Stofninn í Arnarfirði nálægt sögulegu lágmarki

Hafrannsóknastofnun | 13. október 2020

Stofninn í Arnarfirði nálægt sögulegu lágmarki

Hafrannsóknastofnun leggur til að að leyfðar verði veiðar á 184 tonnum af rækju í Arnarfirði og 586 tonnum í Ísafjarðardjúpi á vertíðinni 2020/2021, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þá segir að ráðleggingarnar byggi á niðurstöðum könnunar á ástandi innfjarðarrækjustofna sem fram fór dagana 28. september til 4. október.

Stofninn í Arnarfirði nálægt sögulegu lágmarki

Hafrannsóknastofnun | 13. október 2020

Rækju landað úr Ísafjarðardjúpi árið 2016. Ráðlagt er að aðeins …
Rækju landað úr Ísafjarðardjúpi árið 2016. Ráðlagt er að aðeins verður heimilt að veiða 586 tonn af rækju á vertíðinni. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Hafrannsóknastofnun leggur til að að leyfðar verði veiðar á 184 tonnum af rækju í Arnarfirði og 586 tonnum í Ísafjarðardjúpi á vertíðinni 2020/2021, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þá segir að ráðleggingarnar byggi á niðurstöðum könnunar á ástandi innfjarðarrækjustofna sem fram fór dagana 28. september til 4. október.

Hafrannsóknastofnun leggur til að að leyfðar verði veiðar á 184 tonnum af rækju í Arnarfirði og 586 tonnum í Ísafjarðardjúpi á vertíðinni 2020/2021, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þá segir að ráðleggingarnar byggi á niðurstöðum könnunar á ástandi innfjarðarrækjustofna sem fram fór dagana 28. september til 4. október.

Fram kemur að stofnvísitala rækju í Arnarfirði reyndist nálægt sögulegu lágmarki en yfir skilgreindum varúðarmörkum, auk þess var rækjan þar smærri en undanfarin ár. Meira var af þorski og ýsu í Arnarfirði en undanfarin ár.

Rækjan í Ísafjarðardjúpi var undir meðallagi en yfir skilgreindum varúðarmörkum og var útbreiðsla hennar að mestu takmörkuð við svæðið innst í Ísafjarðardjúpi. Þá segir í tilkynningunni að nýliðunarvísitala rækju var langt undir meðallagi árin 2016 til 2020. Þá hefur vísitala þorsks í Ísafjarðardjúpi farið lækkandi frá árinu 2012 en vísitala ýsu hefur haldist há frá 2004 og var töluvert af ýsu eins árs og eldri á svæðinu í október 2020.

Að þessu sinni var ekki kannað ástand rækjustofna í Húnaflóa, Skagafirði, Skjálfanda og Öxarfirði, en undanfarin ár hefur ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar verið að engar veiðar séu stundaðar á þessum svæðum vegna slæms ástands stofnanna.

mbl.is