Nautið: Þú hefur gott sjálfstraust

Stjörnuspá Siggu Kling | 31. júlí 2020

Nautið: Þú hefur gott sjálfstraust

Elsku Nautið mitt, þú ert svo magnandi merki, fljótur að magna upp að allt sé
að fara til andskotans og að magna upp að þetta sé ekkert mál og þú haldir bara áfram, svo þitt er valið, þetta kallast lífið. Það virðist vera að bjartsýni þín skili sér margfalt til baka, til þess að hafa hamingjuna sem fylginaut þarftu að hafa einn dag í einu að leiðarljósi.

Nautið: Þú hefur gott sjálfstraust

Stjörnuspá Siggu Kling | 31. júlí 2020

Elsku Nautið mitt, þú ert svo magn­andi merki, fljót­ur að magna upp að allt sé
að fara til and­skot­ans og að magna upp að þetta sé ekk­ert mál og þú hald­ir bara áfram, svo þitt er valið, þetta kall­ast lífið. Það virðist vera að bjart­sýni þín skili sér marg­falt til baka, til þess að hafa ham­ingj­una sem fylg­inaut þarftu að hafa einn dag í einu að leiðarljósi.

Elsku Nautið mitt, þú ert svo magn­andi merki, fljót­ur að magna upp að allt sé
að fara til and­skot­ans og að magna upp að þetta sé ekk­ert mál og þú hald­ir bara áfram, svo þitt er valið, þetta kall­ast lífið. Það virðist vera að bjart­sýni þín skili sér marg­falt til baka, til þess að hafa ham­ingj­una sem fylg­inaut þarftu að hafa einn dag í einu að leiðarljósi.

Þú hef­ur gott sjálfs­traust en læt­ur aðra trufla þig, og al­veg sama þó þú ætl­ir ekki að láta annað fólk hafa áhrif á þig þá er ára þín svo opin að minnstu setn­ing­ar eða at­huga­semd­ir geta orðið að hvirf­il­vindi í huga þínum. Það eina sem hægt að gera fyr­ir þig til þess að öðlast frið er að úti­loka þess­ar hugs­an­ir, með góðu eða illu.

Það er mjög al­gengt að maður telji að ef ein­hver geri manni eitt­hvað að maður eigi að biðja fyr­ir hon­um og senda hon­um ljós. En með því ertu líka að gefa þeirri mann­eskju pláss í huga þínum og til­veru, en lífið er list og þú þarft hug­ar­ró til þess að geta skemmt þér.

Þín stærsta lexía snýst um ást­ina, þú verður að elska skil­yrðis­laust og sjálf­an þig enn heit­ar.
Þú ert núna á þeim tíma­mót­um í líf­inu að þú ert að fara í gjör­ólíka átt, átt eft­ir að til­einka þér
heil­brigðara líferni og miklu meiri sjálf­saga. Þó það komi nátt­úru­lega fyr­ir þú verðir óþekk­ur,
sem er bara gam­an. Þú átt eft­ir að finna þitt jafn­vægi og nálg­un á ást­inni og velja þér svo einn dag í viku til þess að hugsa um eig­in líðan og sjá og skilja hvað ger­ir þig ham­ingju­sam­an.

Ég dreg fyr­ir þig Steina­spil þar sem er lauf­at­vist­ur sem tákn­ar mann­eskju sem ekki er eins
traust og hún lít­ur út fyr­ir að vera. Á spil­inu er mynd af fal­leg­um kristal. Þú færð líka annað spil sem er laufa­ás sem tákn­ar fjör­uga tíma og fær­ir þér hug­rekki. Þú átt líka eft­ir að losa um hug­rekki og þetta gef­ur bless­un til að bæta þinn hag.

Knús og koss­ar, 

Sigga Kling

mbl.is