200 krónur af hverri sendingu til góðs

Stöndum saman | 2. nóvember 2020

200 krónur af hverri sendingu til góðs

Matvöruverslunin Nettó hefur tilkynnt að fyrirtækið ætli að styrkja góðgerðarsamtök. Þannig munu 200 krónur af hverri sendingu úr netverslun fyrirtækisins renna til góðgerðarmála. Viðskiptavinir geta valið málefni eða góðgerðarsamtök á heimasíðu fyrirtækisins.

200 krónur af hverri sendingu til góðs

Stöndum saman | 2. nóvember 2020

Matvöruverslunin Nettó.
Matvöruverslunin Nettó. Kristinn Magnússon

Mat­vöru­versl­un­in Nettó hef­ur til­kynnt að fyr­ir­tækið ætli að styrkja góðgerðarsam­tök. Þannig munu 200 krón­ur af hverri send­ingu úr net­versl­un fyr­ir­tæk­is­ins renna til góðgerðar­mála. Viðskipta­vin­ir geta valið mál­efni eða góðgerðarsam­tök á heimasíðu fyr­ir­tæk­is­ins.

Mat­vöru­versl­un­in Nettó hef­ur til­kynnt að fyr­ir­tækið ætli að styrkja góðgerðarsam­tök. Þannig munu 200 krón­ur af hverri send­ingu úr net­versl­un fyr­ir­tæk­is­ins renna til góðgerðar­mála. Viðskipta­vin­ir geta valið mál­efni eða góðgerðarsam­tök á heimasíðu fyr­ir­tæk­is­ins.

Í til­kynn­ingu seg­ir að verk­efnið beri yf­ir­skrift­ina: Not­um netið til góðra verka.

Þá seg­ir að óskað sé eft­ir til­lög­um frá viðskipta­vin­um um hvaða góðgerðarsam­tök eigi að styðja. Net­versl­un Nettó er sögð lang­stærsta net­versl­un lands­ins með mat­vöru.

„Eft­ir að hafa velt fyr­ir okk­ur mörg­um góðum og verðugum sam­tök­um tók­um við ákvörðun um að óska eft­ir hug­mynd­um frá viðskipta­vin­um okk­ar. Þannig get­um við tekið þetta allt sam­an og séð hvar þörf­in er mest eða hvaða mál­efni á best við sam­fé­lags­stefnu okk­ar. Okk­ar von er að sem flest­ar ábend­ing­ar ber­ist því þetta er hvorki fyrsta né síðasta verk­efnið af þessu tagi sem Nettó ræðst í,“ seg­ir Gunn­ar Eg­ill Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri versl­un­ar­sviðs Sam­kaupa, í til­kynn­ingu. 

„Sala í net­versl­un Nettó hef­ur marg­fald­ast síðan kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn fór af stað og þetta er því tæki­færi fyr­ir okk­ur að gefa til baka. Því varð slag­orðið Not­um netið til góðra verka fyr­ir val­inu. Hægt er að panta úr net­versl­un Nettó á öll­um svæðum þar sem við starf­rækj­um versl­an­ir og því get­ur meiri­hluti þjóðar­inn­ar látið gott af sér leiða,“ seg­ir Gunn­ar í til­kynn­ingu.

Verk­efnið stend­ur út nóv­em­ber og geta viðskipta­vin­ir valið úr mál­efn­um eða góðgerðarsam­tök­um á heimasíðu Nettó seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman