt

Mette Frederik­sen er sömu­leiðis ánægð með sam­komu­lagið. Hún seg­ist í sam­tali við danska rík­is­út­varpið ekki muna eft­ir því hvenær hún var síðast vak­andi þrjár næt­ur í röð. „En þetta var nauðsyn­legt. Þótt ég sé dá­lítið þreytt þá hef ég ástæðu til að gleðjast yfir sam­komu­lag­inu,“ seg­ir Frederiks­sen sem skálaði í ávaxta­safa með öðrum þjóðarleiðtog­um að sam­komu­lag­inu frá­gengnu. „Það var ekki kampa­vín á þess­um tíma­punkti,“ seg­ir hún enda klukk­an 5:31 að morgni í Brus­sel þegar fundi lauk.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari bera saman bækur.
Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti og Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari bera sam­an bæk­ur. AFP

Fram­lag Dana mun nema um 24,2 millj­örðum danskra króna (518 ma. ISK) á ári næstu sjö árin. Hún legg­ur áherslu á að aldrei hafi verið mein­ing­in að Dan­ir skyldu leggja minna til sam­bands­ins en áður þótt ekki hafi verið vilji til að auka út­gjöld um of. „Við mun­um verja meiru til Evr­ópu­sam­starfs­ins og það tel ég á marg­an hátt rétt­mætt. En það verður að vera sann­gjarnt og þess vegna var bar­ist fyr­ir af­slætti fyr­ir Dan­mörku sem er þre­fald­ur á við af­slátt­inn síðast,“ sagði Frederik­sen.

mbl.is