Kynlífstæki rjúka út í kórónuveirunni

Samskipti kynjanna | 8. nóvember 2020

Kynlífstæki rjúka út í kórónuveirunni

Gerður Arinbjarnar stofnandi Blush segir að kynlífstækjamarkaðurinn hafi tekið hröðum breytingum síðustu árin. Hún segir að kynlíf og kynlífstæki séu miklu minna tabú og fólk sé ekki feimið við að kaupa sér slíkan varning. Hún segist finna mikinn mun á þeim tíu árum sem hún hefur verið í bransanum. 

Kynlífstæki rjúka út í kórónuveirunni

Samskipti kynjanna | 8. nóvember 2020

Gerður Huld Arinbjarnardóttir stofnaði Blush árið 2015 og hefur selt …
Gerður Huld Arinbjarnardóttir stofnaði Blush árið 2015 og hefur selt hjálpartæki ástarlífsins fyrir milljarð króna síðan. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Gerður Ar­in­bjarn­ar stofn­andi Blush seg­ir að kyn­líf­stækja­markaður­inn hafi tekið hröðum breyt­ing­um síðustu árin. Hún seg­ir að kyn­líf og kyn­líf­stæki séu miklu minna tabú og fólk sé ekki feimið við að kaupa sér slík­an varn­ing. Hún seg­ist finna mik­inn mun á þeim tíu árum sem hún hef­ur verið í brans­an­um. 

Gerður Ar­in­bjarn­ar stofn­andi Blush seg­ir að kyn­líf­stækja­markaður­inn hafi tekið hröðum breyt­ing­um síðustu árin. Hún seg­ir að kyn­líf og kyn­líf­stæki séu miklu minna tabú og fólk sé ekki feimið við að kaupa sér slík­an varn­ing. Hún seg­ist finna mik­inn mun á þeim tíu árum sem hún hef­ur verið í brans­an­um. 

„Eitt af því sem ég tek eft­ir er að áður fyrr átti fólk oft eitt tæki en í dag er meira um að það eigi safn af tækj­um. Fólk er því að bæta við safnið reglu­lega og prófa ný tæki,“ seg­ir Gerður. 

Hvernig hef­ur kór­ónu­veir­an haft áhrif á ykk­ur? 

„Covid hef­ur held­ur bet­ur haft áhrif á okk­ur öll. Sumt hef­ur verið erfiðara en annað, en sala á kyn­líf­stækj­um hef­ur aldrei verið meiri en i dag. Þetta á ekki bara við um Ísland held­ur finna kyn­líf­stækja­fram­leiðend­ur þetta um all­an heim.

Við hjá Blush finn­um gríðarleg­an mun á sölu, en þá einna helst á sölu i net­versl­un. Fólk virðist nýta sér það mun meira að geta verslað á net­inu og fengið sent heim að dyr­um og þurfa þar að leiðandi ekki að fara út úr húsi,“ seg­ir hún.  

Gerður seg­ir að þau hafi lagt mikið á sig til að reyna að bæta þjón­ust­una svo fólk þurfi ekki að bíða í marga daga eft­ir send­ing­um frá þeim. 

„Það já­kvæða við covid er að versl­un er að fær­ast meira á netið og þar af leiðandi eru aðilar sem sjá um að senda pakka fyr­ir okk­ur að bæta sína þjón­ustu til muna. Fyr­ir ári tók 2-3 virka daga að fá pakka úr net­versl­un send­an heim en í dag get­ur þú pantað vör­ur og fengið þær send­ar heim með hraðsend­ingu á 90 mín­út­um með send­ing.is. Það er mik­ill lúx­us enda sjá­um við að þessi val­mögu­leiki er mun vin­sælli en við hefðum bú­ist við. Í dag send­um við 90% af pönt­un­um sam­dæg­urs.“ 

Hvers vegna hef­ur sal­an auk­ist á kyn­líf­stækj­um?

„Ég tel að ástæða þess að kyn­líf­stækja sala er að aukast sé að fólk er meira heima, það gef­ur sér meiri tíma fyr­ir sjálft sig og sam­band sitt. Kyn­líf er ein af grunnþörf­un­um okk­ar, hvort sem það er kyn­líf með okk­ur sjálf­um eða með maka okk­ar, og af hverju ekki að gera þá stund extra sér­staka með því að nota kyn­líf­stæki, nuddol­íu eða aðrar vör­ur sem gera upp­lif­un­ina spenn­andi og skemmti­lega.“

Hver er ykk­ar vin­sæl­asta vara í dag?

„Það sem er vin­sæl­ast hjá okk­ur núna eru sog­tæki, og svona klass­ísk tæki, tæki sem eru ein­föld í notk­un og eru ein­mitt full­kom­in fyr­ir þá sem eru að kaupa sitt fyrsta tæki. 

Það sem er vin­sæl­ast þessa dag­ana er Sat­is­fyer tra­veler sem er sog­tæki hugsað til að örva sníp­inn, Echo Eggið frá Svakom sem er lítið og nett egg til að örva sníp­inn. Það tæki er full­komið að nota með maka því það er svo fyr­ir­ferðarlítið. Flip Orb er svo vin­sæl­asta var­an fyr­ir herra, en það er runkmúffa.“

Er fólk ekki feimið að koma í búðina að versla? 

„Auðvitað eru ein­hverj­ir sem vilja frek­ar versla á net­inu og það kem­ur mörg­um á óvart að fyr­ir covid fóru 60% af söl­unni i gegn­um búðina, 30% net­versl­un og 10% komu frá heima­kynn­ingu. Þannig að það er alls ekki svo að fólk forðist það að koma í búðina að versla. Versl­un­in okk­ar er líka sett upp þannig að hún er alls ekki dóna­leg, það eru ekki ögr­andi pakkn­ing­ar eða klám sem tek­ur á móti manni þegar maður labb­ar inn. Svo má ekki geyma að starfs­fólk okk­ar er fag­legt og hef­ur víðtæka þekk­ingu á kyn­líf­stækj­um, svo oft ef fólk veit ekki hvað það á að kaupa þá er frá­bær mögu­leiki að geta komið í búðina og fengið þjón­ustu.“

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman