Hópur sem fellur á milli kerfa

Samfélagsmál | 3. nóvember 2020

Hópur sem fellur á milli kerfa

Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að grípa til frekari aðgerða í geðheilbrigðismálum og bendir á að tölur um depurð meðal barna og unglinga séu sláandi. Staða ungmenna sem eru nýlega byrjuð í framhaldsskóla sé alvarleg, hjá hópi sem hefur fallið á milli kerfa. 

Hópur sem fellur á milli kerfa

Samfélagsmál | 3. nóvember 2020

Mynd úr safni af ungum framhaldsskólanemum á Covid-tímum.
Mynd úr safni af ungum framhaldsskólanemum á Covid-tímum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Val­gerður Sig­urðardótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir mik­il­vægt að grípa til frek­ari aðgerða í geðheil­brigðismál­um og bend­ir á að töl­ur um dep­urð meðal barna og ung­linga séu slá­andi. Staða ung­menna sem eru ný­lega byrjuð í fram­halds­skóla sé al­var­leg, hjá hópi sem hef­ur fallið á milli kerfa. 

Val­gerður Sig­urðardótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir mik­il­vægt að grípa til frek­ari aðgerða í geðheil­brigðismál­um og bend­ir á að töl­ur um dep­urð meðal barna og ung­linga séu slá­andi. Staða ung­menna sem eru ný­lega byrjuð í fram­halds­skóla sé al­var­leg, hjá hópi sem hef­ur fallið á milli kerfa. 

Val­gerður mun á fundi borg­ar­stjórn­ar í dag leggja til að gerð verði út­tekt á stöðu geðheil­brigðismála hjá Reykja­vík­ur­borg vegna kór­ónu­veirunn­ar. Verði til­lag­an samþykkt verði í kjöl­farið unn­in aðgerðaáætl­un sem fylgt verði eft­ir strax í byrj­un næsta árs. 

Full­trú­um vel­ferðarsviðs, skóla- og frí­stunda­sviðs og íþrótta- og tóm­stunda­sviðs verði fal­in gerð út­tekt­ar ann­ars veg­ar og aðgerðaáætl­un­ar hins veg­ar enda eru það þau svið Reykja­vík­ur­borg­ar sem málið snert­ir helst. Vinn­an verði unn­in í sam­starfi við fagaðila á sviði geðheil­brigðismála ásamt full­trú­um frá sam­tök­um sem sinna geðheil­brigðismál­um. Lagt er til að vinnu við grein­ingu og aðgerðaáætl­un ljúki eigi síðar en í árs­lok 2020 og niður­stöðunni verði skilað til borg­ar­ráðs. Aðgerðaáætl­un komi til fram­kvæmda í árs­byrj­un 2021.

Val­gerður seg­ir að borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins telji að brýn þörf sé á að hlúa bet­ur að þess­um mála­flokki en hingað til hef­ur verið gert hjá Reykja­vík­ur­borg. Ekki síst vegna Covid-19 og áhrifa far­ald­urs­ins á dag­legt líf borg­ar­búa.

Vissu­lega hafi ým­is­legt verið gert á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar en hún heyri það hjá þeim sem starfa í þess­um mála­flokki að þörf­in er mik­il á frek­ari aðgerðum.

Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Val­gerður Sig­urðardótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Val­gerður hef­ur haft sam­band við fólk sem starfar í þess­um geira og all­ir hafi sömu sögu að segja varðandi líðan fólks – hún fer versn­andi. Sem er kannski ekki í sam­ræmi við könn­un á veg­um embætt­is land­lækn­is varðandi líðan fólks í fyrstu bylgju kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins þar sem meiri­hluti mat það svo að líðanin væri góð. 

„Þetta á svo sann­ar­lega ekki við um við alla og það er slá­andi að tala við þá sem starfa við þenn­an mála­flokk, geðheil­brigðismál,“ seg­ir Val­gerður í sam­tali við mbl.is. Engu skipti við hvern sé talað. All­ir hafi mikl­ar áhyggj­ur af stöðu mála.

30 út­köll vegna sjálfs­víga á 8 mánuðum

Það ástand sem hef­ur skap­ast í sam­fé­lag­inu vegna Covid-19 bitn­ar illa á viðkvæm­um hóp­um og því miður þá benda bráðabirgðatöl­ur frá rík­is­lög­reglu­stjóra vegna sjálfs­víga til þess að staða geðheil­brigðismála sé þung. Alls var farið í 30 út­köll vegna sjálfs­víga á fyrstu átta mánuðum árs­ins á meðan út­köll á sama tíma árið 2019 voru 18 tals­ins. Að óbreyttu stefn­ir í aukið at­vinnu­leysi og mun þrengri stöðu en núna er í sam­fé­lag­inu og er því brýn nauðsyn að bregðast við, seg­ir í greingar­gerð með til­lögu borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Að sögn Val­gerðar er dep­urð meðal barna og ung­menna slá­andi. Hún seg­ir ung­menni á aldr­in­um 16-18 ára falla á milli kerfa. Þetta er hóp­ur sem er ný­byrjaður í fram­halds­skóla eft­ir að hafa verið í virku fé­lags­lífi í grunn­skól­um og fé­lags­miðstöðvum á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar.

„Þetta eru börn og hóp­ur sem fell­ur á milli. Þau eru í engu fé­lags­lífi þar sem þau eru ekki að sækja fé­lags­miðstöðvarn­ar og eru í raun og veru ekki á ábyrgð borg­ar­inn­ar. En þau eru börn sem búa í Reykja­vík,“ seg­ir Val­gerður.

Ung­menni búa við aukna fé­lags­lega ein­angr­un og kvíða vegna Covid-19 og sótt­varn­araðgerða. „Það má ekki vera flókið að leita sér aðstoðar. Ef hindr­an­ir eins og aðgengi, sjúk­dóms­grein­ing­ar, fjöldi grein­inga og biðtími verða hindr­an­ir sem mæta ein­stak­ling­um sem sækja sér aðstoð er hætta á enn al­var­legri vanda en ella. Ef „hindr­un­ar­hlaupið“ verður þungt í vöf­um fáum við fleiri aðila sem missa tök á líf­inu í al­var­leg veik­indi.

Mik­il­vægt er að við bein­um at­hygli okk­ar að for­vörn­um og heilsu­efl­ingu í rík­ara mæli, sam­hliða því að bæta kerfið sem tekst á við af­leiðing­ar geðrask­ana. Mik­il­vægt er að Reykja­vík­ur­borg hafi skýra stefnu­mót­un og sé leiðandi í því að all­ir íbú­ar sveit­ar­fé­lags­ins setji geðheils­una í for­gang. Þrengri fé­lags­leg staða vegna Covid-19 ger­ir það enn brýnna en ella,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Val­gerður seg­ir að afar mik­il­vægt sé að ráðist sé í for­varn­araðgerðir og það strax. Því það skorti fræðslu fyr­ir ungt fólk varðandi ýmis atriði varðandi geðheil­brigði. Til að mynda að til­finn­ing­ar séu eðli­leg­ar en þau þurfi að vita hvað sé eðli­leg líðan og hvenær ekki, það er hvenær þurfa á aðstoð að halda.

Fundur með ungmennum í borgarstjórn Reykjavíkur í vor.
Fund­ur með ung­menn­um í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur í vor. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Grein­ar­gerð með til­lögu borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins, Val­gerðar Sig­urðardótt­ur: 

„Mjög mikl­ar breyt­ing­ar hafa orðið á sam­fé­lag­inu á ár­inu 2020 enda hef­ur kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn sett mark sitt á dag­legt líf allra lands­manna. Áhrif­anna gæt­ir alls staðar í sam­fé­lag­inu en sótt­varnaaðgerðir hafa leitt til tak­mark­ana á skóla­starfi, ferðaf­relsi og fé­lags­starfi svo fátt eitt sé nefnt. Þá hef­ur ástandið leitt til fé­lags­legr­ar ein­angr­un­ar ým­issa hópa í viðkvæmri stöðu líkt og eldri borg­ara. Þessi staða verður sí­fellt þyngri þar sem far­ald­ur­inn hef­ur dreg­ist á lang­inn, ekki síst meðal viðkvæmra hópa. Með það í huga er mik­il­vægt að gerð verði út­tekt á því hver raun­veru­leg staða er í Reykja­vík. Sam­hliða þarf að gera aðgerðaáætl­un sem út­list­ar aðgerðir til úr­bóta.

Hér er lagt til að vinna við út­tekt og aðgerðaáætl­un verði í hönd­um fagaðila í geðheil­brigðismál­um frá vel­ferðarsviði, skóla- og frí­stunda­sviði og íþrótta- og tóm­stunda­sviði enda mjög marg­ir og viðkvæm­ir hóp­ar inn­an þess­ara sviða.

Það ástand sem hef­ur skap­ast í sam­fé­lag­inu vegna COVID-19 bitn­ar illa á viðkvæm­um hóp­um og því miður þá benda bráðabirgðatöl­ur frá rík­is­lög­reglu­stjóra vegna sjálfs­víga til þess að staða geðheil­brigðismála sé þung.

Alls var farið í 30 út­köll vegna sjálfs­víga á fyrstu átta mánuðum árs­ins á meðan út­köll á sama tíma árið 2019 voru 18 tals­ins. Að óbreyttu stefn­ir í aukið at­vinnu­leysi og mun þrengri stöðu en núna er í sam­fé­lag­inu og er því brýn nauðsyn að bregðast við. Í ofanálag við kór­ónu­veiruna er ástandið meðal barna og ung­menna ekki eins og best verður á kosið þegar kem­ur að geðheil­brigðismál­um.

Ung­mennaráð borg­ar­inn­ar lagði til á sam­eig­in­leg­um fundi Reykja­vík­ur­ráðs ung­menna og borg­ar­stjórn­ar 28. fe­brú­ar 2017 að Reykja­vík­ur­borg í sam­starfi við heilsu­gæsl­una myndi efla geðfræðslu fyr­ir nem­end­ur á mið- og ung­linga­stigi í grunn­skól­um Reykja­vík­ur­borg­ar frá og með haust­inu 2019. Til­lag­an var samþykkt en hef­ur enn ekki komið til fram­kvæmda.

Um þessa til­lögu ung­mennaráðsins er fjallað sér­stak­lega um í skýrsl­unni Geðfræðsla í grunn­skól­um Reykja­vík­ur sem út­list­ar til­lög­ur starfs­hóps að fram­kvæmd geðfræðslu í grunn­skól­um borg­ar­inn­ar. Í skýrsl­unni seg­ir að börn og ung­ling­ar al­ist upp við flókn­ara og meira áreiti en áður.

Mikilvægt er að við beinum athygli okkar að forvörnum og …
Mik­il­vægt er að við bein­um at­hygli okk­ar að for­vörn­um og heilsu­efl­ingu í rík­ara mæli, sam­hliða því að bæta kerfið sem tekst á við af­leiðing­ar geðrask­ana seg­ir í grein­ar­gerðinni. mbl.is/​Hari

Þar seg­ir orðrétt: „Snjall­tæki eru orðin hluti af dag­legu lífi barna jafn­vel frá eins árs aldri. En með þess­um miklu breyt­ing­um fylg­ir aukið álag á and­lega líðan. Kvíði og streita meðal barna og ung­linga er orðið veru­legt áhyggju­efni og hef­ur m.a. birst í auk­inni tíðni sjálf­skaða. Dep­urð og þung­lyndi hef­ur auk­ist veru­lega sem m.a. hef­ur komið fram í aukn­um fjar­vist­um og brott­falli úr skól­um.“ Jafn­framt seg­ir í skýrsl­unni að hegðun­ar­vandi barna og ung­linga hafi „auk­ist til muna og sé sí­fellt meira áhyggju­efni.

Niður­stöður rann­sókna á heilsu og líðan ís­lenskra barna benda til hærri tíðni geðrænna vanda­mála ís­lenskra barna en barna ann­ars staðar í Evr­ópu og eru al­geng­ustu grein­ing­arn­ar kvíðarösk­un og ADHD. Sam­kvæmt töl­um frá embætti land­lækn­is hef­ur geðlyfja­notk­un vegna til­finn­inga- og hegðun­ar­erfiðleika auk­ist mjög mikið á und­an­förn­um árum.“

Enn frem­ur seg­ir í sömu skýrslu að rann­sókn­ir hafi sýnt að geðfræðsla sé mik­il­væg­ur þátt­ur í al­menn­um for­vörn­um og bættri líðan barna. Þá hef­ur fræðsla um geðsjúk­dóma aukið skiln­ing á þess­um vanda hjá börn­un­um en ekki síður gagn­vart öðrum sem eru and­lega veik­ir eins og seg­ir í skýrsl­unni.

„Fræðsla um hvað geðræn­ir erfiðleik­ar eru og hvaða bjargráð séu til í sam­fé­lag­inu hef­ur sýnt að for­dóm­ar hafa minnkað hjá ungu fólki. Kennsla í sam­skipt­um og hvernig er að lifa og búa í sjálf­um sér er mik­il­væg til að styrkja sjálfs­mynd barna, minnka árekstra og einelti og bæta hegðun,“ seg­ir að auki í skýrsl­unni. Með þetta í huga er mjög mik­il­vægt að fyrr­nefnd til­laga ung­mennaráðs Grafar­vogs, sem samþykkt var árið 2017, nái fram að ganga og fræðsla verði auk­in.

Til viðbót­ar við fyrri vanda búa börn og ung­ling­ar nú við aukna fé­lags­lega ein­angr­un og kvíða vegna COVID-19 og sótt­varn­araðgerða. Það má ekki vera flókið að leita sér aðstoðar. Ef hindr­an­ir eins og aðgengi, sjúk­dóms­grein­ing­ar, fjöldi grein­inga og biðtími verða hindr­an­ir sem mæta ein­stak­ling­um sem sækja sér aðstoð er hætta á enn al­var­legri vanda en ella. Ef „hindr­un­ar­hlaupið“ verður þungt í vöf­um fáum við fleiri aðila sem missa tök á líf­inu í al­var­leg veik­indi.

Mik­il­vægt er að við bein­um at­hygli okk­ar að for­vörn­um og heilsu­efl­ingu í rík­ara mæli, sam­hliða því að bæta kerfið sem tekst á við af­leiðing­ar geðrask­ana. Mik­il­vægt er að Reykja­vík­ur­borg hafi skýra stefnu­mót­un og sé leiðandi í því að all­ir íbú­ar sveit­ar­fé­lags­ins setji geðheils­una í for­gang. Þrengri fé­lags­leg staða vegna COVID-19 ger­ir það enn brýnna en ella.

mbl.is