Úr sjö brotum í sautján

Samfélagsmál | 23. júlí 2020

Úr sjö brotum í sautján

Sautján þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað á neyðarmóttöku þolenda kynferðisofbeldis það sem af er júlímánuði. Í sama mánuði í fyrra leituðu sjö þolendur til neyðarmóttökunnar.

Úr sjö brotum í sautján

Samfélagsmál | 23. júlí 2020

Hrönn er verkefnastjóri neyðarmóttöku þolenda kynferðisbrota
Hrönn er verkefnastjóri neyðarmóttöku þolenda kynferðisbrota mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sautján þolend­ur kyn­ferðisof­beld­is hafa leitað á neyðar­mót­töku þolenda kyn­ferðisof­beld­is það sem af er júlí­mánuði. Í sama mánuði í fyrra leituðu sjö þolend­ur til neyðar­mót­tök­unn­ar.

Sautján þolend­ur kyn­ferðisof­beld­is hafa leitað á neyðar­mót­töku þolenda kyn­ferðisof­beld­is það sem af er júlí­mánuði. Í sama mánuði í fyrra leituðu sjö þolend­ur til neyðar­mót­tök­unn­ar.

Alls hafa 39 mál komið inn á borð neyðar­mót­tök­unn­ar í maí, júní og júlí en mál­in voru mun færri á fyrstu fjór­um mánuðum árs­ins; níu í janú­ar, tvö í fe­brú­ar, níu í mars og níu í apríl, alls 29 tals­ins. Í fyrra voru mál­in 34 frá maí til júlí en Hrönn Stef­áns­dótt­ir, verk­efna­stjóri neyðar­mót­tök­unn­ar, seg­ir erfitt að spá fyr­ir um það hvort fleiri mál komi upp í júlí­mánuði.

Eins og töl­urn­ar bera með sér hef­ur álagið auk­ist tals­vert síðan slakað var á tak­mörk­un­um vegna kór­ónu­veiru.

Þrátt fyr­ir að skemmtistöðum sé ein­ung­is heim­ilt að hafa opið til ell­efu á kvöld­in eru brot­in, eins og áður, flest skemmt­ana­tengd, að sögn Hrann­ar Stef­áns­dótt­ur, verk­efna­stjóra neyðar­mót­tök­unn­ar. Þrátt fyr­ir að vera skemmt­ana­tengd eiga flest brot sér stað í heima­hús­um en ein­ung­is 5% þolenda sem til mót­tök­unn­ar leita koma þangað vegna kyn­ferðisof­beld­is á skemmti­stað.

mbl.is