Vilja kaupa fiskvinnslu á Írlandi fyrir milljarð

Iceland Seafood | 31. ágúst 2020

Vilja kaupa fiskvinnslu á Írlandi fyrir milljarð

Iceland Seafood hefur ásamt Mondi Group AB undirritað viljayfirlýsingu um að Iceland Seafood kaupi öll hlutabréf í fiskvinnslufyrirtækinu Carrs & Sons Seafood Limited Ltd. í Killala á Írlandi. Kaupverðið nemur 6,5 milljónum evra, jafnvirði milljarðs íslenskra króna, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Iceland Seafood.

Vilja kaupa fiskvinnslu á Írlandi fyrir milljarð

Iceland Seafood | 31. ágúst 2020

Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, við tilefni þess að fyrirtækið …
Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, við tilefni þess að fyrirtækið var skráð á aðalmarkaðinn í kauphöllinni. mbl.is/​Hari

Ice­land Sea­food hef­ur ásamt Mondi Group AB und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu um að Ice­land Sea­food kaupi öll hluta­bréf í fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­inu Carrs & Sons Sea­food Lim­ited Ltd. í Killala á Írlandi. Kaup­verðið nem­ur 6,5 millj­ón­um evra, jafn­v­irði millj­arðs ís­lenskra króna, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Ice­land Sea­food.

Ice­land Sea­food hef­ur ásamt Mondi Group AB und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu um að Ice­land Sea­food kaupi öll hluta­bréf í fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­inu Carrs & Sons Sea­food Lim­ited Ltd. í Killala á Írlandi. Kaup­verðið nem­ur 6,5 millj­ón­um evra, jafn­v­irði millj­arðs ís­lenskra króna, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Ice­land Sea­food.

Yf­ir­lýs­ing­in er sögð ekki vera bind­andi og að um sé að ræða grund­völl fyr­ir frek­ari viðræður um hvernig staðið verður að end­an­leg­um viðskipt­um, en stefnt er að því að hægt verði að ljúka viðskipt­un­um fyr­ir 30. nóv­em­ber.

Aukið vægi smá­sölu

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að Carrs & Sons er fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í fram­leiðslu reyktra laxaf­urða og að velta fé­lags­ins hafi numið 11,5 millj­ón­um evra á síðasta ári, jafn­v­irði 1,9 millj­arða ís­lenskra króna. Fram­leiðir fyr­ir­tækið bæði vör­ur und­ir eig­in merkj­um og fyr­ir aðra.

Árið 2018 festi Ice­land Sea­food kaup á írska fyr­ir­tæk­inu Oce­an­path og eru fyr­ir­huguð kaup nú sögð falla vel að þeim rekstri. „Kaup­in munu styrkja enn frek­ar þjón­ustu sam­stæðunn­ar við írska smá­sölu­markaðinn. Frá sjón­ar­hóli sam­stæðunn­ar er það einnig mik­il­vægt skref að skapa hag­stætt jafn­vægi milli smá­sölu og mat­vælaþjón­ustu. Með fyr­ir­huguðum kaup­um og vænt­an­leg­um smá­sölu­vexti í Bretlandi mun um 50% af arðsemi sam­stæðunn­ar verða til vegna smá­sölu.“

mbl.is