Hætta að horfa á það neikvæða

Samfélagsmál | 15. nóvember 2020

Hætta að horfa á það neikvæða

„Okkur finnst umræða um líðan barna og ungs fólks beinast allt of mikið að því neikvæða í stað þess að byggja upp jákvæðni. Vanlíðan má ekki vera aðalatriðið, heldur bara að líta til jákvæðra eiginleika barna og ungmenna sem þau búa þegar yfir. Heilbrigð sjálfsmynd skiptir meginmáli um það hvernig börnum og ungmennum vegnar síðar meir í lífinu,“ segja sálfræðingarnir Paola Cardenas og Soffía Elín Sigurðardóttir, stjórnendur Sjálfstyrks. 

Hætta að horfa á það neikvæða

Samfélagsmál | 15. nóvember 2020

Sálfræðingarnir Paola Cardenes og Soffía Elín Sigurðardóttir eru með námskeið …
Sálfræðingarnir Paola Cardenes og Soffía Elín Sigurðardóttir eru með námskeið fyrir börn og ungmenni þar sem horft er á styrki þeirra í stað þess að einblína á veikleika. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Okk­ur finnst umræða um líðan barna og ungs fólks bein­ast allt of mikið að því nei­kvæða í stað þess að byggja upp já­kvæðni. Van­líðan má ekki vera aðal­atriðið, held­ur bara að líta til já­kvæðra eig­in­leika barna og ung­menna sem þau búa þegar yfir. Heil­brigð sjálfs­mynd skipt­ir meg­in­máli um það hvernig börn­um og ung­menn­um vegn­ar síðar meir í líf­inu,“ segja sál­fræðing­arn­ir Paola Car­den­as og Soffía Elín Sig­urðardótt­ir, stjórn­end­ur Sjálfstyrks. 

„Okk­ur finnst umræða um líðan barna og ungs fólks bein­ast allt of mikið að því nei­kvæða í stað þess að byggja upp já­kvæðni. Van­líðan má ekki vera aðal­atriðið, held­ur bara að líta til já­kvæðra eig­in­leika barna og ung­menna sem þau búa þegar yfir. Heil­brigð sjálfs­mynd skipt­ir meg­in­máli um það hvernig börn­um og ung­menn­um vegn­ar síðar meir í líf­inu,“ segja sál­fræðing­arn­ir Paola Car­den­as og Soffía Elín Sig­urðardótt­ir, stjórn­end­ur Sjálfstyrks. 

Sjálfstyrk­ur sér­hæf­ir sig í heild­ar­lausn­um í sjálfstyrk­ingu hjá börn­um, ung­ling­um og ungu fólki. Hug­mynda­fræðin bygg­ist á því að í fólki búi of­urkraft­ar sem þurfi að virkja. „Auk­in þekk­ing á okk­ur sjálf­um og bjargráð gera okk­ur öfl­ugri til þess að tak­ast á við erfiðleika og mót­læti í líf­inu. Innra með okk­ur býr súperút­gáf­an af okk­ur sjálf­um,“ segja þær. 

Á vef Sjálfstyrks kem­ur fram að leit­ast er við að miðla þekk­ingu sem varðar sjálfs­mynd og sjálfstyrk­ingu, fé­lags­færni, til­finn­inga­stjórn­un og sam­skipt­um. 

Paola Car­den­as er klín­ísk­ur sál­fræðing­ur, fjöl­skyldu­fræðing­ur og doktorsnemi í sál­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík. Paola er með cand. psych.-gráðu í sál­fræði frá Há­skóla Íslands auk meist­ara­prófs í fjöl­skyldumeðferð frá sama skóla. Hún lauk grunn­námi í sál­fræði við Su­ffolk Uni­versity í Bost­on. Hún er með mikla reynslu í vinnu með börn­um, ung­ling­um og fjöl­skyld­um. Hún hef­ur starfað meðal ann­ars hjá Barna­húsi, Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja, Rauða kross­in­um og á barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­al­ans. Paola hef­ur stýrt fjöl­mörg­um sjálfstyrk­ing­ar­nám­skeiðum ætluðum börn­um, ung­ling­um og full­orðnum. Hún kenn­ir einnig börn­um og ung­menn­um jóga. 

Paola Cardenes er klínískur sálfræðingur, fjölskyldufræðingur og doktorsnemi í sálfræði …
Paola Car­denes er klín­ísk­ur sál­fræðing­ur, fjöl­skyldu­fræðing­ur og doktorsnemi í sál­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Soffía Elín er klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og hef­ur starfað og rekið sál­fræðistof­una Sentiu frá ár­inu 2011. Hún hef­ur unnið sem skóla­sál­fræðing­ur bæði hér á landi sem og í Ástr­al­íu við bæði grein­ing­ar- og meðferðar­vinnu barna, ung­linga og ung­menna. Hún er með mikla reynslu í vinnu með börn­um, ung­ling­um og fjöl­skyld­um. Soffía Elín starfaði einnig sem sál­fræðing­ur hjá Barna­vernd Reykja­vík­ur. Hún kenn­ir klín­íska barna­sál­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík. Soffía Elín lauk meist­ara­námi í sál­fræði við Western Syd­ney Uni­versity í Ástr­al­íu og lauk grunn­námi í sál­fræði við Há­skóla Íslands. Hún sér­hæf­ir sig meðal ann­ars í meðferð við áföll­um, fé­lags­færni, ákveðniþjálf­un, náms­leg­um vand­kvæðum og öðru sem snýr að líðan og hegðun barna og ung­menna. Soffía Elín út­bjó og stýr­ir Nex­us No­obs-sjálfstyrk­ing­ar­nám­skeiðum ætluðum börn­um, ung­ling­um og full­orðnum.

Soffía Elín Sigurðardóttir er klínískur sálfræðingur og hefur starfað og …
Soffía Elín Sig­urðardótt­ir er klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og hef­ur starfað og rekið sál­fræðistof­una Sentiu frá ár­inu 2011. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Að sögn Soffíu er langt síðan þær hófu und­ir­bún­ing að nám­skeiðunum og stóð til að halda fyrsta al­menna nám­skeiðið í haust. Þær ákváðu að fresta því vegna Covid-19 en þess í stað hafa þær haldið sér­sniðin nám­skeið fyr­ir vel­ferðar­stofn­an­ir þar sem unnið er í mjög smá­um hóp­um. Stefnt er að því að opna fyr­ir al­menn nám­skeið í janú­ar.

Paola seg­ir að á Íslandi sé tak­markað fram­boð af náms­gögn­um, fræðslu og nám­skeiðum sem hafa verið út­bú­in hér á landi og þar með sniðin að okk­ar menn­ingu og þær Soffía eru sam­mála um mik­il­vægi þess að búa til efni sem snýr að sjálfstyrk­ingu barna og ung­menna á ís­lensku sem miðast við gildi ís­lenskr­ar menn­ing­ar og alls þess fjöl­breyti­leika sem hér er að finna. 

Mest þörf á að sinna börn­um af ólík­um upp­runa

Hóp­ur sem þær telja að þörf sé á að sinna eru börn af ólík­um upp­runa. Mörg börn eiga erfitt með að tjá sig um líðan sína á ís­lensku.

„Eitt það síðasta sem þú lær­ir þegar þú kem­ur til Íslands er að tjá til­finn­ing­ar þínar á ís­lensku“, seg­ir Paola og bæt­ir við að þannig hafi það verið í henn­ar til­viki. Hún hafi fljótt lært að panta mat á veit­inga­stöðum en það hafi verið erfitt fyr­ir hana að tjá sig á ís­lensku um hvernig henni liði.

Þær telja að mik­il­vægt sé að hlúa að börn­um og ung­menn­um með ólík­ar þarf­ir og þroska í sam­fé­lag­inu. „Við erum ekki öll eins eða með sama bak­grunn og auga leið gef­ur að við verðum að sér­sníða nám­skeið fyr­ir hvern hóp. Á það meðal ann­ars við um börn sem hafa orðið fyr­ir áfalli, eru af ólík­um upp­runa, eða eru með ýmis frá­vik í taugaþroska o.s.frv.,“ segja þær.

Blaðamaður spyr um kvíða og þung­lyndi barna og ung­menna, ekki síst stúlkna, vegna umræðu í sam­fé­lag­inu og að sögn Paolu er sjálfstyrk­ing barna og ungs fólks svarið við kvíða og þung­lyndi.

Soffía Elín bæt­ir við að þar eigi þær við að unnið sé með börn­um og ung­menn­um úr erfiðum upp­lif­un­um, meðal ann­ars með því að efla bjargráð og styrkja þá hæfi­leika sem þegar búa innra með þeim. „Ef við horf­um á þetta mynd­rænt, þá búum við yfir bæði of­ur­kröft­um og ógn­um. Mik­il­vægt er að þekkja hvort tveggja til þess að geta nýtt styrk­leika okk­ar og tek­ist á við mót­læti. Streita er dæmi um ógn við vellíðan.“

Þær segja gott fyr­ir alla full­orðna að rifja upp hvað við viss­um ekki þegar við vor­um ung og hvað það vantaði oft upp á sjálfs­traustið og jafn­vel fé­lags­færni. „Við vit­um þetta í dag en ég man vel eft­ir því hversu óör­ugg ég var með margt á þess­um aldri,“ seg­ir Paola.

„Við erum öll fljót­ari að læra og skilja viðfangs­efni á mynd­rænu formi, óháð aldri,“ segja þær. Þess vegna hafa þær hannað í sam­starfi við Vikt­oriu Buzuk­ina mynd­efni sem kem­ur fyr­ir í náms­gögn­um sem þær nota á nám­skeiðum, fræðslu og fyr­ir­lestr­um. Vikt­oría Buzuk­ina er sjálf­stætt starf­andi grafískur hönnuður sem sérhæf­ir sig í teikn­ing­um og hef­ur hún teiknað mynd­ir fyr­ir hvern súper­styrk. Vikt­oria er lærður grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands og hef­ur mikla reynslu í sínu fagi. Vikt­oria myndskreyt­ir bæk­urn­ar um súper­styrk­ina, sem eru fyr­ir börn og ung­linga sam­an, á næsta ári.

Viktoría hefur teiknað myndir fyrir hvern súperstyrk en nánar er …
Vikt­oría hef­ur teiknað mynd­ir fyr­ir hvern súper­styrk en nán­ar er hægt að lesa um þá á vefn­um sjalfstyrk­ur.is.

Hreyf­ing af hinu góða

Sam­hliða kennslu í sjálfstyrk­ingu og gagn­semi henn­ar er not­ast við jóga á nám­skeiðinu. „Hreyf­ing er góð og get­ur hjálpað okk­ur þegar erfiðlega geng­ur. Stund­um þegar okk­ur líður illa þá höf­um við ekki orku til að hreyfa okk­ur en það er ein­mitt það sem hjálp­ar okk­ur að kom­ast í gegn­um erfiðleika. Hreyf­ing er mjög mik­il­væg­ur part­ur af líf­inu og eyk­ur ekki bara vel­ferð held­ur stuðlar að betri teng­ingu við lík­ama okk­ar,“ seg­ir Paola.

„Við sjá­um að krakk­ar hætta oft að æfa íþrótt­ir á unglings­ár­un­um en það er mik­il­vægt að halda áfram að hreyfa sig á þess­um árum þó svo þau hætti í skipu­lögðu íþrótt­a­starfi. Niður­stöður rann­sókna gefa til kynna að hreyf­ing hef­ur já­kvæð áhrif á heilsu okk­ar og dreg­ur úr streitu,“ seg­ir Paola.

Byggt á gagn­reynd­um aðferðum

Soffía seg­ir að eitt af því sem sé sér­stakt við þeirra nám­skeið sé að þau byggi á fleiri en einni gagn­reyndri aðferð. Þær reyni að tengja bestu meðferðarúr­ræði sam­an. Þrátt fyr­ir að hafa lagt stund á sál­fræði í ólík­um sam­fé­lög­um hafi þær feng­ist við svipuð viðfangs­efni síðastliðna ára­tugi og búa yfir mik­illi þekk­ingu á að vinna með áföll og fé­lags­færni barna og ung­menna. „Það skipt­ir miklu máli að fagaðilar með mikla þekk­ingu og reynslu komi að áfalla­vinnu með börn­um og ung­menn­um þegar verið er að vinna með viðkvæm­um hóp­um,“ seg­ir Soffía.

Kvíði og áhyggj­ur viðbragð við ógn og hættu

„Við upp­lif­um öll alls kon­ar til­finn­ing­ar, það er bara mann­legt,“ seg­ir Paola. Kvíði og áhyggj­ur eru viðbragð við ógn og hættu. Eðli­leg­ar ógn­ir sem börn og ung­ling­ar upp­lifa eru til dæm­is sam­an­b­urður við aðra, álag í námi eða frí­stund­um, fé­lags­legt samþykki og al­mennt áreiti. Þetta árið bætt­ist Covid-19 við sem ný ógn og raskaði fjöl­skyldu­lífi svo um mun­ar. Nýj­ar og skrítn­ar áskor­an­ir urðu til, eins og að vera í ein­angr­un, nota grímu í skóla, vera í fjar­námi, geta ekki stundað íþrótt­ir eða áhuga­mál, óleyfi­legt að hitta vin­ina eða fá að mæta á skemmt­an­ir eins og skóla­böll og af­mæli. Börn velta fyr­ir sér hvort hægt verði að halda jól­in eins og venja er til og hafa áhyggj­ur af for­eldr­um sem eru alltaf heima eða eru at­vinnu­laus­ir. Ástandið reyn­ir því tölu­vert á þol­in­mæði og út­sjón­ar­semi.

Paola Cardenes og Soffía Elín Sigurðardóttir.
Paola Car­denes og Soffía Elín Sig­urðardótt­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Að sama skapi er ým­is­legt já­kvætt sem teng­ist ástand­inu sem nú rík­ir í sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Soffía. Til að mynda geta fjöl­skyld­ur eytt meiri tíma sam­an og fundið upp nýja hluti til afþrey­ing­ar og sam­veru. Við höf­um öll þurft að stoppa aðeins og end­ur­meta stöðuna og stefnu fjöl­skyld­unn­ar, finna ný bjargráð til þess að tak­ast á við nýj­ar og krefj­andi aðstæður.

Minni fé­lagskvíði og bjargráð mik­il­væg

Ein­kenni hafa minnkað hjá þeim sem eru að glíma við fé­lagskvíða. Aft­ur á móti á eft­ir að koma í ljós hvernig þeim geng­ur að tak­ast á við fé­lagskvíðann að nýju þegar dregið verður úr þeim tak­mörk­un­um sem gilda á Covid-tím­um. Bjargráð á tím­um Covid-19 eru því ofboðslega mik­il­væg. Sum­ir hafa ekki þurft að tak­ast á við eig­in­legt mót­læti í líf­inu en niður­stöður rann­sókna gefa til kynna að aðstæður sem þess­ar geta laðað fram seiglu hjá fólki. Seigla er eig­in­leiki sem ger­ir fólki kleift að stand­ast erfiðleika sem við þurf­um að tak­ast á við í okk­ar lífi. Áföll og kreppa þurfa því ekki endi­lega að hafa nei­kvæð áhrif á okk­ur því seigla get­ur veitt okk­ur styrk og sýnt okk­ur að innra með okk­ur býr styrk­ur sem við höf­um öll. Styrk­ur sem get­ur minnt okk­ur á að við erum í grunn­inn sterk og höf­um miklu meiri getu og færni en við telj­um sjálf, segja þær.

Á sama tíma er tæki­færið núna til þess að tak­ast á við vanda­mál af ýms­um toga og þær Paola og Soffía segja að fólk hafi meiri tíma til að tak­ast á við erfiðleika sem flest­ir glíma við. Lífið er því upp­fullt af tæki­fær­um, þótt á móti blási.

Eins og áður var sagt er stefnt að því að hefja al­mennt nám­skeiðahald í janú­ar auk fræðslu og fyr­ir­lestra. All­ar upp­lýs­ing­ar um Sjálfstyrk og of­ur­hetj­urn­ar er að finna hér.

mbl.is