10 lífsreglur Pat Allen

10 lífsreglur | 15. ágúst 2020

10 lífsreglur Pat Allen

Dr. Pat Allen er bandarískur sálfræðingur sem hefur starfað við hjónaráðgjöf í tæplega fimm áratugi. Hún þykir beinskeytt og skemmtileg. Hún er þekkt fyrir að aðstoða illa áttuðum- inn á veg ástarinnar. 

10 lífsreglur Pat Allen

10 lífsreglur | 15. ágúst 2020

Dr Pat Allen er skemmtileg kona sem hefur skrifað fjölmargar …
Dr Pat Allen er skemmtileg kona sem hefur skrifað fjölmargar bækur og er vel menntuð í sínu fagi. mbl.is/Pat Allen

Dr. Pat Allen er banda­rísk­ur sál­fræðing­ur sem hef­ur starfað við hjónaráðgjöf í tæp­lega fimm ára­tugi. Hún þykir bein­skeytt og skemmti­leg. Hún er þekkt fyr­ir að aðstoða illa áttuðum- inn á veg ástar­inn­ar. 

Dr. Pat Allen er banda­rísk­ur sál­fræðing­ur sem hef­ur starfað við hjónaráðgjöf í tæp­lega fimm ára­tugi. Hún þykir bein­skeytt og skemmti­leg. Hún er þekkt fyr­ir að aðstoða illa áttuðum- inn á veg ástar­inn­ar. 

Allen seg­ir ástæðuna fyr­ir því að hún fór að starfa með pör­um vera sú að hún var sjálf nærri hand­tek­in fyr­ir að beita fyrsta eig­in­mann sinn of­beldi.

Þau skildu að skipt­um en á þess­um tíma þá lofaði hún því að ef hún myndi ná stjórn á sín­um mál­um þá myndu hún eyða það sem eft­ir er lífs­ins í að aðstoða annað fólk í að gera hið sama. 

Hún menntaði sig vel í fag­inu og hef­ur hagað sér frá því á þess­um tíma. 

Hér eru ráð í henn­ar anda:

Ekki drekka áfengi ef þú miss­ir stjórn á þér

Allen byrjaði að drekka áfengi óhóf­lega á sjö­unda ára­tugn­um þegar hún flutti til Kali­forn­íu með fyrsta eig­in­manni sín­um. Hún rankaði við sér á spít­ala eft­ir slæm­an drykkjutúr, þar sem hún hafði reynt að ganga í skrokk á mann­in­um sín­um. Hún komst hjá hand­töku fyr­ir at­vikið og gerði samn­ing um að taka á sín­um mál­um. Hún hef­ur ekki drukkið dropa af áfengi síðan þá og hef­ur staðið við samn­ing­inn um að gefa bata sinn áfram til þeirra sem eru fús­ir í bata. 

Ekki borða syk­ur ef þú miss­ir stjórn á þér

Allen fer varla í fjöl­miðlaviðtal án þess að bjóðast til að sýna spyrl­in­um ljós­mynd af sér þegar hún var nærri 100 kg sjálf. Hún seg­ir að hún hafi notað syk­ur og mat á sama hátt og áfengi. Að það hafi nærri drepið hana þegar hún var rétt rúm­lega þrítug. Allen fékk lausn frá sín­um vanda í 12 spora sam­tök­um, en hef­ur einnig notið stuðnings hjá nær­ing­ar­fræðing­um og fleir­um. Hún held­ur sig frá sykri, brauði og kart­öfl­um svo eitt­hvað sé nefnt og seg­ist vigta og mæla mat­inn sinn dag­lega.  

Kyn­líf er ekki merki um ást

Allen fer af kost­um þegar hún tal­ar um kyn­líf. Hún bygg­ir skoðanir sín­ar á rann­sókn­um sem hún gerði á sín­um tíma og seg­ir að karl­menn tjái ást sína með vilja sín­um til að skuld­bind­ast. Það sama má segja um kon­ur. 

Hún hef­ur margsinn­is sagt að oxytoc­in, bindi­horm­ónið í sæði karla, sé hug­breyt­andi fyr­ir marg­ar kon­ur og karla og þess vegna sjái sum­ar kon­ur þá menn sem þær hafa sofið hjá sem efni.

Hún seg­ir refs­ing­una fyr­ir að sofa hjá fyrst og síðan fara í sam­band vera þá að kon­ur verði ekki jafn góðar að semja um sam­bandið og sum­ar enda með körl­um með Pét­ur Pan heil­kennið sem nota þær fyr­ir kyn­líf og vilja í raun ekk­ert með þær hafa. 

Vertu með mak­an­um ef hann er meira en 50% í lagi

Allen er á því að öll sam­bönd geti verið erfið og að fólk ætti að hugsa sig vel um áður en það biður um skilnað. Hún seg­ir að vana­lega þurfi fólk að herða sig aðeins þegar kem­ur að samn­ing­um sín á milli. Hún er sér­fræðing­ur í sam­ræðutækni, þar sem farið er beint í mál­efnið og ekki eru haldn­ir fyr­ir­lestr­ar eða talað und­ir rós.  

Hún seg­ir að þessi hugs­un eigi ekki við um sam­bönd þar sem of­beldi eigi sér stað. Í þannig aðstæðum ætti fólk að finna sér lög­mann eða að hringja á lög­regl­una. 

Það er von fyr­ir alla

Allen er ein af þeim sem tek­ur fólk í vand­lega rann­sókn áður en hún byrj­ar að vinna með þeim. Þeir sem eru al­var­lega veik­ir eða eru með stjórn­leysi á ein­hverju sviði þurfa vana­lega að ná tök­um á því áður en þeir setj­ast niður með henni. Hún er ekki lækn­ir eða geðlækn­ir og vil ekki taka að sér þeirra störf. 

Hún bend­ir fólk á tólf spora sam­tök og að vinna með sér­fræðing­um áður en hún aðstoðar fólk með sam­töl og samn­inga. 

Þú ert að velja þér lífið sem þú lif­ir

Allen er á því að fólk fari meðvitað eða ómeðvitað í erfið sam­bönd. Hún seg­ir ástæðuna fyr­ir því vera þá að fólk hafi upp­lifað áföll, van­rækslu eða of­beldi í æsku og sé að end­urupp­lifa það í sam­bönd­um sín­um þegar það verður full­orðið fólk. 

Af þess­um sök­um ættu all­ir að skoða fortíðina sína sem eiga erfitt með sam­skipti. Það sé til þess að losa um áfall­a­streiturösk­un, kvíða og aðra van­líðan. Hún seg­ir að all­ir sem eru ham­ingju­sam­ir í líf­inu, velji sér maka sem er á sama stað og þeir. 

Fyr­ir­lestr­ar ganga ekki í sam­bönd­um

Allen bend­ir á að það er alls ekki í lagi að vera með fyr­ir­lestra inn í sam­bönd­um. Hún flokk­ar það að halda fyr­ir­lestra yfir maka sinn sem „mis­notk­un með orðum“ (e con­versati­onal rape) og bend­ir fólki frek­ar á að nota fjór­ar setn­ing­ar til að biðja um það sem það lang­ar í eða til að stoppa það sem það vill ekki. 

Komið al­menni­lega fram við börn­in ykk­ar

Allen er á því að for­eldr­ar séu ekki nægi­lega meðvitaðir um rann­sókn­ir sem hafa verið gerðar á mik­il­væg­um tengsla barna við for­eldra sína. Hún legg­ur áherslu á að sam­band móður og son­ar sé mik­il­vægt og að sama skapi sé sam­band dótt­ur og föður mik­il­vægt. 

Hún seg­ir að ef for­eldr­ar séu fjar­læg­ir, þá mynd­ist hung­ur hjá fólki í sam­bönd­um í framtíðinni. Að allt stjórn­leysi á full­orðins­ár­um megi rekja til fyrstu ára barns­ins. 

Það eru til nátt­úru­lega leiðir til að kom­ast yfir áföll

Allen er dug­leg að benda á að sam­töl, REM svefn og fleira séu nátt­úru­leg­ar leiðir til að kom­ast yfir áföll og erfiðleika í líf­inu. Hún seg­ir að ef sem dæmi fólk taki mikið af svefn­lyfj­um þá geti það haft áhrif á úr­vinnslu verk­efna dags­ins um nótt­ina. 

Allen á þannig lífs­hlaup sjálf að hún gef­ur öll­um von um að þeir geti náð tök­um í líf­inu. Hún var í betra formi á átt­ræðis­aldri sem dæmi en hún var þegar hún var þrítug. 

Skoðaðu hugs­an­ir þínar, orð þín og hegðun

Allen seg­ir að fólk þurfi að vera meðvitað um hvað það hugs­ar um. Því hún seg­ir að hugs­an­ir verða að orðum fólks. Hún seg­ir að orð fólks ákv­arði svo hvað fólk ger­ir í líf­inu. Jafn­framt legg­ur hún áherslu á að það sem fólk ger­ir dag­lega verður að áv­ana fólks. Hún seg­ir áv­ana fólks ákv­arða mikið um per­sónu­leika fólks. Síðan seg­ir hún að per­sónu­leiki fólks ákv­arði mikið um ör­lög fólks í líf­inu. 

Gett­ing To I Do

Stay­ing Married and Loving It

It´s a Mans World and a Womens Uni­verse

mbl.is