Pitt vill fá börnin yfir nótt um jólin

Jolie/Pitt | 19. október 2020

Pitt vill fá börnin yfir nótt um jólin

Leikarahjónin fyrrverandi Brad Pitt og Angelina Jolie eiga enn í forræðisdeilu. Mál þeirra er fyrir dómi þessa dagana. Þau eru þó ekki sögð alveg sammála um hvernig þau ætla að verja jólunum. 

Pitt vill fá börnin yfir nótt um jólin

Jolie/Pitt | 19. október 2020

Angelina Jolie, Maddox Jolie-Pitt og Brad Pitt árið 2013.
Angelina Jolie, Maddox Jolie-Pitt og Brad Pitt árið 2013. AFP

Leik­ara­hjón­in fyrr­ver­andi Brad Pitt og Ang­el­ina Jolie eiga enn í for­ræðis­deilu. Mál þeirra er fyr­ir dómi þessa dag­ana. Þau eru þó ekki sögð al­veg sam­mála um hvernig þau ætla að verja jól­un­um. 

Leik­ara­hjón­in fyrr­ver­andi Brad Pitt og Ang­el­ina Jolie eiga enn í for­ræðis­deilu. Mál þeirra er fyr­ir dómi þessa dag­ana. Þau eru þó ekki sögð al­veg sam­mála um hvernig þau ætla að verja jól­un­um. 

Búið var að ákveða hvernig börn­in áttu að verja hátíðis­dög­un­um sem eru í vænd­um. Pitt átti meðal ann­ars að fá að hitta börn­in á jóla­dag. Heim­ild­armaður Us Weekly seg­ir Pitt nú vilja að börn­in gisti líka heima hjá hon­um. Þetta er ekki ein­föld ákvörðun fyr­ir fólk sem er búið að vera í fjög­ur ár að reyna að finna út úr for­ræðis­skipt­ingu. Held­ur heim­ild­armaður­inn því fram að dóm­ari ákveði hvort börn­in gisti. Ákvörðun verður tek­in í nóv­em­ber. 

Pitt og Jolie til­kynntu skilnað sinn í sept­em­ber 2016. Síðan þá hafa lög­menn þeirra verið með ann­an fót­inn inni í dómssal. Þau eiga enn eft­ir að kom­ast að end­an­legri niður­stöðu um hvernig for­ræði barna þeirra verður háttað. Sam­an eiga stjörn­urn­ar Pax sem er 16 ára, Za­höru 15 ára, Shi­loh 14 ára og tví­bur­ana Knox og Vi­vienne sem eru 12 ára. Maddox er 19 ára og telst því full­orðinn.

Angelina Jolie og Brad Pitt ásamt börnum sínum árið 2013.
Ang­el­ina Jolie og Brad Pitt ásamt börn­um sín­um árið 2013. AFP
mbl.is