Ég á ekki enn Íslendinga að vinum

Skóli fyrir alla? | 18. október 2020

Ég á ekki enn Íslendinga að vinum

Ungmenni á Íslandi, og þar skiptir uppruni ekki máli, hafa áhuga á að tengjast ungmennum af öðrum uppruna vinaböndum. Aftur á móti er algengara að þau eigi vini af sama uppruna. Ungmenni af erlendum uppruna upplifa hinsvegar gjá á milli hópa og þau ná ekki þessari dýpri vináttu við íslenska samnemendur sína sem er svo mikilvæg heldur telja þau sig þurfa að samlagast. Þetta er meðal þess sem doktorsrannsóknir þeirra Anh-Dao Tran og Eyrúnar Maríu Rúnarsdóttur sýna fram á.

Ég á ekki enn Íslendinga að vinum

Skóli fyrir alla? | 18. október 2020

mbl.is/Hari

Ung­menni á Íslandi, og þar skipt­ir upp­runi ekki máli, hafa áhuga á að tengj­ast ung­menn­um af öðrum upp­runa vina­bönd­um. Aft­ur á móti er al­geng­ara að þau eigi vini af sama upp­runa. Ung­menni af er­lend­um upp­runa upp­lifa hins­veg­ar gjá á milli hópa og þau ná ekki þess­ari dýpri vináttu við ís­lenska sam­nem­end­ur sína sem er svo mik­il­væg held­ur telja þau sig þurfa að sam­lag­ast. Þetta er meðal þess sem doktors­rann­sókn­ir þeirra Anh-Dao Tran og Eyrún­ar Maríu Rún­ars­dótt­ur sýna fram á.

Ung­menni á Íslandi, og þar skipt­ir upp­runi ekki máli, hafa áhuga á að tengj­ast ung­menn­um af öðrum upp­runa vina­bönd­um. Aft­ur á móti er al­geng­ara að þau eigi vini af sama upp­runa. Ung­menni af er­lend­um upp­runa upp­lifa hins­veg­ar gjá á milli hópa og þau ná ekki þess­ari dýpri vináttu við ís­lenska sam­nem­end­ur sína sem er svo mik­il­væg held­ur telja þau sig þurfa að sam­lag­ast. Þetta er meðal þess sem doktors­rann­sókn­ir þeirra Anh-Dao Tran og Eyrún­ar Maríu Rún­ars­dótt­ur sýna fram á.

Þær eru báðar nýdok­tor­ar og aðjúnkt­ar við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands og kynntu niður­stöður doktors­rann­sókna sinna á Mennta­kviku menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands ný­verið.

Fyr­ir­lest­ur þeirra bar heitið Ég á ekki enn Íslend­inga að vin­um. Reynsla ung­menna af er­lend­um upp­runa af vina­tengsl­um. Blaðamaður mbl.is hlýddi á fyr­ir­lest­ur þeirra og ræddi við þær um fé­lags­lega stöðu ung­menna af er­lend­um upp­runa í ís­lensku sam­fé­lagi. 

Vina­tengsl mik­il­væg og geta unnið gegn for­dóm­um

Anh-Dao seg­ir að í gagn­rýn­um fjöl­menn­ing­ar­fræðum sé áhersla lögð á rétt­indi minni­hluta­hópa og gagn­rýna sýn á sam­fé­lög og skóla­kerfi. Þar sé viður­kennd mis­mun­un og staðalí­mynd­ir sem eru til staðar í sam­fé­lög­um. Í gagn­rýn­um fjöl­menn­ing­ar­fræðum er lögð áhersla á að vera gagn­rýn­in á raun­veru­leika og taka þátt í að umbreyta öll­um birt­ing­ar­mynd­um for­dóma og mis­mun­un­ar, einkum í mennta­stofn­un­um.

Eða eins og Eyrún bend­ir á: „Vina­tengsl milli fólks af ólík­um upp­runa geta aukið sam­kennd og unnið gegn for­dóm­um.”

Eyrún seg­ir að ekki séu til marg­ar rann­sókn­ir á þessu sviði hér á landi en þær bendi til þess að ung­menni af er­lend­um upp­runa kjósi frek­ar að sækja stuðning til vina sem hafa sama upp­runa og að þeim geti þótt erfitt að eign­ast ís­lenska vini.

Upp­lifa frek­ar stríðni, einelti og úti­lok­un

Eyrún María Rúnarsdóttir en nýdoktor og aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla …
Eyrún María Rún­ars­dótt­ir en nýdoktor og aðjúnkt við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands. Há­skóli Íslands/​Krist­inn Ingvars­son

„Þrátt fyr­ir að rann­sókn­irn­ar séu ekki marg­ar vit­um við samt að ung­menni af er­lend­um upp­runa upp­lifa frek­ar stríðni, einelti og úti­lok­un en krakk­ar af ís­lensk­um upp­runa. Þykir erfitt að eign­ast vini og þá sér­stak­lega ís­lenska vini. Þau eru lík­legri til að finn­ast bekkj­ar­fé­lag­ar óvin­sam­leg­ir og þar með hafi þau síður stuðning þeirra en ís­lensk ung­menni,” seg­ir Eyrún. 

Rann­sókn Eyrún­ar er meg­in­d­leg og gerð hjá ald­urs­hópn­um 14-16 ára en ung­menn­in hjá Anh-Dao voru eldri. Hún gerði eig­ind­lega rann­sókn í tveim­ur fram­halds­skól­um og ræddi þar við 13 nem­end­ur af víet­nömsk­um upp­runa á aldr­in­um 18-25 ára. Eins tók hún viðtöl við átta kenn­ara og fjóra stjórn­end­ur í skól­un­um tveim­ur. 

Anh-Dao seg­ir að viðmæl­end­ur henn­ar af víet­nömsk­um upp­runa hafi talað um að svo virt­ist sem ís­lensk­ir skóla­fé­lag­ar þeirra hafi lít­inn áhuga á að kynn­ast þeim og þeir séu ekki vina­leg­ir við fólk af er­lend­um upp­runa. Þegar þau tali um vini þá eru ís­lensk­ir krakk­ar ekki þar á meðal. Anh-Dao seg­ir að þetta hafi hún séð sjálf í heim­sókn­um í fram­halds­skól­ana og hópa­skipt­ing­in sé nán­ast áþreif­an­leg.

Eyrún seg­ir að þetta sé í sam­ræmi við henn­ar gögn en sam­kvæmt þeim upp­lifa ung­ling­ar af er­lend­um upp­runa að þau fái minni til­finn­inga­leg­an stuðning frá vin­um sín­um en ung­ling­ar af ís­lensk­um upp­runa. Þegar þau fái stuðning þá sé hann frá öðrum af er­lend­um upp­runa.

„Hér skipt­ir ekki máli hversu lengi þau hafi búið hér á landi, því þrátt fyr­ir langa bú­setu er gjá­in enn of djúp fyr­ir til­finn­inga­leg­an stuðning. Þegar ég spurði þau hvort þau höfðu áhuga á að breyta þessu sagði mik­ill meiri­hluti þeirra hafa áhuga á að eign­ast vini frá öðrum lönd­um en þau eru sjálf frá,“ seg­ir Eyrún þannig að vilj­ann skorti ekki. 

„Held­ur virðist sem það mynd­ist ein­hver vegg­ur,“ bæt­ir hún við en tek­ur fram að hóp­ur­inn sem hún hafi rætt við hafi verið blandaður, það er frá mörg­um lönd­um.

Náin vinátta skipt­ir svo miklu máli

Anh-Dao Tran er nýdoktor og aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Anh-Dao Tran er nýdoktor og aðjúnkt við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands. Há­skóli Íslands/​Krist­inn Ingvars­son

Anh-Dao seg­ir að þeir stjórn­end­ur og kenn­ar­ar sem hún ræddi við segi þetta eðli­legt þar sem krakk­arn­ir vilji tala sam­an á sínu tungu­máli.

„Það truflaði mig að starfs­fólki í skól­um fynd­ist þetta eðli­legt. Að nem­enda­hóp­ur­inn skipt­ist upp með þess­um hætti – nem­end­ur með ís­lensk­an bak­grunn og hinir. Það er ekki eðli­legt fyr­ir krakk­ana með er­lend­an upp­runa og auðveld­ar þeim ekki að læra ís­lenska tungu og kynn­ast ís­lenskri menn­ingu. Eða eins og við vís­um til í nafn­inu á fyr­ir­lestri okk­ar á Mennta­kviku. Þau upp­lifa sig enn ekki þar. Þau hafa ekki ennþá fengið að kynn­ast Íslend­ing­um sem er eitt­hvað sem þau von­ast til að ger­ist,“ seg­ir Anh-Dao.

„Náin vinátta skipt­ir svo miklu máli því það er þar sem þú færð raun­veru­leg­an stuðning og þá viður­kenn­ingu sem þú þarft til þess að geta blómstrað,“ seg­ir Eyrún.

Heyr­um þetta alls staðar

Anh-Dao seg­ir að það skorti á að tengja þessa krakka sam­an. „Krakk­ar af er­lend­um upp­runa eiga stund­um erfitt með að hafa frum­kvæði að því að kynn­ast og á meðan þau eru ekki boðin heim til annarra krakka verður aldrei þessi mik­il­væga nána teng­ing til sem þau svo sann­ar­lega þurfa á að halda. Það vant­ar upp á að þau séu boðin vel­kom­in,“ seg­ir Anh-Dao.

„Við heyr­um þetta alls staðar sem við kom­um,“ seg­ir Eyrún og vís­ar þar til rann­sókna sem eru unn­ar í skól­um. „Íslensk­ir krakk­ar tala líka um þetta og þau taka eft­ir þessu. Eiga ekki endi­lega lausn á þessu og eiga held­ur ekki auðvelt með að eiga við þetta ein,“ seg­ir Eyrún og seg­ir að það eigi held­ur ekki að vera á þeirra ábyrgð ein­vörðungu að tengja hópa sam­an.

Anh-Dao seg­ir að þrátt fyr­ir að talað sé um að ís­lensk­an sé lyk­ill­inn þá er það ekk­ert endi­lega ein­falt. „En svo sjá­um við líka að þó þau séu kom­in með ís­lensk­una þá geng­ur það held­ur ekki.“

Aðlög­un á að vera á báða bóga

Frístundastarf og íþróttir eru oft ákveðinn aðgöngumiði þegar kemur að …
Frí­stund­astarf og íþrótt­ir eru oft ákveðinn aðgöngumiði þegar kem­ur að vináttu og tengsl­um. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Anh-Dao vís­ar í rann­sókn Nínu Magnús­dótt­ur en þar kem­ur fram að þrátt fyr­ir að þau kunni ís­lensku þá trygg­ir það ekki aðgang að ís­lensk­um vin­um.

Nína tók viðtöl við 17 stálpaða grunn­skóla­nema, 9 fram­halds­skóla­nema og fjóra kenn­ara. Niðurstaðan var að ís­lensk­an væri erfiður þrösk­uld­ur fyr­ir mjög marga inn­flytj­end­ur, að skól­ar og kenn­ar­ar legðu sig fram um að liðsinna inn­flytj­enda­börn­um eft­ir megni og að nem­end­ur sjálf­ir lýstu því sem stærsta þrösk­uld­in­um að eiga litla aðild að sam­fé­lagi ís­lenskra sam­nem­enda sinna, líkt og ráða má af heiti meist­ara­rit­gerðar Nínu: „All­ir vilja eign­ast ís­lensk­ar vin­ir.“ 

Sjá nán­ar hér

Einn viðmæl­enda Anh-Dao lýsti stöðu ung­menna af víet­nömsk­um upp­runa á Íslandi: „Við kom­um hingað, við verðum að sam­lag­ast því hvernig fólk lif­ir hér. Við get­um ekki haldið öllu víet­n­mönsku… hvernig við töl­um, klæðum okk­ur og höf­um hárið á okk­ur.”

„Til­lag­an er ekki að aðlag­ast held­ur sam­lag­ast að breyta sér í Íslend­inga. Ein­kenni fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lags er ekki þessi leið og þetta er ekki góð leið til að til­heyra fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi. Við verðum að hugsa um þetta og erum við fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag?  Aðlög­un á ekki bara að vera í aðra átt­ina held­ur á báða bóga,“ seg­ir Anh-Dao og bæt­ir við: „Er það þetta sem við vilj­um? Að all­ir séu eins. Að úti­loka fjöl­breyti­leik­ann á sama tíma og sam­lög­un er ekki hluti af ríkj­andi stefnu á Íslandi.“

Breiður hóp­ur af ólík­um upp­runa

Eyrún seg­ir að allaf verði að hafa í huga að um breiðan hóp af ólík­um upp­runa er að ræða og alls ekki eigi að setja alla und­ir sama hatt. „Ein­stak­lings­mun­ur er alltaf hluti af þessu. Sum­ir krakk­ar sem eru mjög opn­ir og fé­lags­lynd­ir og eiga opna for­eldra eiga oft auðveld­ara með að kom­ast inn í hóp­inn. Eins eru íþrótt­ir og tóm­stund­astarf ákveðinn aðgöngumiði,“ seg­ir Eyrún.

Anh-Dao tek­ur und­ir þetta og að staða for­eldra og viðhorf þeirra hafi mikið að segja. „For­eldr­ar sem ekki eru með góða ís­lenskukunn­áttu eiga mjög erfitt með að hjálpa börn­um sín­um við námið. Ekki síst núna á Covid-tím­um þar sem mik­ill hluti náms við fram­halds- og há­skóla fer fram í fjar­kennslu. Eins er erfiðara fyr­ir þau að fá aðstoð frá kenn­ur­um. Sum þeirra geta leitað til eldri systkina sem hafa lokið námi en það á eðli­lega ekki við um alla.

For­eldr­arn­ir eru kannski held­ur ekki að ýta und­ir það það krakk­arn­ir taki þátt í til að mynda fót­bolt­a­starfi þar sem þau hafa ekki fé­lags­leg­an og menn­ing­ar­leg­an bak­grunn á því sviði. Að fara út um allt land að fylgj­ast með krökk­un­um keppa og verða hluti af hópi for­eldra á hliðarlín­unni,“ seg­ir Anh-Dao.

Að sögn Eyrún­ar van­met­um við oft þátt for­eldra barna af er­lend­um upp­runa og hversu erfitt það er fyr­ir þá að tvinna ólíka hluti sam­an þar sem þeir vinni oft miklu meira en al­mennt ger­ist í ís­lensku sam­fé­lagi og eru ekki með þetta tengslanet sem get­ur skipt sköp­um þegar kem­ur að íþrótta- og fé­lags­starfi.

„For­eldr­ar kynn­ast gjarn­an í gegn­um íþróttaiðkun barna sinna og hanga til dæm­is sam­an á hliðarlín­unni en þú ferð ekki til þess að standa einn og það er sama með börn­in – þau eru ekki að fara að taka þátt til að vera ein út í horni. For­eldr­arn­ir eru eins og krakk­arn­ir,“ seg­ir Eyrún. „Á sama tíma meg­um við ekki gleyma því að við erum að tala um börn og get­um ekki ætl­ast til þess að þau brúi bilið á milli hópa. Það er miklu frek­ar hlut­verk for­eldr­anna og annarra full­orðinna í um­hverf­inu. Að grípa inn og bjóða börn af er­lend­um upp­runa vel­kom­in.“

Eða eins og Anh-Dao seg­ir þá seg­ir ís­lensku­kunn­átt­an ekki allt þegar kem­ur að tengsl­um milli ung­menna. „Ef við töl­um um tungu­málið þá má á sama tíma spyrja sig að því hvers vegna börn af er­lend­um, en ólík­um, upp­runa geti verið sam­an. Ég spurði hvernig þau gætu talað sam­an og þau sögu það skipt­ir engu máli og hlógu. Þau nota ís­lensku, ensku og lík­ams­tján­ingu til að tala sam­an sín á milli.“

Heil­mik­il tæki­færi í frí­stund­a­starfi

Kenn­ar­ar í fram­halds­skól­um segja að það sé ekki í þeirra verka­hring að grípa inn þegar kem­ur að tengsl­um milli nem­enda og Eyrún tek­ur und­ir þetta. Auðveld­ast sé að grípa inn þegar þau eru lít­il og hlúa að þeim strax í leik­skóla en þá komi að þeim hópi sem líður senni­lega verst – þau sem koma hingað til lands seint. „Krakk­ar sem eru að koma hingað á ung­linga­stigi þegar stutt er í fram­halds­skól­ann er senni­lega sá hóp­ur sem eigi erfiðast upp­drátt­ar og eigi erfiðast með skól­ann,“ seg­ir Eyrún.

Eyrún seg­ir að heil­mik­il tæki­færi séu frí­stund­a­starfi til þess að bæta stöðu barna af er­lend­um upp­runa en þau geti ekki öll nýtt sér þá þjón­ustu sem þar er í boði. Ákveðin sókn­ar­færi þar en samt sé skól­inn í lyk­ilaðstöðu enda séu öll börn þar.

Anh-Dao seg­ir að kenn­ar­ar og stjórn­end­ur hvetji krakka af er­lend­um upp­runa til að taka þátt í fé­lags­starfi til að kynn­ast öðrum en mjög erfitt sé að fá þau til að mæta eft­ir skóla því mörg þeirra eru að vinna. Þau hjálpi líka mikið til heima hjá sér, til að mynda að gæta yngri systkina.

„Ég var með nem­anda af er­lend­um upp­runa í námi hjá mér í há­skól­an­um í fyrra sem ekki fékk að vera með í hópn­um. Þetta er því vanda­mál sem nær yfir öll skóla­stig,“ seg­ir Anh-Dao og sum­ir viðmæl­end­ur blaðamanns sem eru í há­skóla­námi taka und­ir þetta.

Íslensku nem­end­urn­ir vilja ekki vinna með þeim í hóp þar sem þau skrifi ekki nægj­an­lega vel á ís­lensku. Finnst of tíma­frekt að aðstoða þau og þetta geri þeim erfitt fyr­ir með að halda áfram í há­skóla­námi seg­ir Anh Dao og bæt­ir við að þegar við vinn­um sam­an verði til eitt­hvað ómet­an­legt þar sem all­ir leggi sitt af mörk­um og komi með ólíka sýn að verk­efn­inu. Þetta ger­ist jafn­vel í áföng­um sem kennd­ir eru á ensku að sögn viðmæl­enda mbl.is. 

Hver er ábyrgð skól­ans?

Á sama tíma og brott­fall er mikið meðal nem­enda af er­lend­um upp­runa í fram­halds­skól­um eru þau ekki bara að leita að mennt­un held­ur leita leiða til að kom­ast inn í sam­fé­lagið.

Í fyr­ir­lestr­in­um á Mennta­kviku vísaði Anh-Dao í um­mæli eins af nem­end­un­um sem hún ræddi við í sinni rann­sókn. Hann seg­ir að hann hafi farið í skóla til að skilja ís­lenskt sam­fé­lag en telji að hann geti það ekki vegna þess hve djúp gjá­in er á milli er­lendra nem­enda og inn­lendra. „Mér finnst eins og þau vilji ekk­ert með mig hafa. Þess vegna held ég mig bara frá þeim.”

Ég vil skilja. Ég vil skilja Íslend­inga. Ég vil skilja hvernig þeir lifa lífi sínu. Mig lang­ar til að verða hluti af sam­fé­lag­inu en ég skil ekki til hvers er ætl­ast af mér.”

Hópaskiptingin er stundum nánast áþreifanleg.
Hópa­skipt­ing­in er stund­um nán­ast áþreif­an­leg. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þær Anh-Dao og Eyrún luku fyr­ir­lestri sín­um á Mennta­kviku með þess­um orðum:

Skóli ætti að vera góður staður til að læra á sam­fé­lagið og þá spyr maður sig áfram er eðli­legt að ung­ling­ar hópi sig sam­an eft­ir til­tekn­um hóp­um (upp­runa, kyn­hneigð, stétt, fötl­un) í skól­an­um?

Ef við erum ekki til­bú­in til að fall­ast á það þá er eðli­legt að spyrja sig hver sé ábyrgð skól­ans til að skapa sam­gang, að byggja brýr milli ein­stak­linga og hópa.

mbl.is