Er þetta fallegasta barnaherbergi veraldar?

Barnaherbergi | 6. ágúst 2020

Er þetta fallegasta barnaherbergi veraldar?

Barnaherbergi skipta miklu máli ef þú vilt að barnið þitt verji tíma í herberginu sínu. Börn vilja oftast vera mjög nálægt foreldrum sínum og til þess að fá þau til þess að vera í eigin herbergi þarf herbergið að hafa upp á eitthvað skemmtilegt að bjóða. 

Er þetta fallegasta barnaherbergi veraldar?

Barnaherbergi | 6. ágúst 2020

Barnaherbergi skipta miklu máli ef þú vilt að barnið þitt verji tíma í herberginu sínu. Börn vilja oftast vera mjög nálægt foreldrum sínum og til þess að fá þau til þess að vera í eigin herbergi þarf herbergið að hafa upp á eitthvað skemmtilegt að bjóða. 

Barnaherbergi skipta miklu máli ef þú vilt að barnið þitt verji tíma í herberginu sínu. Börn vilja oftast vera mjög nálægt foreldrum sínum og til þess að fá þau til þess að vera í eigin herbergi þarf herbergið að hafa upp á eitthvað skemmtilegt að bjóða. 

POINT-arkitektastofan á heiðurinn af þessu framúrskarandi barnaherbergi sem rúmar tvö börn, rúm, skrifborð, krítartöflu, hirslur og góða lýsingu. 

Rúmin eru sérsmíðuð og til þess að gera svefnrýmið fallegt er það málað í gulum lit. Fyrir framan rúmin eru skrifborð úr viði með tröppu svo hægt sé að komast auðveldlega upp í rúm. Til þess að gera herbergið enn þá skemmtilegra eru fallegir litir notaðir með hvíta og gula litnum. 

Herbergið var hannað fyrir ítalska fjölskyldu sem vildi nýta plássið vel og hafa frumlegheit í forgrunni. Veggurinn á móti er líka vel nýttur undir bækur og föt og svo er bekkur fyrir lúna foreldra. 

mbl.is