Grænmetisborgarar halda velli

Evrópusambandið | 25. október 2020

Grænmetisborgarar halda velli

Evrópuþingið hafnaði á föstudag tillögu þess efnis að bannað yrði að markaðssetja grænmetisrétti með orðum sem upphaflega vísa til kjötrétta.

Grænmetisborgarar halda velli

Evrópusambandið | 25. október 2020

Hefði tillagan verið samþykkt hefði ekki mátt kalla grænmetisborgara því …
Hefði tillagan verið samþykkt hefði ekki mátt kalla grænmetisborgara því nafni innan Evrópusambandsins. Ljósmynd/Filip Mishevski/Unsplash

Evr­ópuþingið hafnaði á föstu­dag til­lögu þess efn­is að bannað yrði að markaðssetja græn­met­is­rétti með orðum sem upp­haf­lega vísa til kjö­trétta.

Evr­ópuþingið hafnaði á föstu­dag til­lögu þess efn­is að bannað yrði að markaðssetja græn­met­is­rétti með orðum sem upp­haf­lega vísa til kjö­trétta.

Til­lag­an naut ein­dreg­ins stuðnings hags­muna­sam­taka kjöt­bænda, en hefði hún verið samþykkt hefðu vöru­heiti á borð við „græn­met­is­borg­ari“ og „veg­an-pyls­ur“ verið bönnuð inn­an sam­bands­ins.

Sala á græn­met­isút­gáf­um af þekkt­um kjö­trétt­um hef­ur auk­ist hratt í Evr­ópu sem ann­ars staðar á liðnum árum en í um­sögn Copa-Co­geca, stærstu hags­muna­sam­taka bænda í Evr­ópu, sagði að fyrr­nefnd­ar merk­ing­ar væru mis­vís­andi þar sem þær vektu upp hug­renn­ing­ar­tengsl við kjötvör­ur. Þá voru fram­leiðend­ur slíkra vara sakaðir um menn­ing­ar­nám (e. cultural hijack­ing).

Á eng­an hátt ruglandi

Meðal hags­muna­hópa sem lögðust gegn bann­inu voru Grænfriðung­ar og Alþjóðlegi nátt­úru­vernd­ar­sjóður­inn (WWF) sem vöruðu við því að þrengt væri að markaðssetn­ingu um­ræddra rétta á sama tíma og mik­il­vægt væri að draga úr kjöt­neyslu til vernd­ar um­hverf­inu.

Þá voru stór­fyr­ir­tæki í mat­væla­geir­an­um einnig and­snú­in til­lög­unni, þeirra á meðal hið sviss­neska Nestlé, sem fram­leiðir fjöld­ann all­an af vör­um með og án kjöts.

Evr­ópsku neyt­enda­sam­tök­in þökkuðu Evr­ópuþing­mönn­um fyr­ir að hafa sýnt „heil­brigða skyn­semi“ að at­kvæðagreiðslu lok­inni. „Vör­ur á borð við soja-steik og baunapyls­ur eru á eng­an hátt ruglandi fyr­ir neyt­end­ur svo framar­lega sem þær eru merkt­ar á skýr­an hátt sem græn­met­is­rétt­ur eða veg­an,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá sam­tök­un­um. „Hug­tök á borð við borg­ara eða steik auðvelda neyt­end­um ein­fald­lega að átta sig á hvernig hægt er að nota mat­vör­una í máltíð.“

Hafa sam­tök­in nokkuð til síns máls enda leit­un að mat­væla­fram­leiðend­um sem gera meira úr því að var­an þeirra inni­haldi ekki kjöt held­ur en ein­mitt fram­leiðend­ur kjötlík­is. Ættu all­ir sem hafa á annað borð séð umbúðir slíkra vara að vera því sam­mála.

Jurtamjólk enn bönnuð

Notk­un orðanna mjólk, smjör og ost­ur um vör­ur sem inni­halda ekki dýramjólk er þegar bönnuð í Evr­ópu­sam­band­inu frá ár­inu 2013 og ekki verður hróflað við því. Af þeim sök­um er jurtamjólk inn­an ESB markaðssett sem jurta­drykk­ur. Örfá­ar und­an­tekn­ing­ar eru þó frá bann­inu svo sem fyr­ir hnetu­smjör, kó­kos­hnet­umjólk og möndl­umjólk, auk þess sem selja má vöru sem ís þótt hún inni­haldi enga dýramjólk.

Oatly-vörurnar eru kallaðar „hafradrykkir“ en ekki „haframjólk“ reglunum samkvæmt. Það …
Oatly-vör­urn­ar eru kallaðar „hafra­drykk­ir“ en ekki „haframjólk“ regl­un­um sam­kvæmt. Það hrindr­ar fólk þó ekki í að kalla þær haframjólk í dag­legu tali.
mbl.is