Ísland í öllu sínu veldi í stiklu Clooneys

George Clooney | 29. október 2020

Ísland í öllu sínu veldi í stiklu Clooneys

Kvikmyndin The Midnight Sky í leikstjórn George Clooneys verður frumsýnd á Netflix í desember. Myndin, sem skartar einnig hollywoodstjörnunni í aðalhlutverki, var að hluta til tekin upp á Íslandi í fyrra og sést það vel í nýútkominni stiklu myndarinnar. 

Ísland í öllu sínu veldi í stiklu Clooneys

George Clooney | 29. október 2020

Hér má sjá George Clooney í myndinni The Midnight Sky …
Hér má sjá George Clooney í myndinni The Midnight Sky á Íslandi. Skjáskot/Youtube

Kvik­mynd­in The Midnig­ht Sky í leik­stjórn Geor­ge Cloo­neys verður frum­sýnd á Net­flix í des­em­ber. Mynd­in, sem skart­ar einnig hollywood­stjörn­unni í aðal­hlut­verki, var að hluta til tek­in upp á Íslandi í fyrra og sést það vel í ný­út­kom­inni stiklu mynd­ar­inn­ar. 

Kvik­mynd­in The Midnig­ht Sky í leik­stjórn Geor­ge Cloo­neys verður frum­sýnd á Net­flix í des­em­ber. Mynd­in, sem skart­ar einnig hollywood­stjörn­unni í aðal­hlut­verki, var að hluta til tek­in upp á Íslandi í fyrra og sést það vel í ný­út­kom­inni stiklu mynd­ar­inn­ar. 

Tök­ur fóru fram á Skála­fells­jökli fyr­ir ári. Í stiklunni má sjá fal­leg lands­lags­skot frá Íslandi sem og hollywood­stjörn­una Cloo­ney í erfiðum aðstæðum í ofsa­veðri í snjón­um. Á dög­un­um greindi Cloo­ney frá því hversu erfiðar aðstæður voru á Íslandi í tök­un­um. Það hef­ur þó verið vel þess virði enda set­ur kuld­inn mik­inn svip á stikluna. 

Kvik­mynd­in The Midnig­ht Sky er byggð á bók­inni Good Morn­ing Midnig­ht. Skáld­sag­an er eft­ir banda­ríska höf­und­inn Lily Brooks-Dalt­on. Sag­an ger­ist eft­ir að siðmenn­ing hef­ur að mestu lagst af og fjall­ar um tvo eft­ir­lif­end­ur sem reyna að halda sam­bandi til að hjálp­ast að við að ná átt­um í því sem hef­ur gerst. Ann­ar eft­ir­lif­enda er vís­indamaður sem er fast­ur á heim­skaut­inu og hinn er geim­fari, fast­ur í geim­skip­inu Aet­her. Reyna þeir að kom­ast af og vinna sam­an að áætl­un til að finna fleiri eft­ir­lif­end­ur.



mbl.is