Kærasta Pitts segist ekki hata Jolie

Brad Pitt | 17. september 2020

Kærasta Pitts segist ekki hata Jolie

Fyrirsætan Nicole Poturalski komst í heimspressuna í ágúst fyrir að slá sér upp með Brad Pitt. Fólk skiptist í fylkingar þegar kemur að konunum í lífi leikarans og var Poturalski spurð að því á dögunum af hverju hún hataði Angelinu Jolie. 

Kærasta Pitts segist ekki hata Jolie

Brad Pitt | 17. september 2020

Brad Pitt á í sambandi við fyrirsætuna Nicole Poturalski.
Brad Pitt á í sambandi við fyrirsætuna Nicole Poturalski. Samsett mynd

Fyr­ir­sæt­an Nicole Potur­alski komst í heim­spress­una í ág­úst fyr­ir að slá sér upp með Brad Pitt. Fólk skipt­ist í fylk­ing­ar þegar kem­ur að kon­un­um í lífi leik­ar­ans og var Potur­alski spurð að því á dög­un­um af hverju hún hataði Ang­el­inu Jolie. 

Fyr­ir­sæt­an Nicole Potur­alski komst í heim­spress­una í ág­úst fyr­ir að slá sér upp með Brad Pitt. Fólk skipt­ist í fylk­ing­ar þegar kem­ur að kon­un­um í lífi leik­ar­ans og var Potur­alski spurð að því á dög­un­um af hverju hún hataði Ang­el­inu Jolie. 

„Ham­ingju­samt fólk hat­ar ekki,“ skrifaði Potur­alski við mynd af sér í app­el­sínu­gul­um kjól. Hún fékk þó að finna fyr­ir því í at­huga­semd­un­um við mynd­ina. 

„Ef svo er, af hverju hatið þið Brad Ang­el­inu? Fylgdu því sem þú pre­dik­ar stelpa,“ skrifaði in­sta­gram­not­andi við mynd­ina. Potur­alski lét at­huga­semd­ina ekki slá sig út af lag­inu. „Hata ekki neinn,“ svaraði hún. 

Ferðalag Pitts og Potur­alski til Frakk­lands í lok ág­úst vakti mikla at­hygli en Pitt fór með nýju kær­ust­una í kast­al­ann sem þau Ang­el­ina Jolie keyptu árið 2011. Hjón­in, sem enn standa í skilnaði, giftu sig ein­mitt í kast­al­an­um árið 2014. 

Angelina Jolie.
Ang­el­ina Jolie. AFP
View this post on In­sta­gram

Happy people dont hate 🧡🧡🧡

A post shared by Nico (@nico.pot­ur) on Sep 15, 2020 at 7:18am PDT

mbl.is