Kleinuhringirnir sem Elenora Rós elskar

Uppskriftir | 29. október 2020

Kleinuhringirnir sem Elenora Rós elskar

Þessir dásemdar vatnsdeigs-kanilkleinuhringir koma úr smiðju Elenoru Rósar sem var að gefa út bókina BAKAÐ með Elenoru Rós. Hér deilir Elenora uppskriftinni sem hún segir að sé í algjöru uppáhaldi hjá sér.

Kleinuhringirnir sem Elenora Rós elskar

Uppskriftir | 29. október 2020

Þess­ir dá­semd­ar vatns­deigs-kanilkleinu­hring­ir koma úr smiðju Elen­oru Rós­ar sem var að gefa út bók­ina BAKAÐ með Elen­oru Rós. Hér deil­ir Elen­ora upp­skrift­inni sem hún seg­ir að sé í al­gjöru upp­á­haldi hjá sér.

Þess­ir dá­semd­ar vatns­deigs-kanilkleinu­hring­ir koma úr smiðju Elen­oru Rós­ar sem var að gefa út bók­ina BAKAÐ með Elen­oru Rós. Hér deil­ir Elen­ora upp­skrift­inni sem hún seg­ir að sé í al­gjöru upp­á­haldi hjá sér.

„Svona kleinu­hringi smakkaði ég fyrst í upp­á­halds­baka­rí­inu mínu hér á Íslandi. Ég sver ég gat ekki hætt að borða þá, þeir voru svo góðir. Þeir eru enn þann dag í dag mitt helsta upp­á­halds­bakk­elsi sem er fá­an­legt á Íslandi. Ég bjó til mína eig­in út­gáfu af þeim og var held­ur bet­ur sátt. Upp­skrift­ina að vatns­deig­inu má einnig nota á bollu­dag­inn en þá slepp­ir maður kaniln­um og bak­ar deigið í staðinn fyr­ir að djúp­steikja það," seg­ir Elen­ora um þessa upp­skrift.

Vatns­deigskanilkleinu­hring­ir

12 kleinu­hring­ir

  • 150 ml mjólk
  • 150 ml vatn
  • 250 g smjör við stofu­hita
  • 10 g DanSukk­er-syk­ur
  • 4 g salt
  • 230 g Pills­bury-hveiti
  • 3 g kanill
  • 7 egg
  • ISIO-olía til steik­ing­ar
  • Kanil­syk­ur til að velta kleinu­hringj­un­um upp úr

Aðferð:

Byrjið á því að skera bök­un­ar­papp­ír í fern­inga.

Setjið mjólk, vatn, smjör, syk­ur og salt í pott og hitið blönd­una að suðu.

Um leið og suðan kem­ur upp bætið þið hveit­inu og kaniln­um sam­an við og ristið mass­ann með því að hræra vel og hratt all­an tím­ann. Mass­inn er til­bú­inn þegar hann byrj­ar að losna frá hliðunum og er kom­inn sam­an.

Þegar mass­inn er til­bú­inn er hann sett­ur í hræri­vél­ar­skál og hrærður hratt til að ná mest­um hita úr deig­inu. Ástæðan fyr­ir því að deigið er kælt niður áður en egg­in eru sett sam­an við er vegna þess að ann­ars eld­ast egg­in. Gott er að hafa deigið ylvolgt þegar egg­in fara sam­an við.

Þegar deigið hef­ur verið hrært í smá tíma og er orðið volgt má byrja að bæta einu eggi við í einu, passið að hræra vel á milli og skafa öðru hvoru niður hliðarn­ar.

Deigið er nú til­búið og á að vera silkimjúkt og renna fal­lega en ró­lega niður.

Setjið deigið í sprautu­poka og sprautið hringi á papp­írs­fern­ing­ana, sem þið klipptuð í byrj­un.

Hitið ol­í­una í potti upp að 180°C. Þegar olí­an er orðin vel heit er kleinu­hring­ur­inn sett­ur ofan í pott­inn með papp­írn­um. Hann mun losna frá um leið og hann byrj­ar að steikj­ast og þá fjar­lægið þið papp­ír­inn úr pott­in­um með töng. Steikið kleinu­hring­inn þar til hann er orðinn fal­lega brúnn eða í um 30-60 sek­únd­ur á hvorri hlið.

Takið kleinu­hring­inn úr pott­in­um, leggið hann á eld­húspapp­ír og leyfið ol­í­unni að renna af.

Á meðan kleinu­hring­irn­ir eru enn þá volg­ir er þeim velt upp úr kanil­sykri og þá eru þeir til­bún­ir.

mbl.is