Hittir fólk utandyra og er hætt að knúsa

Framakonur | 16. október 2020

Hittir fólk utandyra og er hætt að knúsa

Eva María Jónsdóttir vinnur heima þessa dagana eins og margir landsmenn. Hún segir að áreitið sé miklu minna ef fólk sleppir notkun á samfélagsmiðlum. Hún leyfir sér að hitta fólk utandyra og gætir þess vel að passa upp á alla fjarlægð. 

Hittir fólk utandyra og er hætt að knúsa

Framakonur | 16. október 2020

Eva María Jónsdóttir.
Eva María Jónsdóttir. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Eva María Jóns­dótt­ir vinn­ur heima þessa dag­ana eins og marg­ir lands­menn. Hún seg­ir að áreitið sé miklu minna ef fólk slepp­ir notk­un á sam­fé­lags­miðlum. Hún leyf­ir sér að hitta fólk ut­an­dyra og gæt­ir þess vel að passa upp á alla fjar­lægð. 

Eva María Jóns­dótt­ir vinn­ur heima þessa dag­ana eins og marg­ir lands­menn. Hún seg­ir að áreitið sé miklu minna ef fólk slepp­ir notk­un á sam­fé­lags­miðlum. Hún leyf­ir sér að hitta fólk ut­an­dyra og gæt­ir þess vel að passa upp á alla fjar­lægð. 

„Ég bregst við veirunni með því að leggja mig fram um að fara eft­ir til­mæl­um og láta mér detta eitt­hvað í hug sem ég gerði ekki nema af því að hægt hef­ur á öllu og áreitið er minna, það er að segja ef maður slepp­ir sam­fé­lags­miðlum að mestu leyti.

Ég hef leyft mér að hitta fólk ut­an­dyra á göngu en held fjar­lægð og knúsa ekki leng­ur. Þetta virk­ar fyr­ir mig því ég hef enn fjöl­skyldu mína til að vera í snert­ingu við. Ég hugsa til þeirra sem eru ein­ir og einmana og var að hugsa um að ger­ast síma­vin­ur til að gera eitt­hvert gagn í þessu ástandi.“

Hvað ger­ir þú til að brjóta upp dag­inn?

„Ég brýt upp dag­inn með því að fara út með hund­inn, hitta dæt­ur mín­ar, gríp í handa­vinnu, fer á róðravél­ina, hringi í mömmu og skrifa dag­bók. Auðvitað geri ég líka alls kon­ar minna upp­byggi­legt en þetta, hangsa og þróa nán­ast með mér legusár af kyrr­setu.“

Hvað borðarðu í há­deg­inu þegar þú ert heima að vinna?

„Í há­deg­is­mat borða ég oft­ast af­ganga frá kvöld­inu áður. Reyni að borða ekki mat sem var eldaður fyr­ir meira en sól­ar­hring. Þetta get­ur verið bauna­kássa eða fisk­ur í rjómasósu, flat­kök­ur eða hafra­graut­ur ef ekk­ert er til, sem sagt mjög mis­mun­andi og aðallega í stíln­um sem hend­ir ekki mat. Ef ég væri ekki í kór­ónu­veiru­ástandi mundi ég borða á kaffi­hús­um í há­deg­inu enda stund­um kölluð kaffiterí­an á meðan aðrir eru ve­geterí­an eða flex­eterí­an eða annað í þeim dúr.“

Hvað ger­irðu til að halda geðheils­unni í lagi?

„Geðheils­an er ágæt í kóf­inu. Til að rækta hana tala ég mikið um allt mögu­legt sem herj­ar á hug­ann. Það get­ur verið þreyt­andi fyr­ir fólkið í kring­um mig þannig að ég hef þurft að snúa mér meira að jóga­á­stund­un og önd­un­aræf­ing­um til að gera upp mín mál og losa mig við þyngsli í huga og hjarta. En ég get líka fengið mikla lausn með því að lesa eitt­hvað og skrifa dag­bók. Hún geng­ur öll út á þetta að láta ekk­ert súrna hið innra.“

Hreyf­irðu þig eitt­hvað?

„Hund­ur­inn sér að mestu um að maður hreyf­ir sig úti einu sinni til þris­var á dag. Þá á ég það til að gera æf­ing­ar heima, hné­beygj­ur, planka eða róa á róðravél. Svo fann ég sippu­band hérna um dag­inn og ætla að fara að vinna meira með það. Bubbi seg­ir það svo gott fyr­ir full­orðna að sippa og því er auðvelt að trúa. Ég er svo með einn nem­anda í einka­tím­um í jóga. Það er maður sem kenndi mér í mennta­skóla sem nú er orðinn nem­andi hjá mér. Með hon­um í tím­an­um er svo eig­inmaður minn, sem er eins kon­ar jógarót­ari sem still­ir upp í tím­ann á stofugólf­inu.

Hvernig hef­ur veir­an haft áhrif á fjöl­skyldu þína?

„Veir­an hef­ur haft þannig áhrif á okk­ur í fjöl­skyld­unni að við erum meira sam­an og get­um ekki flúið heim­ilið þótt mann langi það nú stund­um þegar maður á erfitt með að leysa mál­in. Krakk­arn­ir eiga það til að loka sig inni í her­bergi og dvelja í sím­um sín­um meira en mér finnst í lagi. En ég er að æfa að hafa ekki svona sterk­ar skoðanir á öllu sem all­ir gera. Ég held að þetta ástand knýi fólk til að taka meiri ábyrgð á eig­in lífi og ham­ingju. Nú mynd­ast á ný rými fyr­ir hluti sem eru ekki með læti eins og margt skap­andi starf, hannyrðir, skrift­ir, lest­ur og dagdraum­ar, því dáið er allt án drauma.“

Á hvern skor­ar þú til að svara þess­um spurn­ing­um?

„Ég skora á Hörpu Rún Kristjáns­dótt­ur skáld­konu að svara um líf í kóf­inu.“

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman