Sögulegt samkomulag í Brussel

Evrópusambandið | 21. júlí 2020

Sögulegt samkomulag í Brussel

Leiðtogar Evrópusambandsríkja komust nú undir morgun að sögulegu samkomulagi um tilhögun 750 milljarða evra björgunarsjóðs sambandsins sem ætlað er að koma efnahagslífinu í gang eftir kórónukreppuna. 

Sögulegt samkomulag í Brussel

Evrópusambandið | 21. júlí 2020

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, Charles Michel, forseti leiðtogaráðsins, Ursula von …
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, Charles Michel, forseti leiðtogaráðsins, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og Emmanuel Macron Frakklandsforseti nú undir morgun. AFP

Leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ríkja komust nú und­ir morg­un að sögu­legu sam­komu­lagi um til­hög­un 750 millj­arða evra björg­un­ar­sjóðs sam­bands­ins sem ætlað er að koma efna­hags­líf­inu í gang eft­ir kór­ónukrepp­una. 

Leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ríkja komust nú und­ir morg­un að sögu­legu sam­komu­lagi um til­hög­un 750 millj­arða evra björg­un­ar­sjóðs sam­bands­ins sem ætlað er að koma efna­hags­líf­inu í gang eft­ir kór­ónukrepp­una. 

Björg­un­ar­sjóður­inn verður tví­skipt­ur: 360 millj­arðar evra verða veitt­ar ríkj­um að láni en 390 millj­arðar í styrki. Um er að ræða um­tal­verða mála­miðlun frá upp­haf­leg­um til­lög­um fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, sem gerðu ráð jafn­stór­um björg­un­ar­pakka, en þar af 500 millj­arðar í styrki og 250 millj­arðar að láni.

Fénu verður út­hlutað til allra aðild­ar­ríkja, en styrkj­un­um verður þó helst varið til þeirra ríkja sem verst hafa farið út úr kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Fram­kvæmd­in er sögu­leg fyr­ir þær sak­ir að aldrei áður hafa Evr­ópu­sam­bands­ríki sam­mælst um út­gáfu sam­eig­in­legra skulda­bréfa að þess­ari stærðargráðu.

„Þetta er sögu­leg breyt­ing fyr­ir Evr­ópu,“ sagði Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti við blaðamenn að fundi lokn­um. Segja má að sam­komu­lagið sé sig­ur fyr­ir Macron sem hef­ur, frá því hann komst til valda árið 2017, ein­sett sér að styrkja Evr­ópu­sam­bandið og auka veg þess.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, lagar grímuna.
Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, lag­ar grím­una. AFP

Ein­tóm­ar mála­miðlan­ir

Stíf­ar viðræður hafa farið fram síðustu fimm daga um hvort tveggja: sjö ára fjár­hags­áætl­un sam­bands­ins og björg­un­ar­sjóðinn. Hóp­ur fjög­urra ríkja, Svíþjóðar, Dan­merk­ur, Aust­ur­rík­is og Hol­lands, sem hef­ur gengið und­ir viður­nefn­inu „hin fjög­ur spar­sömu“ (e. frugal four) höfðu lagst gegn því að svo stór hluti fjár­ins yrði veitt­ur í styrki og hafði Mark Rutte, for­sæt­is­ráðherra Hol­lands, sem fór fyr­ir hópn­um sett 375 ma. sem há­mark, en önn­ur aðild­ar­ríki á borð við Spán og Ítal­íu ekki viljað fara neðar en 400 ma.

Svo til­finn­ingaþrungn­ar voru viðræðurn­ar að Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti er sagður hafa barið í borðið á ein­um tíma­punkti og hótað að slíta viðræðunum vegna þvermóðsku „hinna spar­sömu“. 

Þrír hinna sparsömu: Löfven frá Svíþjóð, Kurtz frá Austurríki og …
Þrír hinna spar­sömu: Löf­ven frá Svíþjóð, Kurtz frá Aust­ur­ríki og Mette Frederik­sen frá Dan­mörku ráða ráðum sín­um. AFP

Sér­hvert aðild­ar­ríki hef­ur neit­un­ar­vald gagn­vart fjár­út­lát­um til sam­bands­ins og því kallaði sam­komu­lagið á um­tals­verðar mála­miðlan­ir. Til að koma til móts við rík­in var samið um mik­il­væg­ar kvaðir á ráðstöf­un pen­ing­anna. 

Fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins mun hafa yf­ir­um­sjón með út­hlut­un styrkj­anna og fylgj­ast með að ráðstöf­un þeirra sé í sam­ræmi við mark­mið sam­komu­lags­ins um að end­ur­ræsa hag­kerfi sam­bands­ins. Þá verður gert að skil­yrði fyr­ir út­hlut­un að ríki hafi und­ir­geng­ist mark­mið Evr­ópu­sam­bands­ins um kol­efn­is­hlut­leysi árið 2050. Auk­inn meiri­hluti Evr­ópu­sam­bands­ríkja mun einnig geta stöðvað styrk­veit­ing­ar til ein­stakra ríkja ef þær þykja ekki í sam­ræmi við skil­yrðin.

 Sem fyrr seg­ir var einnig samið um sjö ára fjár­hags­áætl­un sam­bands­ins, þeirr­ar fyrstu eft­ir að Bret­ar gengu úr sam­band­inu. Útjöld sam­bands­ins á ár­un­um sjö nema 1.074 millj­örðum evra og er um tölu­verðan sam­drátt frá fyrri áætl­un. Til að koma til móts við „hin spar­sömu ríki“ þurfti að skera niður á ýms­um sviðum. Má segja að stærsti tap­ar­inn sé lofts­lags­sjóður sam­bands­ins (Just Transiti­on Fund) sem fær 10 millj­arða evra til út­hlut­un­ar, en ekki 40 millj­arða líkt og áætlan­ir fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar gerðu ráð fyr­ir. Þykir það til marks um það hve neðarlega mál­efni um­hverf­is­ins voru á end­an­um í for­gangs­röðun aðild­ar­ríkj­anna. Þá er rann­sókn­ar­verk­efnið Horizon Europe meðal þeirra verk­efna sem bíður niður­skurður.

mbl.is