Ertu ljóshærð og umhverfisvæn?

Snyrtipenninn | 9. ágúst 2020

Ertu ljóshærð og umhverfisvæn?

Við, sem litum á okkur hárið ljóst, vitum að fylgifiskar þess kunna að vera óæskilegir gylltir tónar í hárinu. Þess vegna notum við hárvörur með fjólubláum lit, til þess að tóna ljósa hárlitinn og hlutleysa gylltu tónana. Hingað til hefur verið lítið úrval af slíkum vörum fyrir þær okkar sem vilja umhverfisvænar og hreinar formúlur en það hefur breyst hratt síðastliðið ár. Hér fyrir neðan má lesa um eftirtektarverðar formúlur til að tóna ljóst hár án óæskilegra innihaldsefna.

Ertu ljóshærð og umhverfisvæn?

Snyrtipenninn | 9. ágúst 2020

Það hefur sjaldan verið auðveldara að nálgast umhverfisvænar og aukaefnalausar …
Það hefur sjaldan verið auðveldara að nálgast umhverfisvænar og aukaefnalausar hárvörur. Skjáskot/Instagram

Við, sem lit­um á okk­ur hárið ljóst, vit­um að fylgi­fisk­ar þess kunna að vera óæski­leg­ir gyllt­ir tón­ar í hár­inu. Þess vegna not­um við hár­vör­ur með fjólu­blá­um lit, til þess að tóna ljósa hár­lit­inn og hlut­leysa gylltu tón­ana. Hingað til hef­ur verið lítið úr­val af slík­um vör­um fyr­ir þær okk­ar sem vilja um­hverf­i­s­væn­ar og hrein­ar formúl­ur en það hef­ur breyst hratt síðastliðið ár. Hér fyr­ir neðan má lesa um eft­ir­tekt­ar­verðar formúl­ur til að tóna ljóst hár án óæski­legra inni­halds­efna.

Við, sem lit­um á okk­ur hárið ljóst, vit­um að fylgi­fisk­ar þess kunna að vera óæski­leg­ir gyllt­ir tón­ar í hár­inu. Þess vegna not­um við hár­vör­ur með fjólu­blá­um lit, til þess að tóna ljósa hár­lit­inn og hlut­leysa gylltu tón­ana. Hingað til hef­ur verið lítið úr­val af slík­um vör­um fyr­ir þær okk­ar sem vilja um­hverf­i­s­væn­ar og hrein­ar formúl­ur en það hef­ur breyst hratt síðastliðið ár. Hér fyr­ir neðan má lesa um eft­ir­tekt­ar­verðar formúl­ur til að tóna ljóst hár án óæski­legra inni­halds­efna.

Allt plast­laust og vatns­laust með framúrsk­ar­andi inni­halds­efn­um

Et­hique er óvenju­legt hár­vörumerki frá Nýja-Sjálandi en vör­urn­ar þeirra koma all­ar í föstu formi og inni­halda ekk­ert vatn. Hug­mynd­in er að þú not­ir vatnið í sturt­unni eða vask­in­um til að virkja vör­una í hvert skipti. Et­hique fram­leiðir ekki ein­göngu hár­vör­ur held­ur einnig húðvör­ur og svita­lyktareyði. Umbúðirn­ar eru úr papp­ír og öll fram­leiðslan miðast við það að spara vatn, orku og lág­marka plast­notk­un. Saga og gildi Et­hique er efni í aðra grein en óhætt er að segja að stofn­end­ur þess hafi hugsað út fyr­ir kass­ann en les­end­ur eru hvatt­ir til að kynna sér sög­una á vef­slóðinni Et­hique.com.

Tone It Down nefn­ast sjampó- og hár­nær­ing­arkubb­arn­ir frá Et­hique en einn kubb­ur er ígildi þriggja 350 ml sjampó­brúsa. Inni­halds­efn­in eru framúrsk­ar­andi en má þar helst nefna babassu- og jasmínu­olíu, kakós­mjör, betaín og rauðróf­ur fyr­ir ákafari fjólu­blá­an litatón. Formúl­urn­ar eru án súlfats, para­bena, jarðolíulitar­efna, gerviil­m­efna og dýra­af­leiða. Inni­halds­efn­in eru öll lífniður­brjót­an­leg og umbúðirn­ar end­ur­vinn­an­leg­ar. 

Ethique Tone It Down Purple Solid Shampoo, 2.860 kr., og …
Et­hique Tone It Down Purple Solid Shampoo, 2.860 kr., og Et­hique Tone It Down Purple Solid Conditi­oner, 3.190 kr. Fæst í versl­un­inni Beauty­box og í vef­versl­un­inni Beauty­box.is.

Hand­gerðar og hrein­ar hár­vör­ur frá Bruns

Sænska hár­vörumerkið Bruns hef­ur vakið mikla at­hygli á Íslandi und­an­farið en Bruns er hug­ar­fóst­ur tveggja sænskra hár­fag­manna. Eft­ir að hafa séð sam­starfs­fólk sitt fá of­næmi, exem, end­ur­tekn­ar blóðnas­ir og höfuðverkja­köst vildu þær Johanna og Cecilia fram­leiða hár­vör­ur með það að leiðarljósi að bæta starfs­um­hverfi hár­greiðslu­fólks. Hár­vör­urn­ar eru marg­verðlaunaðar og hand­gerðar en þær búa yfir sér­völd­um nátt­úru­leg­um inni­halds­efn­um og fram­leidd­ar með sjálf­bærni að leiðarljósi. Bæði er hægt að velja til­tekna hár­vöru með ilm­kjarna­ol­í­um eða ilm­efna­laus­ar og einnig er hægt að kaupa vör­urn­ar í ferðastærðum.

Fjólu­bláa sjampóið og nær­ing­in frá Bruns nefn­ast Blond Skön­het Nr. 24 og eru formúl­urn­ar mild­ar og nær­andi fyr­ir hárið. Greipald­in veit­ir vör­un­um fersk­an ilm og dreg­ur úr ert­ingu í hár­sverði. Formúl­urn­ar eru án súlfats, síli­kona, para­bena, gerviil­m­efna, litar­efna úr jarðolíu og dýra­af­leiða. Umbúðir eru end­ur­vinn­an­leg­ar.

Bruns Blond Skönhet Schampo Nr. 24, 2.390 kr. / 7.590 …
Bruns Blond Skön­het Schampo Nr. 24, 2.390 kr. / 7.590 kr. Hár­vör­urn­ar frá Bruns fást m.a. á hár­greiðslu­stof­unni Skugga­falli og í vef­versl­un þeirra á vef­slóðinni Skugga­fall.is.
Bruns Blond Skönhet Balsam Nr. 24, 2.390 kr. / 7.590 …
Bruns Blond Skön­het Bal­sam Nr. 24, 2.390 kr. / 7.590 kr. Hár­vör­urn­ar frá Bruns fást m.a. á hár­greiðslu­stof­unni Skugga­falli og í vef­versl­un þeirra á vef­slóðinni Skugga­fall.is.

Lit­ur, gljái og nær­ing í einni formúlu

Til að vinna enn frem­ur gegn gyllt­um litatón­um í hár­inu hef­ur ít­alska hár­vörumerkið Previa sett á markað fjólu­blátt nær­ing­ar­sprey sem býr yfir öllu sem ljóst hár þarf. Sil­ver Bip­hasic Lea­ve-In Conditi­oner er nær­andi, býr yfir styrkj­andi pró­tín­um og líf­ræn­um bróm­berj­um. Umbúðirn­ar eru úr end­ur­vinn­an­legu plasti og eru svo aft­ur end­ur­vinn­an­leg­ar að fullu. Formúl­an er án jarðol­íu­af­leiða, EDTA/​PEG/​PPG, para­bena og dýra­af­leiða. 

Previa Silver Biphasic Leave-In Conditioner, 4.590 kr. Fæst í versluninni …
Previa Sil­ver Bip­hasic Lea­ve-In Conditi­oner, 4.590 kr. Fæst í versl­un­inni Nola og í vef­versl­un­inni á vef­slóðinni Nola.is.

Með sjálf­bærni að leiðarljósi

Vör­urn­ar frá Dav­ines eru fram­leidd­ar með sjálf­bærni að leiðarljósi og séð til þess að lág­marka kol­efn­is­spor fram­leiðslunn­ar. Alchemic Conditi­oner Sil­ver er öfl­ug hár­nær­ing sem býr yfir fjólu­blá­um lit til að tóna ljóst eða grátt hár. Formúl­an hef­ur verið end­ur­nýjuð og er nú 98% lífniður­brjót­an­leg og án para­bena og síli­kona. 

Davines Alchemic Conditioner Silver, 4.200 kr. Fæst m.a. á hárgreiðslustofunni …
Dav­ines Alchemic Conditi­oner Sil­ver, 4.200 kr. Fæst m.a. á hár­greiðslu­stof­unni Skugga­falli og í vef­versl­un þeirra á vef­slóðinni Skugga­fall.is.

 

mbl.is