Evrópuþingið ósátt við niðurskurð

Evrópusambandið | 23. júlí 2020

Evrópuþingið ósátt við niðurskurð

Eftir strangar samningaviðræður leiðtoga Evrópusambandsríkja í Brussel um helgina, þar sem samið var um fjárhagsáætlun Evrópusambandsins til næstu sjö ára og nýjan 750 milljarða evra björgunarsjóð, er málið nú á borði Evrópuþingsins. Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, hvatti í gær þingmenn til að samþykkja samkomulagið.

Evrópuþingið ósátt við niðurskurð

Evrópusambandið | 23. júlí 2020

Ursula von der Leyen, Charles Michel og David Sassoli, forseti …
Ursula von der Leyen, Charles Michel og David Sassoli, forseti Evrópuþingsins. AFP

Eft­ir strang­ar samn­ingaviðræður leiðtoga Evr­ópu­sam­bands­ríkja í Brus­sel um helg­ina, þar sem samið var um fjár­hags­áætl­un Evr­ópu­sam­bands­ins til næstu sjö ára og nýj­an 750 millj­arða evra björg­un­ar­sjóð, er málið nú á borði Evr­ópuþings­ins. Char­les Michel, for­seti leiðtogaráðs ESB, hvatti í gær þing­menn til að samþykkja sam­komu­lagið.

Eft­ir strang­ar samn­ingaviðræður leiðtoga Evr­ópu­sam­bands­ríkja í Brus­sel um helg­ina, þar sem samið var um fjár­hags­áætl­un Evr­ópu­sam­bands­ins til næstu sjö ára og nýj­an 750 millj­arða evra björg­un­ar­sjóð, er málið nú á borði Evr­ópuþings­ins. Char­les Michel, for­seti leiðtogaráðs ESB, hvatti í gær þing­menn til að samþykkja sam­komu­lagið.

Eft­ir út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu var ljóst að annaðhvort þyrfti að skera niður í fjár­lög­um sam­bands­ins eða auka fram­lag hvers rík­is. Útkom­an var meðal­veg­ur­inn, þar sem út­gjöld sumra ríkja aukast en ekki svo að það vegi upp á móti tekjutap­inu. 

Útgjöld Evr­ópu­sam­bands­ins verða 1.076 millj­arðar evra næstu sjö árin, eða um 153 millj­arðar evra á ári. Til sam­an­b­urðar voru út­gjöld­in 168 millj­arðar evra í ár.

Til­bú­in að neita að samþykkja

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, viður­kenndi fyr­ir Evr­ópuþing­mönn­um í gær að erfitt væri að kyngja niður­skurðinum sem leiðtog­ar aðild­ar­ríkj­anna komu sér sam­an um á maraþon­fundi helgar­inn­ar. „Já, okk­ur tókst að foðast enn meiri niður­skurð, líkt og sum aðild­ar­ríki vildu, en þess­ari fjár­hags­áætl­un er erfitt að kyngja. Og ég veit að þing­heimi finnst það sama,“ sagði hún.

Í álykt­un, sem fréttamiðill­inn Euractiv hef­ur und­ir hönd­um en verður kosið um á þing­inu í dag, er óánægju lýst með niður­skurðinn og tekið fram að þingið sé til­búið að bíða með að samþykkja fjár­hags­áætl­un­ina „þar til full­nægj­andi sam­komu­lagi er náð“. Evr­ópuþing­menn verði ekki „neydd­ir til að samþykkja slæm­an samn­ing“.

Álykt­un­in reiðir sig á stuðning helstu flokka­banda­laga á Evr­ópuþing­inu, banda­lagi hægri­flokka (EPP), jafnaðar­menn, frjáls­lynda (Renew Europe), græn­ingja og sam­einaða vinstri­banda­lagið (UL).

Þing­menn hafa löng­um viljað að Evr­ópu­sam­bandið fái eig­in skatt­stofn, en fjár­út­lát banda­lags­ins er nú aðeins fjár­mögnuð með bein­um fram­lög­um frá aðild­ar­ríkj­um. Slík­ar breyt­ing­ar eru ekki auðsótt­ar enda þyrftu þær samþykki leiðtoga allra aðild­ar­ríkja. Til­raun­ir til að koma á sam­evr­ópsk­um net­skatti, 3% skatti sem lagður yrði á öll fyr­ir­tæki með tekj­ur yfir 750 millj­ón­ir evra á ári, náðu til að mynda ekki fram að ganga á sín­um tíma vegna mót­stöðu þriggja landa, Írlands, Svíþjóðar og Finn­lands.

Hug­mynd­ir eru sömu­leiðis uppi um sam­evr­ópsk­an kol­efn­is­skatt, en til­lög­ur eru skammt á veg komn­ar, verða lagðar fyr­ir leiðtogaráðið á fyrri hluta næsta árs og gætu senni­lega ekki komið til fram­kvæmda fyrr en 2023. Þingið vill hins veg­ar sjá til­lög­urn­ar koma til fram­kvæmda sem fyrst.

mbl.is