Komust hjá uppsögnum með stækkun

Stöndum saman | 9. nóvember 2020

Komust hjá uppsögnum með stækkun

Í vor þegar ljóst var í hvað stefndi vegna heimsfaraldursins var ákveðið að stækka garðyrkjustöðina í Friðheimum um ríflega helming. Þannig var hægt að koma í veg fyrir uppsagnir hjá mörgum lykilstarfsmönnum fyrirtækisins. Nú eru framkvæmdir langt komnar við byggingu á 5.600 fermetra gróðurhúsi.  

Komust hjá uppsögnum með stækkun

Stöndum saman | 9. nóvember 2020

00:00
00:00

Í vor þegar ljóst var í hvað stefndi vegna heims­far­ald­urs­ins var ákveðið að stækka garðyrkju­stöðina í Friðheim­um um ríf­lega helm­ing. Þannig var hægt að koma í veg fyr­ir upp­sagn­ir hjá mörg­um lyk­il­starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins. Nú eru fram­kvæmd­ir langt komn­ar við bygg­ingu á 5.600 fer­metra gróður­húsi.  

Í vor þegar ljóst var í hvað stefndi vegna heims­far­ald­urs­ins var ákveðið að stækka garðyrkju­stöðina í Friðheim­um um ríf­lega helm­ing. Þannig var hægt að koma í veg fyr­ir upp­sagn­ir hjá mörg­um lyk­il­starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins. Nú eru fram­kvæmd­ir langt komn­ar við bygg­ingu á 5.600 fer­metra gróður­húsi.  

Átta störf skap­ast við stækk­un­ina og Knút­ur Rafn Ármann, fram­kvæmda­stjóri Friðheima, býst við því að starfs­manna­fjöldi fyr­ir­tæk­is­ins verði í heild í kring­um 60 manns þegar nýja aðstaðan verður tek­in í notk­un. Starfs­manna­hóp­inn seg­ir hann vera hjartað í ferðaþjón­ustu­hluta fyr­ir­tæk­is­ins og því var farið í að leita leiða til að koma hópn­um í gegn­um erfiðleik­ana ásamt fyr­ir­tæk­inu. „Þá vær­um við með innviðina. Þekk­ing­una og reynsl­una sem við erum búin að byggja upp og gæt­um þá farið á fullu af stað aft­ur í sama styrk og áður,“ seg­ir Knút­ur í sam­tali við mbl.is.

Ferðaþjón­ust­an í Friðheim­um hef­ur vaxið hratt á þeim tólf árum sem liðin eru frá því að Knút­ur og Helena Her­mund­ar­dótt­ir kon­an hans opnuðu gróður­húsið og tóku að bjóða gest­um upp á tóm­atsúpu og fræðslu um ís­lenska yl­rækt. 

Reyk­holt dafn­ar þrátt fyr­ir erfitt ár

Þau Knút­ur og Helena hafa sér­hæft sig í tóm­atarækt­un og reiknað er með að hægt verði að rækta um 450 tonn af tómöt­um á ári í nýja gróður­hús­inu. En fleiri garðyrkju­bænd­ur eru í Reyk­holti á Suður­landi þar sem Friðheim­ar eru og þar er líka verið að stækka. Í Gufu­hlíð er mik­il ag­úrku­fram­leiðsla þar sem verið er að reisa 2.000 fer­metra viðbót við stöðina og í Espi­flöt, þar sem af­skor­in blóm eru ræktuð, er verið að stækka um 1.000 fer­metra. Í heild er því verið að bæta um 9.000 fer­metr­um við gróður­hús bæj­ar­ins á ár­inu. Við það má svo bæta að fyr­ir skömmu hóf­ust fram­kvæmd­ir á 40 her­bergja hót­eli í bæn­um.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman