Engar rækjuveiðar við Eldey

Rækjuveiðar | 10. ágúst 2020

Engar rækjuveiðar við Eldey

Hafrannsóknastofnun leggur til að að veiðar á rækju við Eldey verði ekki heimilaðar árið 2020, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Engar rækjuveiðar við Eldey

Rækjuveiðar | 10. ágúst 2020

Hafró vill ekki heimila rækjuveiðar við Eldey.
Hafró vill ekki heimila rækjuveiðar við Eldey. mbl.is

Hafrannsóknastofnun leggur til að að veiðar á rækju við Eldey verði ekki heimilaðar árið 2020, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Hafrannsóknastofnun leggur til að að veiðar á rækju við Eldey verði ekki heimilaðar árið 2020, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Þar segir að samkvæmt stofnmælingu sumarið 2020 sé stærð rækjustofnsins við Eldey undir varúðarmörkum stofnsins. Lítið hefur fengist af þorski og ýsu í stofnmælingu rækju við Eldey frá árinu 2010 en árið 2020 fékkst mikið af ýsu.

Einnig ráðleggur Hafrannsóknastofnun að afli fyrir úthafsrækju fiskveiðiárið 2020/2021 verði ekki meiri en 5.136 tonn. Þá hefur vísitala veiðistofns úthafsrækju breyst lítið á árunum 2012 til 2020 „fyrir utan árið 2015 þegar hún lækkaði og var sú lægsta frá upphafi mælinga“. Bent er á að vísitala veiðihlutfalls hefur verið undir markgildi frá árinu 2016.

mbl.is