Taki við flóttamönnum eða hjálpi til

Evrópusambandið | 23. september 2020

Taki við flóttamönnum eða hjálpi til

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í dag tillögur að nýjum reglum um móttöku og endursendingu flóttamanna innan sambandsins sem taka eiga við af Dyflinnarreglugerðinni.

Taki við flóttamönnum eða hjálpi til

Evrópusambandið | 23. september 2020

Margaritas Schinas, framkvæmdastjóri aðlögunarmála hjá ESB.
Margaritas Schinas, framkvæmdastjóri aðlögunarmála hjá ESB. AFP

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins kynnti í dag til­lög­ur að nýj­um regl­um um mót­töku og end­ur­send­ingu flótta­manna inn­an sam­bands­ins sem taka eiga við af Dyfl­inn­ar­reglu­gerðinni.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins kynnti í dag til­lög­ur að nýj­um regl­um um mót­töku og end­ur­send­ingu flótta­manna inn­an sam­bands­ins sem taka eiga við af Dyfl­inn­ar­reglu­gerðinni.

Í til­lög­un­um er gert ráð fyr­ir að ríki hafi eft­ir sem áður val um það hvort þau taki við flótta­mönn­um eða ekki, en að þau sem ekki geri það þurfi þess í stað að sjá um end­ur­send­ingu flótta­manna sem ekki hafa fengið um­sókn samþykkta. „Við verðum að lifa eft­ir gild­um okk­ar, en a sama tíma að tak­ast á við vanda­mál­in sem steðja að alþjóðavædd­um heimi,“ sagði Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB er til­lög­urn­ar voru kynnt­ar.

Til­lög­urn­ar hafa valdið von­brigðum hjá sam­tök­um sem berj­ast fyr­ir rétt­ind­um flótta­fólks, sem mörg hver höfðu von­ast eft­ir því að ríki yrðu skylduð til að taka við ákveðnum fjölda flótta­manna. „Þetta er mála­miðlun milli kynþátta­for­dóma og heimsku,“ skrifaði belg­íski flótta­manna­sér­fræðing­ur­inn Franco­is Ge­m­enne á Twitter.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins er þó full­ljóst að til­raun til að skylda ríki til að taka á móti flótta­mönn­um hefði aldrei gengið. Stjórn­völd í Aust­ur­ríki, Póllandi, Ung­verjalandi, Tékklandi og Slóvakíu hafa lagst gegn slík­um hug­mynd­um, og hefðisú andstaða nægt til að fella til­lög­ur um það inn­an ráðherr­aráðsins.

All­ir leggi eitt­hvað af mörk­um

Þess í stað var lögð til leið sem ger­ir ráð fyr­ir að öll ríki taki þátt í kerf­inu með ein­hverj­um hætti til að létta megi byrðum af Grikklandi og Ítal­íu, þeim ríkj­um sem bera þung­ann af straumi flótta­manna enda jafn­an fyrsti viðkomu­staður flótta­manna eft­ir leiðina yfir Miðjarðar­hafið . Sam­kvæmt Dyfl­inn­ar­reglu­gerðinni, sem fella á út gildi, er Evr­ópu­ríkj­um heim­ilt að senda flótta­menn aft­ur til þess Evr­ópu­lands sem þeir komu fyrst; heim­ild sem ís­lensk stjórn­völd nýta óspart.

„Við þurf­um að ein­beita okk­ur frek­ar að end­ur­send­ing­um,“ seg­ir hin sænska Ylva Johans­son, fram­kvæmda­stjóri inn­an­rík­is­mála hjá ESB. Gert er ráð fyr­ir að um­sókn­ir um hæli frá ríkj­um þar sem samþykkt hlut­fall um­sókna er und­ir 20% verði af­greidd­ar við landa­mær­in og að niður­stöður liggi fyr­ir inn­an 12 vikna.

mbl.is