Sagði Streep einnig hafa verið gifta Clooney

George Clooney | 21. nóvember 2020

Sagði Streep einnig hafa verið gifta Clooney

Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney tók við verðlaunum á dögunum fyrir framlag sitt til frjálsrar fjölmiðlunar. Það var stórleikkonan Meryl Streep sem veitti Clooney verðlaunin í gegnum fjarfundarbúnað. 

Sagði Streep einnig hafa verið gifta Clooney

George Clooney | 21. nóvember 2020

Hjónin George og Amal Clooney.
Hjónin George og Amal Clooney. AFP

Mann­rétt­inda­lög­fræðing­ur­inn Amal Cloo­ney tók við verðlaun­um á dög­un­um fyr­ir fram­lag sitt til frjálsr­ar fjöl­miðlun­ar. Það var stór­leik­kon­an Meryl Streep sem veitti Cloo­ney verðlaun­in í gegn­um fjar­fund­ar­búnað. 

Mann­rétt­inda­lög­fræðing­ur­inn Amal Cloo­ney tók við verðlaun­um á dög­un­um fyr­ir fram­lag sitt til frjálsr­ar fjöl­miðlun­ar. Það var stór­leik­kon­an Meryl Streep sem veitti Cloo­ney verðlaun­in í gegn­um fjar­fund­ar­búnað. 

Í þakk­arræðu sinni sagði Amal að Meryl væri mik­il fyr­ir­mynd. Hún hefði ekki roð við þeim fjölda verðlauna sem Streep hefði fengið en þó ættu þær eitt sam­eig­in­legt. 

„Við vor­um báðar gift­ar eig­in­manni mín­um. Og til að vera hrein­skil­in þá ger­ir sú staðreynd að þið voruð herra og frú Fant­astic Fox þetta aðeins minna vand­ræðal­egt,“ sagði Cloo­ney í ræðu sinni áður en hún vék að al­var­legri mál­efn­um. 

Meryl Streep er margverðlaunuð leikkona.
Meryl Streep er marg­verðlaunuð leik­kona. AFP

Meryl Streep og Geor­ge Cloo­ney hafa unnið sam­an að mörg­um verk­efn­um en þau töluðu fyr­ir hjón í teikni­mynd­inni Fant­astic Mr. Fox. Mynd­in var til­nefnd til ósk­ar­sverðlauna árið 2009. 

Cloo­ney var ekki að grín­ast þegar hún hafði orð á fjölda verðlauna Streep. Leik­kon­an hef­ur hlotið þrenn ósk­ar­sverðlaun og verið til­nefnd oft­ar en nokk­ur ann­ar leik­ari eða 21 sinni. 

mbl.is