Hataði að vera stjarna

Friends | 27. október 2020

Hataði að vera stjarna

Leikkonan Lisa Kudrow, sem sló eftirminnilega í gegn í þáttunum Friends á sínum tíma, segir að hún hafi fyrst hatað það að vera hollywoodstjarna.

Hataði að vera stjarna

Friends | 27. október 2020

Lisa Kudrow hataði að vera Hollywood-stjarna og gaf þann lífstíl …
Lisa Kudrow hataði að vera Hollywood-stjarna og gaf þann lífstíl upp á bátinn. AFP

Leik­kon­an Lisa Ku­drow, sem sló eft­ir­minni­lega í gegn í þátt­un­um Friends á sín­um tíma, seg­ir að hún hafi fyrst hatað það að vera hollywood­stjarna.

Leik­kon­an Lisa Ku­drow, sem sló eft­ir­minni­lega í gegn í þátt­un­um Friends á sín­um tíma, seg­ir að hún hafi fyrst hatað það að vera hollywood­stjarna.

„Að vera stjarna er allt öðru­vísi en að vera leik­ari. Það er frek­ar auðvelt að vera stjarna, þú bara mæt­ir í partí og ert á öll­um réttu stöðunum og læt­ur taka mynd­ir af þér sem rata í blöðin. Það er ekk­ert mál,“ sagði Ku­drow í viðtali við Cand­is

„Það er mun auðveld­ara en að verða góður leik­ari, læra að leika og finna hlut­verk sem eru áhuga­verð. Það er mjög erfitt,“ sagði Ku­drow.

„Þegar Friends varð fyrst vin­sælt hélt ég að vinn­an mín væri að vera stjarna og ég fór að íhuga hvort ég ætti að fara í hitt og þetta partí, ætti að vera leng­ur þarna eða fara núna. Og ég prófaði þetta og ég hataði það, virki­lega hataði það,“ sagði Ku­drow. 

Hún áttaði sig á því að þótt hún væri leik­kona þyrfti hún ekki að vera hollywood­stjarna líka. „Ég gat samt fengið vinn­una sem mig langaði í, hlut­verk­in sem mig langaði að leika og á sama tíma gat ég farið með son minn í skól­ann og verið heima á kvöld­mat­ar­tíma með eig­in­manni mín­um,“ sagði Ku­drow. 

Á meðan Ku­drow lék í Friends gat hún tekið önn­ur verk­efni að sér og lék í fjölda sjálf­stæðra mynda á meðan. Hún seg­ist mjög þakk­lát fyr­ir það. 

Lisa Kudrow öðlaðist mikla frægð í Friends.
Lisa Ku­drow öðlaðist mikla frægð í Friends. AFP
mbl.is