Hvar eru innflytjendurnir?

Skóli fyrir alla? | 17. október 2020

Hvar eru innflytjendurnir?

Aðeins 2% háskólanema á Íslandi eru innflytjendur með íslenskan ríkisborgararétt segir Ásrún Matthíasdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, en hún kynnti niðurstöður tveggja rannsókna á stöðu innflytjenda í háskólum á Íslandi í Menntakviku menntavísindasviðs Háskóla Íslands nýverið.

Hvar eru innflytjendurnir?

Skóli fyrir alla? | 17. október 2020

Ásrún Matthíasdóttir er lektor við Háskólann í Reykjavík.
Ásrún Matthíasdóttir er lektor við Háskólann í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Aðeins 2% há­skóla­nema á Íslandi eru inn­flytj­end­ur með ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt seg­ir Ásrún Matth­ías­dótt­ir, lektor við Há­skól­ann í Reykja­vík, en hún kynnti niður­stöður tveggja rann­sókna á stöðu inn­flytj­enda í há­skól­um á Íslandi í Mennta­kviku menntavís­inda­sviðs Há­skóla Íslands ný­verið.

Aðeins 2% há­skóla­nema á Íslandi eru inn­flytj­end­ur með ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt seg­ir Ásrún Matth­ías­dótt­ir, lektor við Há­skól­ann í Reykja­vík, en hún kynnti niður­stöður tveggja rann­sókna á stöðu inn­flytj­enda í há­skól­um á Íslandi í Mennta­kviku menntavís­inda­sviðs Há­skóla Íslands ný­verið.

Ólík þróun eft­ir upp­runa

Eitt af því sem strax vek­ur at­hygli er ólík þróun skóla­sókn­ar, það er fjöldi nem­enda sem sæk­ir skóla miðað við mann­fjölda á sama aldri og með sama upp­runa, inn­flytj­enda í há­skóla og inn­lendra í há­skóla eft­ir aldri á tíma­bil­inu 2008-2017. Þar sést að töl­urn­ar yfir inn­flytj­end­ur er eins og kúrfa, hún fer upp og nær há­marki um mitt tíma­bilið en leit­ar síðan niður að nýju. Ólíkt því sem er með inn­lenda þar sem hlut­fallið er svipað í gegn­um allt tíma­bilið.

Ásrún seg­ir að miðað við þau gögn sem rann­sókn­ar­hóp­ur­inn hafi und­ir hönd­um viti þau ekki hvað skýri þess­ar sveifl­ur. Það er eins og hóp­ur­inn hafi breyst. Til dæm­is fer 31% 21 árs inn­lendra ung­menna í há­skóla á meðan aðeins 15% þeirra sem eru inn­flytj­end­ur. Sami ald­ur en gíf­ur­leg­ur mun­ur eft­ir upp­runa fólks, seg­ir Ásrún.

Að sögn Ásrún­ar fékk sam­ráðsvett­vang­ur jafn­rétt­is­full­trúa há­skól­anna styrki úr Fram­kvæmda­sjóði jafn­rétt­is­mála og Þró­un­ar­sjóði inn­flytj­enda­mála til að rann­saka stöðu kyn­menn­ing­ar við val á náms­grein í há­skól­um og tæki­færi og hindr­an­ir í há­skóla­námi á Íslandi með hliðsjón af upp­runa og kyni. Hluti rann­sókn­anna fellst í að greina gögn um inn­flytj­end­ur frá Hag­stofu Íslands og benda niður­stöður til þess að sum­ir hóp­ar ein­stak­linga með er­lent rík­is­fang sæki síður nám við há­skóla á Íslandi.

Há­skól­inn í Reykja­vík og Há­skóli Íslands önnuðust rann­sókn­irn­ar og var að sögn Ásrún­ar fyrst skoðað hvaða gögn væru til.

„Strax þar komu fyrstu vanda­mál­in – að skil­greina þenn­an hóp - inn­flytj­end­ur. Ef við horf­um bara á inn­flytj­end­ur í há­skól­um þá eru all­ir skipt­inem­end­urn­ir þar á meðal. Fullt af fólki sem kem­ur hingað til lands til þess eins að læra og svo er það farið héðan. Það er ekki sá hóp­ur sem við höf­um áhuga á að rann­saka held­ur sá hóp­ur sem býr hér á Íslandi og ætl­ar sér að búa hérna. Hef­ur kannski al­ist upp hér og þekk­ir ekki annað en vera bú­sett­ir á Íslandi.“

Íslensku­kunn­átta á heim­ili skipt­ir máli

Það get­ur verið erfitt að finna þenn­an hóp þar sem fólk er á svo mis­mun­andi for­send­um kallað inn­flytj­end­ur. Því inn­flytj­end­ur eru skil­greind­ir sem all­ir þeir sem eiga for­eldra eða afa og ömm­ur sem eru fædd er­lend­is. Þeir sem eiga annað hvort afa eða ömmu eða annað for­eldrið fætt er­lend­is eru ekki inn­flytj­end­ur. Það þurfa báðir for­eldr­ar og all­ir afar og ömm­ur að vera fædd er­lend­is sam­kvæmt skil­grein­ingu Hag­stofu Íslands seg­ir Ásrún.

„All­ir sem eiga annað for­eldri af er­lend­um upp­runa til­heyra því ekki hópn­um sam­kvæmt skil­grein­ing­unni en þetta er oft hóp­ur sem þarf að skoða sér­stak­lega varðandi ís­lenskukunn­áttu til að mynda. Það þyrfti að skoða þenn­an hóp bet­ur því mörg þeirra eru alin upp að hluta er­lend­is í öðru mál­um­hverfi. Aðrar rann­sókn­ir hafa sýnt að ef til að mynda móðirin er er­lend þá er hún miklu dug­legri við að kenna barn­inu sitt tungu­mál held­ur en pabb­inn. Henn­ar ís­lensku­kunn­átta skipt­ir miklu máli þegar kem­ur að stuðningi við nám barns­ins á Íslandi.

Íslensku­kunn­átta, ekki bara barns held­ur for­eldra, skipt­ir miklu máli í skóla­göngu barns­ins. Þess­ir krakk­ar ljúka síður fram­halds­skóla,“ seg­ir Ásrún.

„Í okk­ar rann­sókn­um skoðuðum við bara há­skóla­nema og það verður að hafa í huga að stór hluti ung­menna sem eru með inn­flytj­enda­bak­grunn ná aldrei inn í há­skól­ana þar sem þau ljúka aldrei fram­halds­skóla­námi,“ seg­ir Ásrún.

Sam­kvæmt gögn­um Hag­stofu Íslands voru inn­lend­ir há­skóla­nem­ar á Íslandi 16.127 tals­ins árið 2017. Inn­flytj­end­ur voru 1.723 og börn inn­flytj­enda 43 tals­ins. Þetta sama ár er kynja­mynstrið svipað hjá hóp­un­um þrem­ur, mik­ill meiri­hluti þeirra sem eru í há­skóla­námi eru kon­ur. Mun­ur­inn er enn meiri meðal inn­flytj­enda held­ur en inn­lendra, seg­ir Ásrún. Hún seg­ir þann galla vera á rann­sókn­inni að ekki sé vitað hver áhrif skipt­inema eru en þó gef­ur hóp­ur­inn inn­flytj­end­ur með ís­lenskt rík­is­fang okk­ur mynd af ástand­inu.

Kon­ur lík­legri til að fara í nám

Spurð út í skýr­ing­una á þessu, að meðal inn­lendra sé hlut­fall kvenna 64% og karla 36% en meðal inn­flytj­enda séu kon­ur 72% þeirra sem eru í há­skóla­námi en karl­ar aðeins 28%, seg­ir Ásrún að gögn­in segi ekki til um hvað valdi.

„Við höf­um aðeins töl­urn­ar und­ir hönd­um en þetta er eitt­hvað sem þyrfti að rann­saka frek­ar. Senni­lega er auðveld­ara fyr­ir minna menntaða stráka að fá vinnu en stelp­ur og í hópi inn­flytj­enda eru ein­stak­ling­ar sem koma hingað aðeins til að vinna og ætl­ar sér aldrei að fara í nám. Hver sem ástæðan er fyr­ir kom­unni fyr­ir til Íslands þá eru kon­ur lík­legri til að fara í nám,“ seg­ir hún.

Kynjamun­ur í há­skóla­námi er mis­mun­andi eft­ir grein­um og staðan hef­ur lítið breyst frá ár­inu 1997. Kynjamun­ur í há­skóla­námi í heil­brigðis- og vel­ferðargrein­um er til að mynda mik­ill. Þar eru 78-85% nem­enda kon­ur og er hærri tal­an hlut­fall kvenna úr hópi inn­flytj­enda.  Aft­ur á móti eru karl­ar fleiri í  raun­vís­ind­um, stærðfræði og tölv­un­ar­fræði og gild­ir það um bæði inn­flytj­end­ur sem og þá sem eru fædd­ir á Íslandi. 

 Ásrún seg­ir að vand­inn byrji strax í fram­halds­skóla því þau ljúka ekki námi og þar sem þau geti aðeins skoðað þá sem eru í há­skóla sé málið flókið.

„Við vilj­um finna þá sem búa hér, eru um tví­tugt og ættu að koma í há­skóla­nám. Því við vilj­um vita hvað hægt er að gera til að auka raun­veru­legt aðgengi þessa hóps að há­skóla­námi. Að skapa þær aðstæður að þau séu lík­legri til að ljúka námi. Þetta gæti haft já­kvæð áhrif á aðra og ýtt und­ir að þeir sæki sér frek­ari mennt­un,“ seg­ir Ásrún.

Spurð út í hvað mætti gera bet­ur bend­ir Ásrún á að það séu eng­ar regl­ur hjá há­skól­um á Íslandi varðandi tungu­mál verk­efna sem er skilað, ell­egar að al­menna regl­an sé að náms­mat sé á ís­lensku nema annað sé tekið fram. Há­skól­inn í Reykja­vík er með þá stefnu að vera tví­tyngd­ur sem þýðir að kenn­ar­ar eiga að leyfa nem­end­um að skila á öðru tungu­máli en ís­lensku, sér­stak­lega ensku og mest allt meist­ara­nám er á ensku. Hún seg­ir að sér vit­andi hafi ekki aðrir há­skól­ar sett sér slíka stefnu held­ur sett það í hend­ur á hverj­um kenn­ara fyr­ir sig.

Áfram verður unnið úr þeim gögnum sem eru fyrirliggjandi og …
Áfram verður unnið úr þeim gögn­um sem eru fyr­ir­liggj­andi og eins tek­in viðtöl við rýni­hópa starfs­manna há­skól­anna sem sinna þjón­ustu við nem­end­ur. Há­skóli Íslands/​Krist­inn Ingvars­son

„Þetta fæl­ir ef­laust ein­hverja frá þar sem inn­lend­ir hafa hér for­skot á aðra. Svo erum við líka með al­veg hinn pól­inn þar sem bæði kennsla og verk­efna­skil eru á ensku á sum­um braut­um. Þar þurfa ís­lensku krakk­arn­ir að tala og skrifa á ensku og kannski eng­inn aðrir í stof­unni en Íslend­ing­ar,“ seg­ir Ásrún.

Hún seg­ir að þetta sé gert til að þjálfa ungt fólk í að tjá sig í ræðu og riti á öðru tungu­máli en ís­lensku enda sýni rann­sókn­ir að margt ungt fólk horf­ir til þess að búa ann­ars staðar en á Íslandi í framtíðinni. Og fyr­ir þá sem ætla í rann­sókn­ir þá eru jú skrif oft á ensku og nauðsyn­legt að fá þjálf­un í því. 

Ofboðslega fáir inn­flytj­end­ur í há­skóla­námi

 Þegar Ásrún er spurð út í hvað hafi komið henni mest á óvart við rann­sókn­irn­ar seg­ir hún það vera hversu ofboðslega fáir inn­flytj­end­ur eru í há­skóla­námi eða aðeins tæp­lega 15% 21 árs gam­alla inn­flytj­enda svo dæmi séu tek­in.

„Það virðist sem að þeir sem meira að segja klára fram­halds­skóla fari ekki í há­skóla og þetta er mik­il sóun á hæfi­leik­um. Við verðum að koma meira á móts við þenn­an hóp og snúa þess­ari þróun við,“ seg­ir Ásrún.

Hún seg­ir að áfram verði unnið úr þeim gögn­um sem eru fyr­ir­liggj­andi og eins tek­in viðtöl við rýni­hópa starfs­manna há­skól­anna sem sinna þjón­ustu við nem­end­ur, svo sem náms­ráðgjafa og alþjóðafull­trúa. 

Mark­miðið sé að fá betri skiln­ing á hvort þessi hóp­ur leit­ar eft­ir þjón­ustu og aðstoð og hvort vanda­mál þeirra séu ólík vanda­mál­um annarra há­skóla­nema. 

Ásrún Matthíasdóttir segir að vandinn byrji strax í framhaldsskóla því …
Ásrún Matth­ías­dótt­ir seg­ir að vand­inn byrji strax í fram­halds­skóla því þau ljúka ekki námi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is