Drekka lítið en nota mikið af lyfjum

Samfélagsmál | 19. nóvember 2020

Drekka lítið en nota mikið af lyfjum

Íslenskir unglingar standa sig mjög vel hvað varðar litla áfengisneyslu, sígarettureykingar og notkun kannabisefna. Aftur á móti veldur mikil lyfjanotkun íslenskra ungmenna áhyggjum.

Drekka lítið en nota mikið af lyfjum

Samfélagsmál | 19. nóvember 2020

Ársæll Már Arnarsson, prófessor í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla …
Ársæll Már Arnarsson, prófessor í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. mbl.is/Hari

Íslensk­ir ung­ling­ar standa sig mjög vel hvað varðar litla áfeng­isneyslu, síga­rett­ur­eyk­ing­ar og notk­un kanna­bis­efna. Aft­ur á móti veld­ur mik­il lyfja­notk­un ís­lenskra ung­menna áhyggj­um.

Íslensk­ir ung­ling­ar standa sig mjög vel hvað varðar litla áfeng­isneyslu, síga­rett­ur­eyk­ing­ar og notk­un kanna­bis­efna. Aft­ur á móti veld­ur mik­il lyfja­notk­un ís­lenskra ung­menna áhyggj­um.

„Það má segja að ís­lensk­ir ung­ling­ar skari fram úr ung­ling­um ann­ars staðar í Evr­ópu hvað varðar litla vímu­efna­notk­un og það hafa þeir gert í svo­lít­inn tíma. Áfeng­isneysla ís­lenskra ung­linga er mun minni en jafn­aldra þeirra í öðrum lönd­um Evr­ópu,“ sagði Ársæll Már Arn­ars­son, pró­fess­or í tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræði við Há­skóla Íslands. Hann er full­trúi Íslands í evr­ópsku sam­starfi um gerð ESP­AD-sam­an­b­urðar­rann­sókna á vímu­efna­notk­un 10. bekk­inga í 35 Evr­ópu­lönd­um.

„Þessi kyn­slóð ung­linga í dag er stund­um kölluð alls­gáða kyn­slóðin. Við höf­um skorið okk­ur tals­vert úr öðrum lönd­um með að hér hef­ur þessi breyt­ing orðið snarp­ari og meiri en ann­ars staðar,“ sagði Ársæll. Hann sagði er­lenda fræðimenn horfa mikið til Íslands í þessu sam­bandi og vera mjög for­vitna um hvaða aðferðum hefði verið beitt til að ná þess­um ár­angri.

„Notk­un ís­lenskra ung­linga á geð- og tauga­lyfj­um er með því mesta sem ger­ist í Evr­ópu. Þeir eru mjög mikið að nota lyf við of­virkni, þung­lynd­is­lyf, ró­andi lyf og þess hátt­ar sem lækn­ar hafa ávísað til viðkom­andi. Það kem­ur fram í þess­um mæl­ing­um ESP­AD að ís­lensk­ir ung­ling­ar nota tals­vert mikið af ró­andi lyfj­um og of­virkni­lyfj­um án þess að lækn­ar hafi skrifað upp á þau fyr­ir þessa ein­stak­linga,“ sagði Ársæll. Hann sagði þessa miklu lyfja­notk­un mögu­lega tengj­ast al­mennt mik­illi notk­un á geð- og tauga­lyfj­um hér á landi. „En mik­il notk­un ís­lenskra ung­linga á geð- og tauga­lyfj­um án þess að hafa fengið þau ávísuð af lækni er sér­stakt áhyggju­efni,“ sagði Ársæll.

mbl.is